Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 00:02 „Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
„Senn stynur vetrarvinda raust, nú visna blómin skær. Þótt visni sérhvað hér um haust, í hjarta vonin grær.“ Þannig yrkir sálmaskáldið Valdimar Briem um eitt af mikilvægari viðfangsefnum sálfræðinnar, vonina. Bandaríska sálfræðisambandið (e. APA-The American Psychology Association) segir vonina vera vonarstjörnu samtímans (e. emerging trend) í sálfræði og það að rækta vonina sé mótefni við óreiðu okkar tíma. Vonarfræði sálfræðinnar Einn af frumkvöðlum nútíma vonarfræða, C. Rick Snyder, skilgreindi von sem „trúna á eigin getu til að finna leiðir til að ná markmiðum, og innri hvatningu til að fara slíkar leiðir“. Þetta kallaði hann Regnboga hugans en Snyder lagði jafnframt töluvert til jákvæðrar sálfræði, sem rannsakar hvernig einstaklingar og samfélög geta blómstrað. Markmiðið með rannsóknum Snyder er að hjálpa fólki til að láta drauma sína rætast og að blómstra í lífinu en hann hefur birt bækur fyrir bæði börn og fullorðna. Bókin fyrir börn heitir Stóra bókin um von og hún fjallar um leiðir til að bæta líðan barna og sjálfsmynd. Barn sem elst upp við von, horfir jákvæðum augum á framfarir sínar, metur stöðu sína sem góða í samanburði við jafnaldra og tekst óhrætt á við krefjandi verkefni. Megin boðskapur bókarinnar er að hægt sé að rækta vonina markmisst hjá börnum og unglingum. Bókin Sálfræði vonarinnar: að komast héðan og þangað byrjar á reynslusögu um erfiðleika í lífi Snyder sjálfs og þá reynslu að grípa í tómt þegar hann ætlaði að kynna sér skrif sálfræðinga um efnið á bókasafni. Snyder fjallar um fornaldarbókmenntir í upphafi bókarinnar, um gríska heimspeki og rómverska ræðulist, en það er aðdáunarvert að honum tekst að nefna ekki einu orði Nýja testamentið, þá bók sem lagt hefur grundvöllinn að vonarhugmynd vestrænnar menningar. Með augum sálfræðinnar er von hvorki bjartsýni né óskhyggja, því hvorugt fyrirbærið krefst þess að maður taki til aðgerða, heldur snýst von um að leggja af stað í það ferðalag að bæta líf sitt. Þannig segir rannsóknarsetur vonarinnar við Háskólann í Tulsa í Oklahoma vonina vera „trúna á að framtíðin verði björt og á það að þú hafir máttinn til að láta svo verða. Vonin er þríþætt: að setja sér markmið, að finna leiðir að markmiðunum og að hafa máttinn til að fylgja þeim leiðum til að ná settum markmiðum.“ Trú, von og kærleikur Vonin er meginviðfangsefni Nýja testamentisins, annarsvegar í þeirri merkingu að við eigum von um líf eftir þetta líf, en einnig sem sá drifkraftur sem knýr okkur til að lifa lífinu til fulls. Í kennslu Jesú er vonin í forgrunni í þeirri breytingu sem hann kallar ríki Guðs, en það er annarsvegar von um réttlæti handan þessa lífs, sem mótvægi við óréttlæti heimsins, og hinsvegar hvatning um að breyta heiminum í gegnum mátt kærleikans: „Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður.“ Í bréfum Páls er vonin (elpis) gegnumgangandi stef, sem verkfæri huggunar og grundvöllur þess að láta gott af sér leiða: „Þar eð ég nú hef slíka von þá kem ég fram með mikilli djörfung.“ Heimsmynd Páls er að vonin sé samofin veruleika okkar: „Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni“ og þegar Páll yrkir Óðinn til kærleikans er vonin ein þriggja höfuðdyggða: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Það að eiga sér von er töframeðal, ekki einungis sem mótefni við óreiðu samtímans, heldur með því að rækta vonina í lífi okkar getum við bætt geðheilsu okkar, aukið seiglu, náð markmiðum, komið okkur í form, rofið einsemd, lækkað streitu og fundið tilgang í lífi okkar, eða það segir sálfræðin. Þess vegna er vonin vonarstjarna sálfræðinnar að sögn Bandaríska sálfræðisambandsins. Greinin sem vísað er til hefst á orðunum: „Það er auðvelt að láta hugfallast yfir hinum stöðugu erfiðleikum sem dynja á í heiminum í dag.“ Það er sannarlega satt í dag og var það ekki síður þegar Nýja testamentið er skrifað, en vonina má alltaf rækta. Með vonina að vopni er hægt að bæta líf okkar og samfélag og þess vegna er vonin vonarstjarna nútíma sálfræði, samhliða því að vera kjarnaboðskapur kristinnar kirkju. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar