„Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Craig Bellamy veifaði fingri þegar Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, mótmælti þriðja marki Wales í gær. Davíð Snorri fékk að lokum gult spjald, eins og Bellamy hafði reyndar fengið fyrr í leiknum. Getty/Nick Potts Craig Bellamy stýrði Wales til 4-1 sigurs gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta í gærkvöldi og þar með vann Wales sinn riðil í B-deildinni, og komst beint upp í A-deild. Hann er stoltur af sjálfum sér og vill sýna fólki að hann sé enginn brjálæðingur. Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Bellamy komst stundum í fréttirnar fyrir vafasama hluti utan vallar, þegar hann var sjálfur leikmaður hjá Liverpool og Manchester City. Frægast er kannski þegar hann réðst á liðsfélaga sinn í Liverpool, John Arne Riise, og lamdi hann með golfkylfu. Sem landsliðsþjálfari Wales hefur Bellamy hins vegar verið yfirvegaður og sannfærandi, og eins og íslenskir blaðamenn geta vottað einnig vinalegur og duglegur við að hrósa andstæðingum í viðtölum. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður Vincent Kompany, fyrrverandi liðsfélaga síns, hjá bæði Anderlecht og Burnley, tók Bellamy við velska liðinu í júlí og undir hans stjórn hefur Wales ekki tapað einum einasta leik. „Mér finnst líklega mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur – ég er alveg með fullu viti,“ sagði Bellamy eftir sigurinn gegn Íslandi í gær. „Fólk hélt að ég myndi vera hlaupandi út á völl að ýta dómaranum og eitthvað slíkt, fá rautt spjald,“ sagði Bellamy sem fékk að vísu gult spjald fyrir mótmæli á leiknum í gær, líkt og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari Íslands. En það var ekkert óvenjulegt við hegðun Bellamy. Þið hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ „Það ýtti mér líklega út í þjálfun að vilja sýna að ég sé ekki svona [brjálæðingur sem ýtir dómaranum]. Fólk var oft að tala um skapið mitt. „Já en hvað með skapið í honum?“ Þá hugsaði ég: „Í alvöru? Núna fáið þið að sjá þessa hlið á mér.““ Bellamy, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Wales, bætti við: „En þið [fjölmiðlar] höfðuð áhyggjur og hugsuðuð: „Hvernig ætli hann muni haga sér?“ Ég get alveg skilið það. En ég verð enn rólegri og vinalegri þegar hlutirnir ganga illa. Núna er versti tíminn til að ná mér því tilfinningarnar mínar eru úti um allt. En treystið mér, maður kemst ekkert áfram með því að vera þannig,“ sagði Bellamy sem gerir sér grein fyrir því að einhvern tímann mun Wales tapa leik undir hans stjórn: „Ég er ekki það einfaldur að halda að þessar stundir komi ekki. Ég veit ekki hvenær en það mun gerast. Mér finnst eins og að sumir séu að bíða eftir því. Ég veit þetta og verð að vera rólegur yfir því,“ saðgi Bellamy.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira