Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 08:31 Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza byrjuðu að skauta saman fyrr á þessu ári og eru strax farin að ná frábærum árangri. JPHOTOS Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Ítalinn Manuel Piazza verða fyrsta parið í sögunni til að keppa fyrir Íslands hönd á sjálfu Evrópumeistaramótinu á listskautum, eftir að hafa unnið bronsverðlaun á móti í Dortmund um helgina. Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðinsflokki, þegar hún vann Reykjavíkurleikana. Þau Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, urðu um helgina fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum. Frumraunin tókst listavel því þau unnu bronsverðlaun á NRW Trophy og náðu nógu góðum árangri til að tryggja sig inn á EM í Eistlandi, sem fram fer 28. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Eins og gefur að skilja eru þetta fyrstu verðlaun Íslendings í paraskautun. Parið vissi að það þyrfti 75.00 tæknistig samanlagt, í stutta og frjálsa prógramminu á mótinu í Þýskalandi, til að komast á EM. Á laugardaginn fengu þau 26,41 í tæknieinkunn, og í heildina 47,04 stig, fyrir stutta prógrammið. Þau fylgdu því svo eftir í gær með því að fá 49,40 stig í tæknieinkunn og samtals 93,46 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Það gerir samtals 75,81 stig í tæknieinkunn og 140,50 heildarstig, og farseðlarnir á EM þar með klárir. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir er að fara að keppa á EM í lok janúar, með Ítalanum Manuel Piazza. Þau keppa fyrir Íslands hönd.JPHOTOS Parið æfir í Bergamo á Ítalíu í Afreksmiðstöð ISU, undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Þau æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði keppnisprógömm parsins. Skautaíþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Júlía er 19 ára gömul og hefur keppt fyrir hönd Íslands allan sinn feril en hingað til í einstaklingskeppni. Þar hefur hún góðum árangri og varð fyrr á þessu ári fyrst Íslendinga til að vinna gullverðlaun á alþjóðlegu móti í fullorðinsflokki, þegar hún vann Reykjavíkurleikana. Þau Júlía og Manuel, sem er 24 ára og frá Ortiesei á Norður-Ítalíu, urðu um helgina fyrsta parið til að keppa fyrir Íslands hönd á listskautum. Frumraunin tókst listavel því þau unnu bronsverðlaun á NRW Trophy og náðu nógu góðum árangri til að tryggja sig inn á EM í Eistlandi, sem fram fer 28. janúar til 2. febrúar á næsta ári. Eins og gefur að skilja eru þetta fyrstu verðlaun Íslendings í paraskautun. Parið vissi að það þyrfti 75.00 tæknistig samanlagt, í stutta og frjálsa prógramminu á mótinu í Þýskalandi, til að komast á EM. Á laugardaginn fengu þau 26,41 í tæknieinkunn, og í heildina 47,04 stig, fyrir stutta prógrammið. Þau fylgdu því svo eftir í gær með því að fá 49,40 stig í tæknieinkunn og samtals 93,46 stig fyrir frjálsa prógrammið sitt. Það gerir samtals 75,81 stig í tæknieinkunn og 140,50 heildarstig, og farseðlarnir á EM þar með klárir. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir er að fara að keppa á EM í lok janúar, með Ítalanum Manuel Piazza. Þau keppa fyrir Íslands hönd.JPHOTOS Parið æfir í Bergamo á Ítalíu í Afreksmiðstöð ISU, undir handleiðslu Rosanna Murante og Ondrej Hotarek. Þau æfa að hluta til á Íslandi undir stjórn Benjamin Naggiar, yfirþjálfara Fjölnis, en hann hefur verið þjálfari Júlíu Sylvíu síðan 2021. Benjamin Naggiar er kóreógraferinn í teyminu og hefur samið bæði keppnisprógömm parsins.
Skautaíþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira