„Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2024 13:18 Hraunið gleypti bílastæði lónsins utan varnargarða, og gámahús sem notað hefur verið sem salerni og töskugeymsla í leiðinni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir að þrátt fyrir dramatíska atburðarás þegar bílastæði lónsins fór undir hraun í gær, standi allt athafnasvæði lónsins styrkum fótum. „Við erum að sjá í gegnum atburðinn og þróunina og erum að meta stöðuna,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Allt eins og hefði mátt ætla Svæðið hafi verið tekið út síðan í gær, og ljóst sé að varnargarðar umhverfis lónið hafi virkað nákvæmlega sem skyldi. „Hrauntungan rennur meðfram varnargarðinum eins og gert var ráð fyrir, yfir okkar bílastæði og svo áfram. Þetta er bara að þróast eins og ætla hefði mátt.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninuVísir/Vilhelm Verið sé að skoða hvernig bílastæðamál verði leyst eftir að hraun flæddi yfir bílastæði við lónið. Bílastæði sem stendur utan varnargareðanna. Á vefsíðu lónsins segir að það verði lokað til og með sunnudags, hið minnsta. „Við erum alltaf að meta stöðuna hverju sinni, en það er ekki ólíklegt að við munum þurfa að framlengja lokun um nokkra daga. Við væntum þess að vera með skýrari mynd af því fyrir lok dags,“ segir Helga. Mögnuð vinna að baki „Það var gott að finna hvernig hönnun varnargarðanna hélt vel og í raun magnað hvað okkar sérfræðingar, svo sem verkfræðingar og þeir sem hafa komið að þessari vinnu hafa í raun og veru þróað magnaða varnargarða, og brugðist þannig við þessari stöðu með faglegum hætti.“ Helga segir Bláa lónið fullkomlega sveigjanlegt gagnvart þeim gestum sem hafi átt bókað í lónið, hvort sem fólk vilji breyta dagsetningum sínum eða einfaldlega fá endurgreitt. „Auðvitað standa vonir okkar til þess að geta opnað sem allra fyrst, enda mikilvægt að menn átti sig á því að allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða. Þar stendur allt vel eins og búist var við. Tjónið liggur í því að hraun fór yfir bílastæðið, þannig að okkar verkefni liggur í því að finna aðrar leiðir til þess að byggja upp aðstöðu fyrir bíla á svæðinu.“ Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
„Við erum að sjá í gegnum atburðinn og þróunina og erum að meta stöðuna,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu. Allt eins og hefði mátt ætla Svæðið hafi verið tekið út síðan í gær, og ljóst sé að varnargarðar umhverfis lónið hafi virkað nákvæmlega sem skyldi. „Hrauntungan rennur meðfram varnargarðinum eins og gert var ráð fyrir, yfir okkar bílastæði og svo áfram. Þetta er bara að þróast eins og ætla hefði mátt.“ Helga Árnadóttir er framkvæmdastjóri framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninuVísir/Vilhelm Verið sé að skoða hvernig bílastæðamál verði leyst eftir að hraun flæddi yfir bílastæði við lónið. Bílastæði sem stendur utan varnargareðanna. Á vefsíðu lónsins segir að það verði lokað til og með sunnudags, hið minnsta. „Við erum alltaf að meta stöðuna hverju sinni, en það er ekki ólíklegt að við munum þurfa að framlengja lokun um nokkra daga. Við væntum þess að vera með skýrari mynd af því fyrir lok dags,“ segir Helga. Mögnuð vinna að baki „Það var gott að finna hvernig hönnun varnargarðanna hélt vel og í raun magnað hvað okkar sérfræðingar, svo sem verkfræðingar og þeir sem hafa komið að þessari vinnu hafa í raun og veru þróað magnaða varnargarða, og brugðist þannig við þessari stöðu með faglegum hætti.“ Helga segir Bláa lónið fullkomlega sveigjanlegt gagnvart þeim gestum sem hafi átt bókað í lónið, hvort sem fólk vilji breyta dagsetningum sínum eða einfaldlega fá endurgreitt. „Auðvitað standa vonir okkar til þess að geta opnað sem allra fyrst, enda mikilvægt að menn átti sig á því að allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða. Þar stendur allt vel eins og búist var við. Tjónið liggur í því að hraun fór yfir bílastæðið, þannig að okkar verkefni liggur í því að finna aðrar leiðir til þess að byggja upp aðstöðu fyrir bíla á svæðinu.“
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59 Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09 Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Gist var í um tuttugu húsum í Grindavík í nótt og starfsemi er í einhverjum fyrirtækjum í bænum. Almannavarnir fylgjast vel með Njarvíkuæð sem er undir hrauni en segja ómögulegt að vita hversu mikinn þunga eða hita hún þolir. 22. nóvember 2024 12:59
Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir allt kapp lagt á það að vernda innviði á Reykjanesi. Fyllt hafi verið í skarð í varnargarð við Bláa lónið í gær en enn sé ekki þörf á að stækka varnargarðinn, það verði metið síðar. Einnig er unnið að því að skoða hvort hægt sé að gera nýjar akstursleiðir að Bláa lóninu og Northern Light inn en vegirnir að því eru undir hrauni. 22. nóvember 2024 11:09
Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar „Þetta er bara búið að vera mjög stöðugt í nótt,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þróun gossins á Reykjanesskaga. 22. nóvember 2024 07:08