Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. nóvember 2024 16:03 Craig Pedersen. Ísland. Körfubolti. Vísir/Sigurjón Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hlakkar til leiks Íslands við Ítalíu í undankeppni EM 2025 í Laugardalshöll í kvöld. Hann segir andann góðan í íslenska hópnum. „Ég finn strax að æfingarnar sem við tókum í sumar hjálpa til. Við erum snöggir að komast á sömu blaðsíðu, sem er yfirleitt staðan, en maður finnur að það er bæting hvað það varðar. Leikmennirnir eru snöggir að tengjast vel í spilamennskunni, liðsheildin er til staðar og andinn góður,“ segir Pedersen í samtali við Stöð 2 en íslenska liðið hefur ekki spilað leiki frá því í mars. Klippa: Strákarnir klárir í slaginn Martin Hermannsson tekur ekki þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ítölum vegna meiðsla. Pedersen vonast til að aðrir stígi upp í hans fjarveru. „Við höfum reynt að gefa mönnum sem spila minna mínútur og bygja upp þeirra reynslu svo þeir séu klárir þegar svona lagað kemur upp. Ég held við séum með menn sem eru tilbúnir að stíga upp. Það væri gott að hafa Martin en með svona gerist og vonandi stíga þeir upp,“ segir Pedersen. Ítalía er með fjögur stig eftir sigra á Ungverjum og Tyrkjum í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland eru með þrjú stig eftir sigur á þeim ungversku og naumt eins stigs tap fyrir Tyrkjum. Fram undan eru leikir heima og heiman við Ítali, sá fyrri í höllinni í kvöld og sá síðari ytra á mánudag. Pedersen segir að Ísland muni mæta tveimur mismunandi ítölskum liðum í leikjunum tveimur. „Manni skilst að EuroLeague leikmennirnir spili leikinn á Ítalíu. Þó við séum að spila við sama landið er eins og við séum að spila við tvö mismunandi lið. Þetta er því ekki alveg þetta klassíska einvígi heima og heiman. Þetta verður áhugavert. Við vonandi getum klárað okkar mál heima fyrir áður en við förum út,“ segir Pedersen. Ísland og Ítalía mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30 Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
„Ég finn strax að æfingarnar sem við tókum í sumar hjálpa til. Við erum snöggir að komast á sömu blaðsíðu, sem er yfirleitt staðan, en maður finnur að það er bæting hvað það varðar. Leikmennirnir eru snöggir að tengjast vel í spilamennskunni, liðsheildin er til staðar og andinn góður,“ segir Pedersen í samtali við Stöð 2 en íslenska liðið hefur ekki spilað leiki frá því í mars. Klippa: Strákarnir klárir í slaginn Martin Hermannsson tekur ekki þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Ítölum vegna meiðsla. Pedersen vonast til að aðrir stígi upp í hans fjarveru. „Við höfum reynt að gefa mönnum sem spila minna mínútur og bygja upp þeirra reynslu svo þeir séu klárir þegar svona lagað kemur upp. Ég held við séum með menn sem eru tilbúnir að stíga upp. Það væri gott að hafa Martin en með svona gerist og vonandi stíga þeir upp,“ segir Pedersen. Ítalía er með fjögur stig eftir sigra á Ungverjum og Tyrkjum í fyrstu tveimur leikjunum. Ísland eru með þrjú stig eftir sigur á þeim ungversku og naumt eins stigs tap fyrir Tyrkjum. Fram undan eru leikir heima og heiman við Ítali, sá fyrri í höllinni í kvöld og sá síðari ytra á mánudag. Pedersen segir að Ísland muni mæta tveimur mismunandi ítölskum liðum í leikjunum tveimur. „Manni skilst að EuroLeague leikmennirnir spili leikinn á Ítalíu. Þó við séum að spila við sama landið er eins og við séum að spila við tvö mismunandi lið. Þetta er því ekki alveg þetta klassíska einvígi heima og heiman. Þetta verður áhugavert. Við vonandi getum klárað okkar mál heima fyrir áður en við förum út,“ segir Pedersen. Ísland og Ítalía mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leiknum lýst beint á Vísi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30 Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46 Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
„Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Jón Axel Guðmundsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu eru í eldlínunni á næstu dögum þar sem þeir mæta Ítölum tvisvar sinnum á fjórum dögum í undankeppni EM. 22. nóvember 2024 07:30
Gafst upp á að læra frönskuna Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. 21. nóvember 2024 16:46
Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ „Þetta reynir á hausinn“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hefur glímt við töluvert rót á nýjum stað í Grikklandi. Hann segir fínt að komast aðeins heim í kuldann á klakanum. 21. nóvember 2024 08:33