Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2024 09:32 Baldur og Bjarni eru saman í ÍR, feðgar. Pabbinn þjálfarinn og sonurinn sá markahæsti. Vísir/Bjarni Hann er sonur þjálfarans, fæddur árið 2007 en er markahæsti leikmaðurinn í efstu deild í handbolta hér á landi. Baldur Fritz Bjarnason ætlar sér alla leið. Baldur er leikmaður ÍR og þegar níu umferðir voru búnar í Olís-deild karla var hann með 8,8 mörk að meðaltali í leik, meira en allir aðrir í deildinni. Baldur er eins og margir vita sonur þjálfara ÍR-liðsins Bjarna Fritzsonar. Bjarni, faðir hans, var sjálfur markakóngur deildarinnar á sínum tíma. Bjarni varð markakóngur tímabilið 2011-12 þegar hann skoraði 163 mörk eða 7,7 mörk í leik fyrir lið Akureyrar. „Ég hef trú á sjálfum mér og hef verið að leggja inn mikla vinnu,“ segir Baldur en hann lék í næstefstu deild á síðasta tímabili og var partur af ÍR-liðinu sem komst upp í efstu deild síðasta vor. „Svo þegar leið á tímabilið þá bætti maður sig og þá jókst hlutverkið. Ég stefni alla leið á toppinn í handbolta en er að reyna að pæla ekkert svo mikið í því núna, bara einn dagur í einu. Það hefur alltaf verið draumur að komast út í atvinnumennskuna,“ segir Baldur. Fékk smá í magann „Þetta er bara stór hópur hjá okkur sem er að koma inn. Strákar sem eru fæddir árið 2007 og 2006. Þeir eru að fá ótrúlega stórt hlutverk og í sumar, þegar við náðum kannski ekki að sækja þá leikmenn sem við vildum þá viðurkenni ég það að ég fékk aðeins fyrir hjartað og hugsaði, ó nei þetta verður erfitt,“ segir Bjarni. Bjarni er höfundur barnabókanna um Orra Óstöðvandi en sagan af því hvernig sá karakter varð til tengist einmitt Baldri. „Það var í raun og veru Baldur sem fékk hugmyndina af Orra Óstöðvandi. Ég bjó til sjálfstyrkingarbók og Baldur las hana, nema hann las bara fyrstu fimm blaðsíðurnar og síðan hætti hann því honum fannst hún ekkert sérstaklega skemmtileg,“ segir Bjarni og hlær. Rætt var við þá feðga í Sportpakkanum á Stöð 2 í vikunni. Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Baldur er leikmaður ÍR og þegar níu umferðir voru búnar í Olís-deild karla var hann með 8,8 mörk að meðaltali í leik, meira en allir aðrir í deildinni. Baldur er eins og margir vita sonur þjálfara ÍR-liðsins Bjarna Fritzsonar. Bjarni, faðir hans, var sjálfur markakóngur deildarinnar á sínum tíma. Bjarni varð markakóngur tímabilið 2011-12 þegar hann skoraði 163 mörk eða 7,7 mörk í leik fyrir lið Akureyrar. „Ég hef trú á sjálfum mér og hef verið að leggja inn mikla vinnu,“ segir Baldur en hann lék í næstefstu deild á síðasta tímabili og var partur af ÍR-liðinu sem komst upp í efstu deild síðasta vor. „Svo þegar leið á tímabilið þá bætti maður sig og þá jókst hlutverkið. Ég stefni alla leið á toppinn í handbolta en er að reyna að pæla ekkert svo mikið í því núna, bara einn dagur í einu. Það hefur alltaf verið draumur að komast út í atvinnumennskuna,“ segir Baldur. Fékk smá í magann „Þetta er bara stór hópur hjá okkur sem er að koma inn. Strákar sem eru fæddir árið 2007 og 2006. Þeir eru að fá ótrúlega stórt hlutverk og í sumar, þegar við náðum kannski ekki að sækja þá leikmenn sem við vildum þá viðurkenni ég það að ég fékk aðeins fyrir hjartað og hugsaði, ó nei þetta verður erfitt,“ segir Bjarni. Bjarni er höfundur barnabókanna um Orra Óstöðvandi en sagan af því hvernig sá karakter varð til tengist einmitt Baldri. „Það var í raun og veru Baldur sem fékk hugmyndina af Orra Óstöðvandi. Ég bjó til sjálfstyrkingarbók og Baldur las hana, nema hann las bara fyrstu fimm blaðsíðurnar og síðan hætti hann því honum fannst hún ekkert sérstaklega skemmtileg,“ segir Bjarni og hlær. Rætt var við þá feðga í Sportpakkanum á Stöð 2 í vikunni.
Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira