Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Íþróttadeild Vísis skrifar 19. nóvember 2024 21:42 Valgeir Lunddal Friðriksson átti erfitt kvöld eins og öll varnarlína Íslands. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Landsliðsmenn Íslands áttu misgott kvöld í kaflaskiptum leik við Wales í kvöld en tapaðist full stórt. 4-1 sigur Wales niðurstaðan í leik þar sem Ísland hefði hæglega getað skorað fleiri. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Íslendingar hita upp í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Sjá meira
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður [6] Lítið út á hann að setja í mörkum Wales. Greip inn í þegar þurfti og skylduvörslurnar allar öruggar. Alfons Sampsted, hægri bakvörður [3] Missti af Cullen í fyrra markinu en var að valda tvo menn á þeim tímapunkti. Var í vandræðum eins og öll varnarlína Íslands. Fór meiddur af velli á 74. mínútu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður [3] Oft virkað öruggari. Virkaði stundum eins og það vantaði upp á tengingu milli hans og Guðlaugs. Þeir félagar hafa átt betri daga og gekk ekki vel að glíma við skyndisóknir Walesverja. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður [3] Tvö stór atvik þar sem hann tapar einvígjum sem hann verður fyrstur til að viðurkenna sjálfur að hann á að vinna og færi skapast í kjölfarið. Gekk eins og öðrum í vörninni illa að glíma við hraðar sóknir Walesverja. Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður [2] Gerði sig sekan um mistök í aðdraganda annars marksins með slæmri sendingu. Átti ekki einfalt verkefni fyrir höndum að takast á við hraða Brennan Johnson sem átti til að valda usla. Féll við þegar Johnson skoraði þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson, hægri kantmaður [6] Reyndi sitt besta og var fínn framan af. Duglegur í pressunni en minna sjáanlegur eftir því sem leið á. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður [6] Fínn í spili ásamt Jóa þegar Ísland hélt í boltann í fyrri hálfleik. Þreytulegur í lokin og fær verðskuldað gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður [5] Fór út af í hálfleik. Þreytulegur á köflum, Walesverjar komust stundum full auðveldlega í gegnum miðju Íslands. Góður á hinn endann og öflugur í spilinu. Átti frábæra fyrirgjöf sem mark Andra Lucasar kom upp úr. Jón Dagur Þorsteinsson, vinstri kantmaður [6] Duglegur í pressunni án bolta og áræðinn með bolta. Sótti alltaf á bakvörðinn þegar hann fékk boltann. Klúðraði tveimur upplögðum marktækifærum í röð snemma í síðari hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji [-] Orri Steinn var öflugur í þær rúmu tuttugu mínútur sem hann spilaði í kvöld. Skapaði færi fyrir Ísak snemma leiks og átti marktilraunina sem Andri Lucas fylgdi eftir er hann kom Íslandi yfir. Fór meiddur af velli. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji [7] Skoraði fyrsta mark Íslands úr einkar þröngri stöðu og það mark hækkar einkunn hans. Fékk önnur færi til að bæta við sem verr gekk að nýta. Duglegur í pressunni og telst besti maður Íslands á erfiðu kvöldi. Varamenn: Mikael Egill Ellertsson kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 25. mínútu [5] Týndur í fyrri en vann á eftir hléið og var meira ógnandi. Átakanlegur munur að hafa hann í fremstu víglínu þegar maður er vanur Orra Steini í þeirri stöðu. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Jóhann Berg Guðmundsson á 46. mínútu. [5] Tapaði boltanum í aðdraganda þriðja marks Wales. Var reglulega sundurslitið milli miðju og varnar þegar Walesverjar sóttu hratt og Stefán náði því miður ekki að tengja það betur saman. Dagur Dan Þórhallsson kom inn á fyrir Alfons Sampsted á 74. mínútu. [] Spilaði of lítið til að fá einkunn. Willum Þór Willumsson kom inn á fyrir Jón Dag Þorsteinsson á 74. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Íslendingar hita upp í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Í beinni: Rayo Vallecano - Barcelona | Snúið próf fyrir Börsunga Í beinni: Fram - Valur | Tæp staða toppliðsins Í beinni: Víkingur - Breiðablik | Risaleikur í Fossvogi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki