Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. nóvember 2024 06:02 Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Náttúruvernd á Íslandi hefur alla tíð verið varnarbarátta gegn ásókn virkjanaaðila í víðerni og villta náttúru landsins, ekki síst hálendisins. Það kom skýrt fram á kosningafundi Samorku í gær að það hefur sjaldan verið mikilvægara að tryggja rödd náttúrunnar á Alþingi Íslendinga. Fleiri og fleiri stjórnmálaflokkar vilja fjölga og flýta virkjunum og einfalda regluverk og á þann vagn eru nú Samfylkingin og Viðreisn líka komin eins og skýrt kom fram á fundinum í gær. Miðað við málflutning flestra framboða má ætla að áður óþekktur hraði verði í virkjanaframkvæmdum næstu árin. Formaður Samfylkingarinnar hefur til dæmis talað um 25% aukna orkuöflun á næstu 10 árum, að einfalda þurfi ferla fyrir virkjanir svo hægt sé að klára þær hratt og örugglega, og að stefnubreytingin byggi á samráði við orkufyrirtækin í landinu. Var þá ekkert samráð haft við náttúruverndarhreyfinguna? Það hringja alltaf viðvörunarbjöllur hjá mér þegar á að fara að einfalda ferla til að flýta fyrir virkjunum, þó svo að sagt sé að ekki eigi að gefa afslátt af umhverfismati, náttúruvernd eða aðkomu umhverfisverndarsamtaka. Þetta er ekki ný mantra. Hún hefur oft heyrst frá hagsmunaöflum og stjórnmálaflokkum sem aldrei hafa verið kennd við náttúruvernd. Það er allavega alveg ljóst að nú þegar flestir flokkar hafa stokkið á virkjanavagninn þá hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir náttúruverndarsinna á Alþingi. Við Vinstri græn mælumst lágt í könnunum um þessar mundir og við áttum okkur á því að við þurfum að vinna okkur inn traust kjósenda. Sérstaða okkar hefur alltaf verið sterk áhersla á náttúruvernd. Þetta sést meðal annars á fjölda friðlýsinga og áherslu á loftslagsmál þegar við höfum setið í umhverfisráðuneytinu. Núna þegar flokkar, sem maður er annars yfirleitt meira sammála en minna, fjarlægjast náttúruverndina, þá fer maður að hafa virkilegar áhyggjur af framhaldinu. Áhyggjur af því að ef VG dettur út af þingi þá verði fáir eða engir náttúruverndarsinnar á Alþingi til að tala máli náttúrunnar. Það væri mikil afturför og bakslag fyrir náttúruvernd í landinu, ekki síst þegar ofan á bætist að aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki raðað náttúruverndarsinnum ofarlega á lista sína, því miður. Hættan er sú að ef að viðnámið hverfur á Alþingi þá muni stóriðju- og virkjanasinnar sæta lagi. Á framboðslistum Vinstri grænna má finna frambjóðendur sem hafa víðtæka þekkingu og reynslu af umhverfis- og náttúruvernd, ekki síst fólk í efstu sætum. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnu okkar. Náttúran þarf að eiga öflugt talsfólk á þingi með þekkingu og reynslu. Fólk sem mun leggja sig fram um að vernda víðerni og villta náttúru og standa gegn taumlausri ásókn gróða- og virkjanaaðila. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og skipar 1. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun