Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir skrifa 21. nóvember 2024 09:15 Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Börn og uppeldi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú þegar átak Landverndar og Grænfánans, Nægjusamur Nóvember, er rúmlega hálfnað höfum við lært ýmsar leiðir til að tileinka okkur nægjusemi í lífinu. Ein sú sem hvað lengst hefur þjónað mannkyninu er útivera í náttúrunni. Rannsóknir sýna að útivist hefur jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Í Japan hafa skógarböð, eða Shinrin Yoku; til dæmis verið vinsæl lengi sem fyrirbyggjandi heilsumeðferð og sýnt hefur verið fram á mikil jákvæð áhrif þeirra. Í skógarböðunum er lögð áhersla á að virkja öll fimm skilningarvitin í skógarferðinni, slaka algjörlega á og tengja innri náttúru við þá ytri. Náttúrutenging er markvisst styrkt í starfi Grænfánaverkefnisins og hvetja mörg þemu í verkefninu þátttakendur til aukinnar útiveru og einnig kennara til að stunda útikennslu. Slík kennsla er tilvalin leið til að hvetja börn og ungmenni til að þekkja og þykja vænt um náttúruna og skilja áhrif okkar á hana. Útiveran er þá að sama skapi góð leið til átta sig á þeim jákvæðu áhrifum sem náttúran hefur á okkur. Smám saman má byggja upp áhuga og vitneskju um kerfi náttúrunnar og á sama tíma þakklæti fyrir þeirri þjónustu sem hún veitir okkur. Ein forsenda þess að fólk virði náttúruna, verndi hana og taki skynsamlegar ákvarðanir varðandi nýtingu hennar er að það kynnist náttúrunni og átti sig á mikilvægi hennar. Á vefsíðu íslenska Grænfánans má finna ýmis verkefni sem nýta má í útikennslu sem og í útiveru. Þar eru nemendur hvattir til að gerast forvitnir um náttúruna, rýna í smáatriði í umhverfinu og hugsa um það til dæmis hvernig hver lífvera gegnir hlutverki innan vistkerfisins. Í tilefni af Nægjusömum nóvember langar okkur að deila með ykkur verkefnum sem tilvalið er fyrir fjölskyldur, einstaklinga eða skólahópa að vinna út í náttúrunni. Náttúrubingó Náttúran við streitu Stafrófið í náttúrunni 10 hugmyndir fyrir vetrarútiveruna Frekari upplýsingar um viðburði, greinaskrif og verkefni í Nægjusömum nóvember má finna ávef hvatningarátaksins Borghildur Gunnarsdóttir og Ósk Kristinsdóttir sérfræðingar í menntateymi Landverndar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun