Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 09:28 Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu af Lars Lagerbäck. Getty/Stu Forster Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fær rúmar 12 milljónir íslenskra króna vegna árangurs liðsins í Þjóðadeildinni. Erling Haaland og félagar í norska liðinu léku í B-deild líkt og Íslendingar á þessari leiktíð, en í riðli 3. Þeir náðu að vinna sinn riðil, með því að vinna 5-0 sigur gegn Kasakstan í lokaumferðinni á sunnudag á sama tíma og Austurríki mistókst að vinna Slóveníu á heimavelli. Norðmenn enduðu með þrettán stig á toppi riðilsins og eina tapið þeirra, 5-1 skellurinn gegn Austurríki, kom á endanum ekki að sök. Sigurinn í riðlinum kemur Noregi upp í A-deild. Fyrir að vinna riðilinn fær norska knattspyrnusambandið svo peningabónus frá UEFA, sem norska sambandið hefur nú upplýst að nemi 17,5 milljónum norskra króna, eða um 215 milljónum íslenskra króna. Norska sambandið segir að af þessari upphæð fái Solbakken eina milljón norskra króna, eða rúmar 12 milljónir íslenskra króna, samkvæmt samningi. Leikmenn fengu þrjátíu prósent Solbakken hefur áður sagt frá því að hann sé með sex milljónir norskra króna í grunnlaun á ári, eða tæpar 74 milljónir íslenskra króna. Takist honum að koma Noregi á HM 2026 fær hann jafnvirði rúmlega 60 milljóna íslenskra króna aukalega í sinn vasa. Leikmenn norska landsliðsins deila á milli sín 30% af þeim 215 íslensku milljónum sem fengust fyrir að vinna riðilinn. Þeir deila því á milli sín jafnvirði 64,5 milljóna íslenskra króna. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins segir kærkomið að fá peninga fyrir að vinna riðilinn eftir kostnaðasamt ár. Þar telji ferðalög einna mest og þá ekki síst leiguflugið til Kasakstan í september. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Erling Haaland og félagar í norska liðinu léku í B-deild líkt og Íslendingar á þessari leiktíð, en í riðli 3. Þeir náðu að vinna sinn riðil, með því að vinna 5-0 sigur gegn Kasakstan í lokaumferðinni á sunnudag á sama tíma og Austurríki mistókst að vinna Slóveníu á heimavelli. Norðmenn enduðu með þrettán stig á toppi riðilsins og eina tapið þeirra, 5-1 skellurinn gegn Austurríki, kom á endanum ekki að sök. Sigurinn í riðlinum kemur Noregi upp í A-deild. Fyrir að vinna riðilinn fær norska knattspyrnusambandið svo peningabónus frá UEFA, sem norska sambandið hefur nú upplýst að nemi 17,5 milljónum norskra króna, eða um 215 milljónum íslenskra króna. Norska sambandið segir að af þessari upphæð fái Solbakken eina milljón norskra króna, eða rúmar 12 milljónir íslenskra króna, samkvæmt samningi. Leikmenn fengu þrjátíu prósent Solbakken hefur áður sagt frá því að hann sé með sex milljónir norskra króna í grunnlaun á ári, eða tæpar 74 milljónir íslenskra króna. Takist honum að koma Noregi á HM 2026 fær hann jafnvirði rúmlega 60 milljóna íslenskra króna aukalega í sinn vasa. Leikmenn norska landsliðsins deila á milli sín 30% af þeim 215 íslensku milljónum sem fengust fyrir að vinna riðilinn. Þeir deila því á milli sín jafnvirði 64,5 milljóna íslenskra króna. Framkvæmdastjóri norska knattspyrnusambandsins segir kærkomið að fá peninga fyrir að vinna riðilinn eftir kostnaðasamt ár. Þar telji ferðalög einna mest og þá ekki síst leiguflugið til Kasakstan í september.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira