Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 19:28 Bjarndís Helga Tómasdóttir er formaður Samtakanna 78. Vísir Formaður Samtakanna 78 segir fjöldann allan af hinsegin fólki í Bandaríkjunum hafa haft samband og forvitnast um stöðu hinsegin fólks hér á landi eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í mánuðinum. Hún segir að þau sem hafa samband hafi áhyggjur af því að réttur þeirra til hjónabands verði tekinn af þeim og þar með rétturinn til barna sinna. Á heimasíðu samtakanna hefur sérstök upplýsingasíða verið sett upp á ensku fyrir Bandaríkjamenn, vegna fjölda fyrirspurna þeirra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir að sumt fólkið sé að skoða það af mikilli alvöru að flytja frá Bandaríkjunum. Staðan alvarleg fyrir konur og hinsegin „Staðan er náttúrulega bara grafalvarleg fyrir konur og hinsegin fólk í Bandaríkjunum núna, þannig við höfum bara mikla samúð með því,“ segir hún. Hún segir að beint eftir forsetakosningarnar vestanhafs hafi samtökin byrjað að fá fyrirspurnir frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Einnig hafi fólk komið inn til þeirra af götunum í leit að huggun og upplýsingum. „Við heyrum þetta líka frá öðrum hinsegin samtökum á Norðurlöndunum. Þannig að við settum upp svona upplýsingasíðu,“ segir hún. Ísland sé í öðru sæti á regnbogakorti Evrópu, og það sé því ekkert skrítið að hinsegin fólk vilji koma hingað. Fólk gæti misst réttindi sín Bjarndís segir að fólk hafi áhyggjur af því að ýmis réttindi gætu verið tekin af hinsegin fólki, sérstaklega í ljósi þess að dóminum í Roe vs Wade hafi verið snúið við. „Vegna þess að þeim dómi var snúið við, að þá sér fólk fyrir sér að nú verði auðveldara að snúa við rétti samkynja para til hjónabands og til barneigna. Þannig fólk í samkynja hjónaböndum er mikið að skoða það hvernig þau geta tryggt lagalega stöðu sína og réttindi gagnvart börnum sínum. Þetta er það sem fólk óttast,“ segir hún. Einnig hafi fólk áhyggjur af því að réttur fólks til að ákveða eigin kyn verði afnuminn, og réttindi trans barna. „Í raun öll grundvallaratriði hinsegin fólks er eitthvað sem fólk óttast núna í Bandaríkjunum,“ segir Bjarndís. Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Á heimasíðu samtakanna hefur sérstök upplýsingasíða verið sett upp á ensku fyrir Bandaríkjamenn, vegna fjölda fyrirspurna þeirra. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir að sumt fólkið sé að skoða það af mikilli alvöru að flytja frá Bandaríkjunum. Staðan alvarleg fyrir konur og hinsegin „Staðan er náttúrulega bara grafalvarleg fyrir konur og hinsegin fólk í Bandaríkjunum núna, þannig við höfum bara mikla samúð með því,“ segir hún. Hún segir að beint eftir forsetakosningarnar vestanhafs hafi samtökin byrjað að fá fyrirspurnir frá hinsegin fólki í Bandaríkjunum. Einnig hafi fólk komið inn til þeirra af götunum í leit að huggun og upplýsingum. „Við heyrum þetta líka frá öðrum hinsegin samtökum á Norðurlöndunum. Þannig að við settum upp svona upplýsingasíðu,“ segir hún. Ísland sé í öðru sæti á regnbogakorti Evrópu, og það sé því ekkert skrítið að hinsegin fólk vilji koma hingað. Fólk gæti misst réttindi sín Bjarndís segir að fólk hafi áhyggjur af því að ýmis réttindi gætu verið tekin af hinsegin fólki, sérstaklega í ljósi þess að dóminum í Roe vs Wade hafi verið snúið við. „Vegna þess að þeim dómi var snúið við, að þá sér fólk fyrir sér að nú verði auðveldara að snúa við rétti samkynja para til hjónabands og til barneigna. Þannig fólk í samkynja hjónaböndum er mikið að skoða það hvernig þau geta tryggt lagalega stöðu sína og réttindi gagnvart börnum sínum. Þetta er það sem fólk óttast,“ segir hún. Einnig hafi fólk áhyggjur af því að réttur fólks til að ákveða eigin kyn verði afnuminn, og réttindi trans barna. „Í raun öll grundvallaratriði hinsegin fólks er eitthvað sem fólk óttast núna í Bandaríkjunum,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira