Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 00:02 „Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
„Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun