Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar 19. nóvember 2024 16:33 Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi. Þann 12. júní 2021 skipaði þáverandi forsætisráðherra Íslands í samræmi við ályktun frá Alþingi nefnd sem var falið að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda. Var nefndinni gert að leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Niðurstöður nefndarinnar voru birtar á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann 8. júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Var velferðarnefnd Alþingis í framhaldinu falið að vinna úr þessum tillögum og ákveða næstu skref. Síðan eru liðnir 29 mánuðir. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent fyrirspurnir til velferðarnefndar, tekið málið upp á fundum með nefndinni og öðrum nefndum þingsins, skrifað forsætisráðherrum með reglulegu millibili, tekið málið upp í fjölmiðlum og rætt á fundum með þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekkert hefur verið gert í málinu. Á Íslandi er fjöldi fullorðinna einstaklinga sem samfélagið hefur algjörlega brugðist. Sumir þessara einstaklinga voru vistaðir til lengri eða skemmri tíma á stofnunum á vegum opinberra aðila (ríkis og sveitarfélag) hvar mannréttindi þeirra voru fótum troðin og lög brotin. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga sem dvöldu á stofnunum eða stöðum fyrir hálfri öld, heldur á þetta á einnig við um nútímann. Að þingmenn hafi trassað það í 29 mánuði að rækja lágmarks skyldur sínar gagnvart þessu fólki og aðstandendum þeirra er til háborinnar skammar! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma á vegum þessara aðila, voru yfir 200 þúsund beitt líkamlegu-, kynferðislegu- og/eða andlegu ofbeldi. Þann 12. júní 2021 skipaði þáverandi forsætisráðherra Íslands í samræmi við ályktun frá Alþingi nefnd sem var falið að safna saman ítarlegum upplýsingum um starfsemi stofnana fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir og fullorðna með geðrænan vanda. Var nefndinni gert að leggja mat á afmörkun, umfang og markmið rannsóknarinnar. Sérstök áhersla skyldi lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag. Niðurstöður nefndarinnar voru birtar á heimasíðu forsætisráðuneytisins þann 8. júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar eru eftirfarandi: Nefndin leggur til að rannsóknin fari fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gefi rannsóknarnefnd sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og sé einnig í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá er lagt til að rannsóknartímabilið verði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt er að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda sé á meðal nefndarmanna. Lögð er þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fái fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Að rannsóknin byggi á jafnræði hvað varðar afmörkun og umfang rannsóknar. Að rannsóknin byggi á gagnsæi, bæði hvað varðar verklag og niðurstöður. Loks eru settar fram mögulegar rannsóknarspurningar sem leitað yrði svara við. Var velferðarnefnd Alþingis í framhaldinu falið að vinna úr þessum tillögum og ákveða næstu skref. Síðan eru liðnir 29 mánuðir. Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent fyrirspurnir til velferðarnefndar, tekið málið upp á fundum með nefndinni og öðrum nefndum þingsins, skrifað forsætisráðherrum með reglulegu millibili, tekið málið upp í fjölmiðlum og rætt á fundum með þingflokkum stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekkert hefur verið gert í málinu. Á Íslandi er fjöldi fullorðinna einstaklinga sem samfélagið hefur algjörlega brugðist. Sumir þessara einstaklinga voru vistaðir til lengri eða skemmri tíma á stofnunum á vegum opinberra aðila (ríkis og sveitarfélag) hvar mannréttindi þeirra voru fótum troðin og lög brotin. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga sem dvöldu á stofnunum eða stöðum fyrir hálfri öld, heldur á þetta á einnig við um nútímann. Að þingmenn hafi trassað það í 29 mánuði að rækja lágmarks skyldur sínar gagnvart þessu fólki og aðstandendum þeirra er til háborinnar skammar! Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun