Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 12:46 Piotr Zielinski segir ekkert að því að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir leik. Getty/Twitter Fyrirliðinn Piotr Zielinski og Nicola Zalewski, leikmenn pólska landsliðsins í fótbolta, hafa verið harkalega gagnrýndir fyrir að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir að hafa skíttapað gegn Portúgal, 5-1. Zielinski segir enga ástæðu til að biðjast afsökunar. Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum, þar af fimmta mark Portúgals með bakfallsspyrnu sem valið var mark umferðarinnar. Ronaldo doing Ronaldo things 🚲🤤#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/qvR0VLXekz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 15, 2024 Eftir þessa útreið Pólverja þá reitti hegðun Zielinski og Zalewski eftir leik ýmsa til reiði. Þar á meðal fyrrverandi landsliðsmanninn Jacek Bak sem kvaðst ekki geta skilið að þeir vildu mynd með manni sem fór svona illa með pólska liðið. „Þetta er ekki mér að skapi. Tímarnir hafa breyst. Við töpum 5-1 og þá þarf að biðja um mynd með Ronaldo? Manninum sem niðurlægði okkur fyrir augnabliki síðan? Erum við bara ekki með neitt stolt? Í dag virðast samfélagsmiðlar mikilvægastir og sá sem nær fyrstur af sér mynd með Ronaldo vinnur. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Bak. 😂 Zalewski and Zielinski getting in line to grab a picture with Ronaldo pic.twitter.com/qFiDU5FJPL— Italian Football TV (@IFTVofficial) November 15, 2024 Bak vill sjá Michal Probierz, þjálfara Póllands, refsa leikmönnunum. „Segjum hlutina eins og þeir eru: Probierz þjálfari þarf að bregðast við. Það eina sem vantaði var að hann tæki líka mynd af sér með Ronaldo, eða skiptist á jökkum við Roberto Martinez [þjálfar Portúgals]“ sagði Bak og taldi hegðun Zielinski og Zalewski einfaldlega sorglega. Zielinski, sem er fyrirliði Póllands í fjarveru Roberts Lewandowski, var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Nicola og ég fórum til hans, báðum um mynd og tókum hana. Hvorki Cristiano né við áttum eitthvað erfitt með það,“ sagði Zielinski. „Mér er sama um það sem er á samfélagsmiðlum. Fyrir mér er Cristiano Ronaldo einn besti leikmaður fótboltasögunnar. Mig langaði að taka mynd og ég gerði það. Ekkert flóknara. Af hverju er það ekki í lagi? Við töpuðum leiknum en hvað átti ég að gera? Fela mig úti í horni? Ég fór til hans og bað um mynd, svo einfalt er það. Mig langaði bara til þess. Hann [Bak] hefur rétt á sinni skoðun en mér fannst ekkert að þessu,“ sagði Zielinski. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum, þar af fimmta mark Portúgals með bakfallsspyrnu sem valið var mark umferðarinnar. Ronaldo doing Ronaldo things 🚲🤤#UNLGOTR | @AlipayPlus | #NationsLeague pic.twitter.com/qvR0VLXekz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 15, 2024 Eftir þessa útreið Pólverja þá reitti hegðun Zielinski og Zalewski eftir leik ýmsa til reiði. Þar á meðal fyrrverandi landsliðsmanninn Jacek Bak sem kvaðst ekki geta skilið að þeir vildu mynd með manni sem fór svona illa með pólska liðið. „Þetta er ekki mér að skapi. Tímarnir hafa breyst. Við töpum 5-1 og þá þarf að biðja um mynd með Ronaldo? Manninum sem niðurlægði okkur fyrir augnabliki síðan? Erum við bara ekki með neitt stolt? Í dag virðast samfélagsmiðlar mikilvægastir og sá sem nær fyrstur af sér mynd með Ronaldo vinnur. Svona á þetta ekki að vera,“ sagði Bak. 😂 Zalewski and Zielinski getting in line to grab a picture with Ronaldo pic.twitter.com/qFiDU5FJPL— Italian Football TV (@IFTVofficial) November 15, 2024 Bak vill sjá Michal Probierz, þjálfara Póllands, refsa leikmönnunum. „Segjum hlutina eins og þeir eru: Probierz þjálfari þarf að bregðast við. Það eina sem vantaði var að hann tæki líka mynd af sér með Ronaldo, eða skiptist á jökkum við Roberto Martinez [þjálfar Portúgals]“ sagði Bak og taldi hegðun Zielinski og Zalewski einfaldlega sorglega. Zielinski, sem er fyrirliði Póllands í fjarveru Roberts Lewandowski, var spurður út í þessa gagnrýni á blaðamannafundi og sagðist ekki sjá eftir neinu. „Nicola og ég fórum til hans, báðum um mynd og tókum hana. Hvorki Cristiano né við áttum eitthvað erfitt með það,“ sagði Zielinski. „Mér er sama um það sem er á samfélagsmiðlum. Fyrir mér er Cristiano Ronaldo einn besti leikmaður fótboltasögunnar. Mig langaði að taka mynd og ég gerði það. Ekkert flóknara. Af hverju er það ekki í lagi? Við töpuðum leiknum en hvað átti ég að gera? Fela mig úti í horni? Ég fór til hans og bað um mynd, svo einfalt er það. Mig langaði bara til þess. Hann [Bak] hefur rétt á sinni skoðun en mér fannst ekkert að þessu,“ sagði Zielinski.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti