Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2024 19:16 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist ekki hafa rætt við landsliðsþjálfarann Age Hareide um framtíð hans í starfi. Staðan verði tekin eftir leik kvöldsins við Wales í Þjóðadeild karla. „Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
„Mér finnst ekki alveg rétt að vera að ræða þetta mál rétt fyrir leik. Samt sem áður, eins og allir vita, er gluggi núna fyrir báða aðila að endurskoða samninginn. Eins og staðan er í dag er bara mikilvægur leikur í dag, við einbeitum okkur að honum. Síðan skoðum við málin í rólegheitum eftir þennan leik og sjáum hvernig framhaldið verður,“ segir Þorvaldur í samtali við Aron Guðmundsson á Cardiff City-vellinum í Wales. Klippa: Þorvaldur tjáir sig um framtíð Hareide Þessi mál hafa sem sagt ekki verið rædd í aðdraganda verkefnisins? „Í rauninni ekki. Age er með samning áfram en það er þessi gluggi þar sem menn geta skoðað (framhaldið). Bæði hann og við. Við setjumst bara niður í rólegheitum. Fyrst og fremst er það þessi leikur í dag sem er mjög mikilvægur, stór leikur og við einbeitum okkur að honum,“ segir Þorvaldur. Langar þig að Hareide haldi áfram í starfi? „Við munum sjá og skoða það. Það er klárlega búið að ganga vel hjá honum. Við setjumst niður en erum ekki að velta öðru fyrir okkur en þessum leik í dag,“ segir Þorvaldur. Þá greindi Vísir frá því í dag að Ísland sæi fram á sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu í vor. Vegna framkvæmda á Laugardalsvelli mun Ísland spila heimaleik sinn í umspili Þjóðadeildarinnar í mars erlendis. Nokkrir leikstaðir eru til skoðunar samkvæmt Þorvaldi. „Við erum að skoða það og erum að kíkja á nokkur lönd. Við erum með tilboð frá nokkrum völlum. Vonandi getum við klárað það sem fyrst og tilkynnt þann völl sem við munum spila á. Það verður vonandi mjög góður völlur,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um þá velli sem væri til skoðunar vildi Þorvaldur ekki nefna sérstaka velli eða lönd. „Við munum klára þetta mjög fljótlega.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira