Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 07:30 Lárus Orri Sigurðsson er á því að þetta sé komið gott hjá Åge Hareide og að hann eigi að hætta með íslenska landsliðið. Getty/Catherine Ivill/S2 Sport Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar Stöðvar 2 Sports, voru ekki sammála í gær þegar kom að umræðunni um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins og hvort að Åge Hareide eigi að halda áfram sem þjálfari liðsins. Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Albert Brynjar er mikill Åge maður og vill halda Norðmanninum í starfi en Lárus telur að þetta sé komið gott hjá Hareide. Lárus hélt mikla eldræðu um þjálfaramál landsliðsins. „Þú ert Þorvaldur Örlygsson. Rífur þú í gikkinn eða fær hann áframhaldandi samning,“ spurði Stefán Árni Pálsson og beindi orðum sínum til Lárusar. Fínn tímapunktur núna til að skipta „Ég held að það sé fínn tímapunktur núna til að skipta um landsliðsþjálfara. Ég held að við eigum að þakka honum fyrir þennan tíma. Hann kemur inn á mjög erfiðum tíma og er búinn að vera með okkur í eitt og hálft ár. Ég held að við eigum að þakka honum kærlega fyrir og finna einhvern annan sem er tilbúinn til að koma inn í þetta,“ sagði Lárus Orri. „Einhvern með kraft og einhvern með ástríðu fyrir þessu. Mér hefur fundist það svolítið vanta frá honum. Ég er búinn að fylgjast mjög vel með þessu frá því að hann kom. Ég hef verið í þessum útsendingum í öllum leikjunum hans,“ sagði Lárus. Þetta er allt of sumt „Hann er búinn að vera með liðið í sextán leikjum og það eru fimm sigrar. Tveir af þeim á móti Svartfjallalandi, einn á móti Ísrael og einn á móti Bosníu þar sem við lágum til baka í næstum því 90 mínútur á Laugardalsvelli og náðum í sigur. Flottur sigur. Svo einn á móti Liechtenstein. Þetta er allt of sumt,“ sagði Lárus „Hann fékk tækifæri. Hann fékk dauðasjens að koma okkur á lokamót. Tvo leiki. Einn á móti Ísrael sem voru vægast sagt slakir á móti okkur. Það var leikur sem við vorum í pínu ströggli með,“ sagði Lárus og fór aðeins yfir þann leik. „Svo förum við á móti Úkraínu og hugsanlega er hægt að segja það að Úkraína hafi verið með betra lið en við þar. Þar er hann með einn leik til að koma okkur á lokamót. Það tekst ekki,“ sagði Lárus. Ekki á svæðinu „Eftir þetta allt saman þá skilur hann okkur eftir að við erum að fara í umspil um að halda okkur uppi í B-deild,“ sagði Lárus. „Svo getum við farið út í allt saman hvað mér finnst um hann. Alla fundina sem hann heldur. Við getum farið út í umræðuna um að hann sé ekki á svæðinu,“ sagði Lárus sem hefur gagnrýnt mikið fjarfundi Hareide sem kemur sjaldnast til Íslands til að kynna landsliðshópa sína. „Ef við tökum bara heildarpakkann yfir þetta allt saman þá held ég að þetta sé bara fínn tími. Hann kom inn á erfiðum tíma og það þurfti einhvern reyndan þjálfara sem fengi smá frið. Hann fékk frið,“ sagði Lárus. Með mjög spennandi lið „Við erum með mjög spennandi lið í höndunum núna og við þurfum einhvern ferskan þjálfara inn með mikla ástríðu fyrir þessu. Við erum með hann klárann,“ sagði Lárus. „Hver er það,“ spurði Stefán Árni. „Ég myndi vilja sjá Arnar [Gunnlaugsson, þjálfara Víkinga] taka við þessu,“ sagði Lárus. Það má sjá alla eldræðu hans hér fyrir neðan. Klippa: Eldræða Lárusar Orra um þjálfaramál landsliðsins
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira