Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 16:40 Síðast voru veitt verðlaun fyrir sjónvarpsþáttagerð hér á landi á Eddunni 2022. Hulda Margrét Ólafsdóttir Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið hafa stofnað til sérstakra íslenskra sjónvarpsverðlauna. Stefnt er að því að verðlaunin verði afhent í fyrsta sinn maí næstkomandi á sérstökum viðburði. Á viðburðinum verða veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt er á sjónvarpsstöðvum miðlanna. Í fréttatilkynningu segir að stofnað hafi verið til verðlaunanna eftir að ÍKSA ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á hinni árlegu Eddu-verðlaunahátíð. Fyrr á þessu ári voru því í fyrsta sinn eingöngu afhent verðlaun fyrir kvikmyndir á Eddunni og er það í fyrsta sinn sem sá háttur hefur verið á frá stofnun ÍKSA fyrir 25 árum. Enn liggur ekki fyrir hvað verðlaunahátíðin kemur til með að heita. Fram kemur í tilkynningu að sökum þess hve langt sé liðið frá því að verðlaun fyrir sjónvarpsefni voru síðast afhent verði á fyrsta viðburðinum afhent verðlaun fyrir lengra tímabil en verður að jafnaði. Þannig standi til á þessari fyrstu sjónvarpshátíð að afhenda verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. Áætlað sé að verðlaunin verði árlegur liður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Sýn Ríkisútvarpið Síminn Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Á viðburðinum verða veitt verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt er á sjónvarpsstöðvum miðlanna. Í fréttatilkynningu segir að stofnað hafi verið til verðlaunanna eftir að ÍKSA ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á hinni árlegu Eddu-verðlaunahátíð. Fyrr á þessu ári voru því í fyrsta sinn eingöngu afhent verðlaun fyrir kvikmyndir á Eddunni og er það í fyrsta sinn sem sá háttur hefur verið á frá stofnun ÍKSA fyrir 25 árum. Enn liggur ekki fyrir hvað verðlaunahátíðin kemur til með að heita. Fram kemur í tilkynningu að sökum þess hve langt sé liðið frá því að verðlaun fyrir sjónvarpsefni voru síðast afhent verði á fyrsta viðburðinum afhent verðlaun fyrir lengra tímabil en verður að jafnaði. Þannig standi til á þessari fyrstu sjónvarpshátíð að afhenda verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. Áætlað sé að verðlaunin verði árlegur liður og að í framtíðinni verði þau afhent fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Sýn Ríkisútvarpið Síminn Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira