„Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Andrea segir prjónaskap arfleifð Íslendinga eins og bókmenntirnar. Mynd/Þórdís Reynisdóttir Andrea Fanney Jónsdóttir textílhönnuður og klæðskerameistari opnaði síðustu helgi listasýninguna För þar sem öll prjónaverkin eru innblásin af fuglalífi borgarinnar. Sýningin er hluti af Prjónavetri í Listasafni Sigurjóns í Laugarnesi og er sú fyrsta í röð stuttra sýninga og viðburða veturinn 2024 til 25, þar sem ljósi er varpað á prjónahönnun og stöðu íslensks prjónaiðnaðar. „Sýningin För tengist áleitnum spurningum um ábyrgð okkar á mikilvægum búsvæðum fuglategunda sem deila höfuðborginni með okkur. Fá náttúruleg kjörlendi fugla eru eftir í borgarlandinu en Laugarnestangi er eitt þeirra,“ segir Andrea Fanney sem sjálf er einmitt alin upp í Laugarnesinu. „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti. Ég var til dæmis svo heppin að fá að vera í unglingavinnu í Viðey þannig náttúran og fuglalífið hafði mótandi áhrif á mig.“ Hún, ásamt hverfasamtökunum Laugarnesvinum, hefur síðustu ár unnið að friðlýsingu Laugarnestangans og aukinni meðvitund almennings um mikilvægi svæðisins. Andrea segir að í sumar hafi margir vaknað til lífsins þegar kom í ljós að það væri að lokast fyrir að senda inn athugasemdir varðandi breytingu á deiliskipulagi á Laugarnestanga. Mynd tekin af Laugarnesinu árið 2021. Landfyllingin sést vel.Vísir/Vilhelm „Við erum búin að fylgjast með þessu máli frá 2019 þannig það eru komin fimm ár en þetta hófst allt með uppgrefti fyrir Landspítalann,“ segir Andrea en landfyllingin er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingu nýs Landspítala í miðbæ Reykjavíkur. Landfylling sem fór fram hjá mörgum Faxaflóahafnir samþykktu beiðni frá Landspítala um að farga efninu með þessum hætti í Laugarnesið. Í viðtali við Vísi árið 2019 sagði forstjóri Faxaflóahafna að það hefði hentar þeim vel því Faxaflóahafnir hefðu verið að „leita að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar“. Spói er úr mjúkri Shetland ull, voðin prjónuð í Glófa og saumuð af Andreu.Mynd/Vigfús Birgisson Andrea segir þetta hafa farið fram hjá mörgum en auk þess hafi landfyllingin verið sett á annan stað en hafi verið talað um í aðalskipulagi og hún sé stærri en upprunalega var talað um. Sjá einnig: Landfylling getur orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi „Ef það verður þarna 10 metra bygging sker það útsýni frá Laugarnesi og út í Viðey. Það sem ýtti á eftir sýningunni var þegar auglýsingin fyrir deiliskipulagið á Laugarnestanga var auglýst í vor. Ég hef síðustu ár unnið út frá fuglum og þeir hafa verið mér endalaus innblástur. Á sama tíma hef ég tekið eftir því í fréttum að fuglum hefur verið að fækka. Við söknuðum lóunnar og stelksins í sumar í Laugarnesinu og nafnið á sýningunni vísar í það að fuglarnir eru margir farnir. Það er alveg rosalegt að sjá það en landfyllingin er til dæmis bara í 70 metra fjarlægð frá Skarfaskeri og 25 metrum frá hverfisvernduðu svæði. Þarna var líka votlendi sem hefur alveg horfið á síðustu árum. Samhliða því hafa votlendisfuglarnir horfið.“ Landfyllingin sést vel frá listasýningunni í Listasafni Sigurjóns.Vísir/Vilhelm Vilja að allt svæðið verði friðlýst Hún bendir á að hluti Laugarnessins sé friðlýstur en íbúar vilji að það verði allt friðlýst. „Þetta er mjög gott land og það er eftirspurn eftir því en þetta er líka tenging við Viðey. Saga Laugarnessins og Viðeyjar nær alveg aftur að landnámi, að Ingólfi Arnarsyni. Þessi tenging við Viðey er því afar mikilvæg og saga svæðisins. Við erum því ekki bara að vekja athygli á svæðinu sjálfu heldur líka sögulegu mikilvægi þess,“ segir Andrea Fanney. Þá bendir hún á að strandlengjan í Laugarnesinu sé í raun eina ósnerta strandlengjan á norðurströnd Reykjavíkur. Rík tenging við sögu og menningu „Þetta er í raun ótrúlega sérstakt svæði því það spilar inn á sögu, menningu, náttúru og tengingu á milli Laugarness og Viðeyjar. Það eru miklar tilfinningar í þessu.“ Hún segir þannig ekki bara íbúa í Laugarnesi koma að þessari umræðu. Það sé líka fólk sem sé umhugað um náttúruna og sagnfræðingar. Hún segir ólíklegt að hægt verði að snúa ferlinu við en það væri hægt að ákveða núna að nýta landfyllinguna í eitthvað annað en að byggja tíu metra skemmu. „Landfyllingin kemur þangað án þess að fólk geri sér í raun grein fyrir því um veturinn 2019. Fyrst var hún um 2,3 hektarar og svo á hún að vera 5,3 hektarar. Það væri hægt að stöðva þessa stækkun,“ segir Andrea Fanney. Þá segir hún líka enn óljóst hvað eigi að byggja á landfyllingunni. Fyrst hafi verið talað um höfuðstöðvar Faxaflóahafna en í nýju deiliskipulagi sé talað um bílastæði fyrir rútur og vöruskemmur sem geti verið allt að tíu metra háar. „Þetta er enn óljóst og maður spyr sig, ef þetta eiga að vera vöruskemmur, af hverju þær geta ekki verið annars staðar en í 25 metra fjarlægð frá hverfisvernduðu svæði.“ Andrea segir stöðuna því ekki endilega mjög góða á Laugarnestanga en hún sé ekki búin að missa alla von. Enn hægt að finna lausn „Þetta er ekki skemmtileg staða, en vonandi kemur fólk saman og vonandi er hægt að finna lausn sem er öllum til góðs.“ Andrea segir alls ekki einsdæmi að íbúar rísi upp með þessum hætti í borginni til að reyna að vernda þau grænu svæði sem séu eftir. Til dæmis sé hópurinn Friðum fjöruna í Skerjafirði, það eru Hollvinasamtök Elliðaárdalsins, Laugarnesvinir, og vinir Vatnsendahvarfs og svo nú síðast hópur fólks í Grafarvogi. Sjá einnig: Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga „Þetta fólk á það allt sameiginlegt að vilja vernda þessi fáu grænu og náttúrulegu svæði sem eftir eru,“ segir Andrea Fanney og að svæðin séu afar mikilvæg fyrir lýðheilsu. „Laugarnesið er mitt heimasvæði en ég finn þetta sem heild,“ segir hún og að með sýningunni vilji hún vekja upp spurningar um hver ábyrgð fólks sé á náttúrulegum svæðum. Spói er svarta og gráa flíkin með fjöðrunum og hin er FÖR. För prjónaði Andrea í handknúinni prjónavél á vinnustofu sinni. Hún er úr bómull og íslenskri ullMynd/Vigfús Birgisson „Til dæmis þarf spói gróðurlítið svæði og um 30 prósent af tegundinni verpir á Íslandi. Það er mjög stórt hlutfall og hann getur sem dæmi ekki verpt á lúpínubreiðu. Lúpínan er smám saman að taka yfir svæði spóans,“ segir Andrea og að stangveiðifélag Íslands hafi varpað fram svipuðum spurningum varðandi uppbyggingu í Elliðaárdal og áhrif hennar á laxastofninn í ánni. Færir þakkir „Þetta er minn innblástur en ég er líka á sýningunni að færa þakkir. Ég ólst upp við ákveðin lífsgæði sem ég vil reyna að tryggja að komandi kynslóðir alist líka upp við.“ Sýningin er eins og kom fram að ofan hluti af Prjónavetri og Andrea Fanney segir sér afar mikilvægt að geta lyft þessari arfleifð Íslendinga á sýningunni. „Við erum bókmenntaþjóð en ullin og textíllinn, þetta er líka okkar menning og saga. Við þurfum líka að varðveita hana og ég vil leggja mitt af mörkum til þess. Ég hef verið að hanna og framleiða flíkur síðustu ár. Allar flíkurnar hafa vísun í fugla og minningar af fólki sem þeim tengjast. Þetta er persónulegt líka.“ Andrea Fanney segir hverja flík innblásna af fuglalífi borgarinnar.Vísir/Vilhelm Andrea segir flíkurnar unnar með ólíkum aðferðum en allar prjónaðar. „Ég hef unnið á handprjónavél en líka með prjónaverksmiðjum. Ég hef unnið með handspunnið band en líka iðnaðarspunnið. Þannig þetta er líka áhugaverð textílsýning.“ Hún segir umhverfi hönnuða líka breytast, eins og umhverfið úti. „Það er ekki eins auðvelt að framleiða eins og það var áður. Það eru sviptingar og breytingar í prjónaiðnaði á Íslandi. Maður vonar að það verði hægt að framleiða prjónavörur í framtíðinni en það er ekki svo auðvelt fyrir prjónaverksmiðjur að vinna á Íslandi. Það er dýrt og þær í samkeppni við innflutta vöru. Við viljum þannig líka varpa ljósi á það sem hefur verið gert og hvað mætti gera betur. Það kemur vonandi einhver niðurstaða úr umræðum og af málþingi Prjónavetursins hver framtíðin í prjónaskap á Íslandi er,“ segir Andrea. Aðrir hönnuðir sem taka þátt í Prjónavetrinum eru Ýrúrari, Magnea Einarsdóttir og Vík Prjónsdóttir. Andrea segir markmiðið með sýningaröðinni að kynna hluta af þeirri flóru prjónahönnunar sem hefur verið framleidd á Íslandi síðustu ár. Þá gangi verkefnið líka út á að opna umræðu um stöðu íslensks prjónaiðnaðar fyrr og nú og líta til framtíðar. Vann hjá Alexander McQueen Síðasta sýningarhelgi er næstu helgi, 23. til 24. nóvember. Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir. Andrea Fanney er klæðskerameistari og textílhönnuður. Síðustu ár hefur hún verið sjálfstætt starfandi hönnuður og stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Hún hefur hannað og framleitt prjónavörur á Íslandi síðan 2007. Hún bjó um tíma í Bretlandi, þar sem hún lærði og starfaði hjá fatahönnuðinum Alexander McQueen í London og nam síðar textílhönnun við Glasgow School of Art. Í kjölfarið tók hún við stöðu deildarstjóra við Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Fuglar Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir „Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“ Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu. 15. júní 2021 15:10 Landfylling í Sundahöfn tekur á sig mynd Vörubílar hafa ekið fimmtán þúsund ferðir með grjót, mold og möl úr grunni við nýja Landspítalann í Sundahöfnina. Þar er stór landfylling nú að taka á sig mynd. 9. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
„Sýningin För tengist áleitnum spurningum um ábyrgð okkar á mikilvægum búsvæðum fuglategunda sem deila höfuðborginni með okkur. Fá náttúruleg kjörlendi fugla eru eftir í borgarlandinu en Laugarnestangi er eitt þeirra,“ segir Andrea Fanney sem sjálf er einmitt alin upp í Laugarnesinu. „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti. Ég var til dæmis svo heppin að fá að vera í unglingavinnu í Viðey þannig náttúran og fuglalífið hafði mótandi áhrif á mig.“ Hún, ásamt hverfasamtökunum Laugarnesvinum, hefur síðustu ár unnið að friðlýsingu Laugarnestangans og aukinni meðvitund almennings um mikilvægi svæðisins. Andrea segir að í sumar hafi margir vaknað til lífsins þegar kom í ljós að það væri að lokast fyrir að senda inn athugasemdir varðandi breytingu á deiliskipulagi á Laugarnestanga. Mynd tekin af Laugarnesinu árið 2021. Landfyllingin sést vel.Vísir/Vilhelm „Við erum búin að fylgjast með þessu máli frá 2019 þannig það eru komin fimm ár en þetta hófst allt með uppgrefti fyrir Landspítalann,“ segir Andrea en landfyllingin er jarðefni sem grafið hefur verið upp vegna byggingu nýs Landspítala í miðbæ Reykjavíkur. Landfylling sem fór fram hjá mörgum Faxaflóahafnir samþykktu beiðni frá Landspítala um að farga efninu með þessum hætti í Laugarnesið. Í viðtali við Vísi árið 2019 sagði forstjóri Faxaflóahafna að það hefði hentar þeim vel því Faxaflóahafnir hefðu verið að „leita að svæði fyrir svona skrifstofu Faxaflóahafna og starfsemi hennar“. Spói er úr mjúkri Shetland ull, voðin prjónuð í Glófa og saumuð af Andreu.Mynd/Vigfús Birgisson Andrea segir þetta hafa farið fram hjá mörgum en auk þess hafi landfyllingin verið sett á annan stað en hafi verið talað um í aðalskipulagi og hún sé stærri en upprunalega var talað um. Sjá einnig: Landfylling getur orðið góð viðbót við útivistarsvæðið í Laugarnesi „Ef það verður þarna 10 metra bygging sker það útsýni frá Laugarnesi og út í Viðey. Það sem ýtti á eftir sýningunni var þegar auglýsingin fyrir deiliskipulagið á Laugarnestanga var auglýst í vor. Ég hef síðustu ár unnið út frá fuglum og þeir hafa verið mér endalaus innblástur. Á sama tíma hef ég tekið eftir því í fréttum að fuglum hefur verið að fækka. Við söknuðum lóunnar og stelksins í sumar í Laugarnesinu og nafnið á sýningunni vísar í það að fuglarnir eru margir farnir. Það er alveg rosalegt að sjá það en landfyllingin er til dæmis bara í 70 metra fjarlægð frá Skarfaskeri og 25 metrum frá hverfisvernduðu svæði. Þarna var líka votlendi sem hefur alveg horfið á síðustu árum. Samhliða því hafa votlendisfuglarnir horfið.“ Landfyllingin sést vel frá listasýningunni í Listasafni Sigurjóns.Vísir/Vilhelm Vilja að allt svæðið verði friðlýst Hún bendir á að hluti Laugarnessins sé friðlýstur en íbúar vilji að það verði allt friðlýst. „Þetta er mjög gott land og það er eftirspurn eftir því en þetta er líka tenging við Viðey. Saga Laugarnessins og Viðeyjar nær alveg aftur að landnámi, að Ingólfi Arnarsyni. Þessi tenging við Viðey er því afar mikilvæg og saga svæðisins. Við erum því ekki bara að vekja athygli á svæðinu sjálfu heldur líka sögulegu mikilvægi þess,“ segir Andrea Fanney. Þá bendir hún á að strandlengjan í Laugarnesinu sé í raun eina ósnerta strandlengjan á norðurströnd Reykjavíkur. Rík tenging við sögu og menningu „Þetta er í raun ótrúlega sérstakt svæði því það spilar inn á sögu, menningu, náttúru og tengingu á milli Laugarness og Viðeyjar. Það eru miklar tilfinningar í þessu.“ Hún segir þannig ekki bara íbúa í Laugarnesi koma að þessari umræðu. Það sé líka fólk sem sé umhugað um náttúruna og sagnfræðingar. Hún segir ólíklegt að hægt verði að snúa ferlinu við en það væri hægt að ákveða núna að nýta landfyllinguna í eitthvað annað en að byggja tíu metra skemmu. „Landfyllingin kemur þangað án þess að fólk geri sér í raun grein fyrir því um veturinn 2019. Fyrst var hún um 2,3 hektarar og svo á hún að vera 5,3 hektarar. Það væri hægt að stöðva þessa stækkun,“ segir Andrea Fanney. Þá segir hún líka enn óljóst hvað eigi að byggja á landfyllingunni. Fyrst hafi verið talað um höfuðstöðvar Faxaflóahafna en í nýju deiliskipulagi sé talað um bílastæði fyrir rútur og vöruskemmur sem geti verið allt að tíu metra háar. „Þetta er enn óljóst og maður spyr sig, ef þetta eiga að vera vöruskemmur, af hverju þær geta ekki verið annars staðar en í 25 metra fjarlægð frá hverfisvernduðu svæði.“ Andrea segir stöðuna því ekki endilega mjög góða á Laugarnestanga en hún sé ekki búin að missa alla von. Enn hægt að finna lausn „Þetta er ekki skemmtileg staða, en vonandi kemur fólk saman og vonandi er hægt að finna lausn sem er öllum til góðs.“ Andrea segir alls ekki einsdæmi að íbúar rísi upp með þessum hætti í borginni til að reyna að vernda þau grænu svæði sem séu eftir. Til dæmis sé hópurinn Friðum fjöruna í Skerjafirði, það eru Hollvinasamtök Elliðaárdalsins, Laugarnesvinir, og vinir Vatnsendahvarfs og svo nú síðast hópur fólks í Grafarvogi. Sjá einnig: Landfyllingin sögð fara gegn verndaráætlun um Laugarnestanga „Þetta fólk á það allt sameiginlegt að vilja vernda þessi fáu grænu og náttúrulegu svæði sem eftir eru,“ segir Andrea Fanney og að svæðin séu afar mikilvæg fyrir lýðheilsu. „Laugarnesið er mitt heimasvæði en ég finn þetta sem heild,“ segir hún og að með sýningunni vilji hún vekja upp spurningar um hver ábyrgð fólks sé á náttúrulegum svæðum. Spói er svarta og gráa flíkin með fjöðrunum og hin er FÖR. För prjónaði Andrea í handknúinni prjónavél á vinnustofu sinni. Hún er úr bómull og íslenskri ullMynd/Vigfús Birgisson „Til dæmis þarf spói gróðurlítið svæði og um 30 prósent af tegundinni verpir á Íslandi. Það er mjög stórt hlutfall og hann getur sem dæmi ekki verpt á lúpínubreiðu. Lúpínan er smám saman að taka yfir svæði spóans,“ segir Andrea og að stangveiðifélag Íslands hafi varpað fram svipuðum spurningum varðandi uppbyggingu í Elliðaárdal og áhrif hennar á laxastofninn í ánni. Færir þakkir „Þetta er minn innblástur en ég er líka á sýningunni að færa þakkir. Ég ólst upp við ákveðin lífsgæði sem ég vil reyna að tryggja að komandi kynslóðir alist líka upp við.“ Sýningin er eins og kom fram að ofan hluti af Prjónavetri og Andrea Fanney segir sér afar mikilvægt að geta lyft þessari arfleifð Íslendinga á sýningunni. „Við erum bókmenntaþjóð en ullin og textíllinn, þetta er líka okkar menning og saga. Við þurfum líka að varðveita hana og ég vil leggja mitt af mörkum til þess. Ég hef verið að hanna og framleiða flíkur síðustu ár. Allar flíkurnar hafa vísun í fugla og minningar af fólki sem þeim tengjast. Þetta er persónulegt líka.“ Andrea Fanney segir hverja flík innblásna af fuglalífi borgarinnar.Vísir/Vilhelm Andrea segir flíkurnar unnar með ólíkum aðferðum en allar prjónaðar. „Ég hef unnið á handprjónavél en líka með prjónaverksmiðjum. Ég hef unnið með handspunnið band en líka iðnaðarspunnið. Þannig þetta er líka áhugaverð textílsýning.“ Hún segir umhverfi hönnuða líka breytast, eins og umhverfið úti. „Það er ekki eins auðvelt að framleiða eins og það var áður. Það eru sviptingar og breytingar í prjónaiðnaði á Íslandi. Maður vonar að það verði hægt að framleiða prjónavörur í framtíðinni en það er ekki svo auðvelt fyrir prjónaverksmiðjur að vinna á Íslandi. Það er dýrt og þær í samkeppni við innflutta vöru. Við viljum þannig líka varpa ljósi á það sem hefur verið gert og hvað mætti gera betur. Það kemur vonandi einhver niðurstaða úr umræðum og af málþingi Prjónavetursins hver framtíðin í prjónaskap á Íslandi er,“ segir Andrea. Aðrir hönnuðir sem taka þátt í Prjónavetrinum eru Ýrúrari, Magnea Einarsdóttir og Vík Prjónsdóttir. Andrea segir markmiðið með sýningaröðinni að kynna hluta af þeirri flóru prjónahönnunar sem hefur verið framleidd á Íslandi síðustu ár. Þá gangi verkefnið líka út á að opna umræðu um stöðu íslensks prjónaiðnaðar fyrr og nú og líta til framtíðar. Vann hjá Alexander McQueen Síðasta sýningarhelgi er næstu helgi, 23. til 24. nóvember. Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir. Andrea Fanney er klæðskerameistari og textílhönnuður. Síðustu ár hefur hún verið sjálfstætt starfandi hönnuður og stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Hún hefur hannað og framleitt prjónavörur á Íslandi síðan 2007. Hún bjó um tíma í Bretlandi, þar sem hún lærði og starfaði hjá fatahönnuðinum Alexander McQueen í London og nam síðar textílhönnun við Glasgow School of Art. Í kjölfarið tók hún við stöðu deildarstjóra við Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík.
Fuglar Reykjavík Landspítalinn Tengdar fréttir „Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“ Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu. 15. júní 2021 15:10 Landfylling í Sundahöfn tekur á sig mynd Vörubílar hafa ekið fimmtán þúsund ferðir með grjót, mold og möl úr grunni við nýja Landspítalann í Sundahöfnina. Þar er stór landfylling nú að taka á sig mynd. 9. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
„Guð forði okkur frá því að verði byggt þarna“ Ný landfylling í Sundahöfn er mikið deilumál og eru íbúar í Laugarnesi ekki parsáttir við það að verið sé að bæta í fyllinguna þessa dagana. Áætlanir eru uppi um að nýjar höfuðstöðvar Faxaflóahafna rísi þar sem verið er að koma landfyllingunni niður og eru íbúar á svæðinu áhyggjufullir um að náttúru- og útsýnisspjöll fylgi þessari uppbyggingu. 15. júní 2021 15:10
Landfylling í Sundahöfn tekur á sig mynd Vörubílar hafa ekið fimmtán þúsund ferðir með grjót, mold og möl úr grunni við nýja Landspítalann í Sundahöfnina. Þar er stór landfylling nú að taka á sig mynd. 9. nóvember 2019 20:00