Klopp vildi fá Antony í stað Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 17:02 Mohamed Salah hefur verið frábær hjá Liverpool en sömu sögu er ekki hægt að segja um Antony. Getty/Stu Forster/James Gill Leikmaður, sem hefur verið hreinasta hörmung síðan að Manchester United eyddi meira en áttatíu milljónum punda í hann, átti sér aðdáanda í herbúðum erkifjendanna í Liverpool. Það geta flestir verið sammála um það að ein verstu kaupin í fótboltaheiminum síðustu ár hafi verið kaup United á Brasilíumanninum Antony frá Ajax árið 2022. Paul Joyce er einn virtasti blaðamaður í Englandi og hann er með sterk tengsl á Liverpool svæðinu. Þess vegna vekur sérstaka athygli ný fullyrðing hans um áhuga Jürgen Klopp á leikmanni United. „Það kom upp staða í viðræðum Salah við Liverpool fyrir tveimur árum þegar það þótti afar ólíklegt að samningar myndu nást,“ sagði Paul Joyce. Mo Salah er að renna út á samningi í sumar. Margt bendir til þess að hann fái nýjan samning hjá félaginu en þáverandi knattspyrnustjóri var farinn að horfa í kringum sig þegar allt var að sigla í strand í viðræðunum sumarið 2022. „Einn af möguleikunum sem Jürgen Klopp var að velta fyrir sér var að fá Antony í stað Salah,“ sagði Joyce. Antony var þá búinn að eiga að mjög gott tímabil með hollenska liðinu Ajax. Á endanum var það United sem keypti hann og gerði hann að þriðja dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. Það er hins vegar ljóst að Antony hefur ekki fundið sig með United í ensku úrvalsdeildinni. Uppskeran er 5 mörk í 56 leikjum á tveimur og hálfu ári. Í vetur hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Hann mun væntanlega vera seldur í janúar og þá fyrir aðeins brot að kaupverði sínum. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Sjá meira
Það geta flestir verið sammála um það að ein verstu kaupin í fótboltaheiminum síðustu ár hafi verið kaup United á Brasilíumanninum Antony frá Ajax árið 2022. Paul Joyce er einn virtasti blaðamaður í Englandi og hann er með sterk tengsl á Liverpool svæðinu. Þess vegna vekur sérstaka athygli ný fullyrðing hans um áhuga Jürgen Klopp á leikmanni United. „Það kom upp staða í viðræðum Salah við Liverpool fyrir tveimur árum þegar það þótti afar ólíklegt að samningar myndu nást,“ sagði Paul Joyce. Mo Salah er að renna út á samningi í sumar. Margt bendir til þess að hann fái nýjan samning hjá félaginu en þáverandi knattspyrnustjóri var farinn að horfa í kringum sig þegar allt var að sigla í strand í viðræðunum sumarið 2022. „Einn af möguleikunum sem Jürgen Klopp var að velta fyrir sér var að fá Antony í stað Salah,“ sagði Joyce. Antony var þá búinn að eiga að mjög gott tímabil með hollenska liðinu Ajax. Á endanum var það United sem keypti hann og gerði hann að þriðja dýrasta leikmanninum í sögu félagsins. Það er hins vegar ljóst að Antony hefur ekki fundið sig með United í ensku úrvalsdeildinni. Uppskeran er 5 mörk í 56 leikjum á tveimur og hálfu ári. Í vetur hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Hann mun væntanlega vera seldur í janúar og þá fyrir aðeins brot að kaupverði sínum. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Sjá meira