Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 07:16 Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Málefni trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Sjá meira
Það er sumar í Berlín. Í fallegum húsakynnum þekktrar rannsóknarstofnunar í kynfræði situr maður á sextugsaldri við skriftir, sólin skín í gegnum gluggann á einbeitt andlitið. Hann er læknir, baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra og hefur um árabil rannsakað kynverund manneskjunnar. Hann hefur á undanförnum árum stutt dyggilega við hinsegin fólk í Berlín. Stofnun hans hefur veitt trans fólki atvinnu, athvarf og kynstaðfestandi þjónustu. Hann veit að til er fólk sem passar ekki inn í tvíhyggju kyns. Allt þetta, staðhæfir hann, er hluti náttúrulegrar fjölbreytni mannkyns. Út frá þessari lýsingu teldir þú kannski að árið væri 2024. En árið er 1924 og maðurinn á bak við skrifborðið er hinn goðsagnakenndi Magnus Hirschfeld. Nú, hundrað árum síðar, minnumst við enn hugrekkis hans og staðfestu, umhyggju hans fyrir öðru fólki. Snúum okkur að nútímanum. Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skorið upp herör gegn öllu því sem hann kallar ‘vók’. Orð sem áður táknaði meðvitund um stöðu jaðarsettra hópa í samfélaginu, og þá sérstaklega svartra, hefur verið gert að skammaryrði hjá repúblikönum og réttindabarátta trans fólks bæði gerð að aðhlátursefni og máluð upp að ósekju sem mikil ógn við meirihlutann. Réttindi trans fólks hafa nú þegar verið skert markvisst í fjölda ríkja Bandaríkjanna og ekki sér fyrir endann á því. Á lokaspretti kosningabaráttu Trump vestanhafs eyddi hann a.m.k. 35 milljónum Bandaríkjadollara í auglýsingar sem beindust sérstaklega gegn trans fólki og stuðningi Kamölu Harris við réttindi þeirra. Það er ekki tilviljun að Samtökin ‘78 hafa þurft að setja upp sérstaka upplýsingasíðu fyrir bandaríska hinsegin ríkisborgara sem velta fyrir sér þeim möguleika að flýja til Íslands. Meirihlutinn kaus gegn réttindum þeirra. Trans fólk er aðeins talið vera um 1% mannkyns. En þrátt fyrir það er leitun að þjóðfélagshópi sem hefur verið gerður jafn harkalega að pólitískum skotspóni á undanförnum árum - og þótt skýrasta dæmið í hinum vestræna heimi komi frá Bandaríkjunum, einskorðast þessi aðför að réttindum trans fólks og mannhelgi ekki við þau. Evrópa er ekki undanskilin og Norðurlöndin ekki heldur. Kannanir okkar í Samtökunum ‘78 sýna að hér á Íslandi hefur andstaða gegn trans réttindum meðal almennings aukist um 3,4% milli ára. 6. maí árið 1933 réðst stór hópur ungra manna á stofnun Magnusar Hirschfeld í Berlín. Þeir lögðu húsið í rúst, veittust að þeim sem þar dvöldu og fjarlægðu allar bækur úr hillunum. Nokkrum dögum síðar varð þetta gríðarmikla safn þekkingar um hinsegin tilveru eldmatur í einni af fyrstu bókabrennum nasista. Þú hefur líklega séð myndirnar af þessari brennu. Þær eru í kennslubókum. Í dag er alþjóðlegur minningardagur trans fólks. Við minnumst þeirra sem hafa verið myrt á árinu og þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi vegna fordóma samfélagsins. Við heiðrum minningu þeirra með því að halda áfram að berjast fyrir heimi þar sem allt fólk fær að tilheyra, þar sem hugrekki trans fólks til þess að vera þau sjálf er metið að verðleikum. Trans fólk hefur alltaf verið til og trans fólk verður alltaf til. Það sem samfélagið þarf að gera upp við sig er hvernig það vill láta minnast sín að hundrað árum liðnum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samtökunum ‘78.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar