Hin 83 ára Margolyes, sem er þekktust fyrir að hafa leikið í Harry Potter-myndunum, greinir frá þessu í nýútkominni ævisögu sinni Oh Miriam!.
Í nýlegu viðtali segir Margolyes að Marvel hafi haft samband við sig og sagt henni frá þáttum sem ætti að gera um nornir, „Ég hugsaði, ,Ó, guð, ekki nornir aftur, því ég er búinn að gera það í Harry Potter',“ sagði Margolyes.
Þættirnir sem um ræðir heita Agatha All Along og komu út í september á þessu ári. Þeir fjalla um nornina Agöthu Harkness, aukapersónu í þáttunum WandaVision, og ýmis ævintýri hennar.
Nennti ekki til Bandaríkjanna
Það sem gerði illt verra fyrir Margolyes var að þættirnir voru teknir upp í Atlanta í Geogíu.
„Mér er illa við Ameríku og ég vildi ekki vera í Georgíu í fjóra mánuði,“ sagði Margolyes.
„Svo ég sagði, ,Jæja, ég vil milljón pund' og þau sögðu, ,þú getur fengið hálfa milljón' og ég sagði, ,nei, ég vil ekki gera þetta,' þannig lauk því,“ sagði hún en þess ber að geta að milljón pund eru um 173 milljónir króna.
„Í raun er þetta saga af minni eigin græðgi frekar en nokkru öðru,“ sagði Margolyes að lokum.