Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Siggeir Ævarsson skrifar 23. nóvember 2024 17:02 Tvö mörk í upphafi leiks frá James Maddison fóru langt með að gera út um leikinn strax í byrjun Vísir/Getty Englandsmeistar Manchester City töpuðu sínum þriðja deildarleik í röð í dag þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Tottenham 0-4. Fyrir leik fögnuðu stuðningsmenn City með Rodri sem sýndi Gullbolta verðlaun sín en Rodri er með slitið krossband og verður fjarri góðu gamni um langa hríð. Rodri fagnaði Ballon d'Or verðlaununum fyrir leik með stuðningsmönnum CityVísir/Getty James Maddison kom gestunum í 0-2 með mörkum á 13. og 20. mínútu. Varnarleikur heimamanna var einu orði sagt skelfilegur í báðum mörkunum. Pedro Porro kom Tottenham svo í 0-3 í upphaf síðari hálfleiks. Eftir það nálguðust gestirnir frá Lundúnum leikinn mjög skynsamlega, vörðust vel og gáfu fá hættuleg færi á sér. Niðurlæging meistaranna var svo fullkomnuð í uppbótartíma þegar varamaðurinn Brennan Johnson skoraði fjórða mark leiksins og sitt fimmta mark í deildinni. City hefu nú tapað síðustu fimm leikjum sínum, einum í Meistaradeildinni, einum í bikar á móti Tottenham og þremur í deildinni, en þetta er í fyrsta sinn á stjóraferli Pep Guardiola sem það gerist. Enski boltinn
Englandsmeistar Manchester City töpuðu sínum þriðja deildarleik í röð í dag þegar liðið steinlá á heimavelli gegn Tottenham 0-4. Fyrir leik fögnuðu stuðningsmenn City með Rodri sem sýndi Gullbolta verðlaun sín en Rodri er með slitið krossband og verður fjarri góðu gamni um langa hríð. Rodri fagnaði Ballon d'Or verðlaununum fyrir leik með stuðningsmönnum CityVísir/Getty James Maddison kom gestunum í 0-2 með mörkum á 13. og 20. mínútu. Varnarleikur heimamanna var einu orði sagt skelfilegur í báðum mörkunum. Pedro Porro kom Tottenham svo í 0-3 í upphaf síðari hálfleiks. Eftir það nálguðust gestirnir frá Lundúnum leikinn mjög skynsamlega, vörðust vel og gáfu fá hættuleg færi á sér. Niðurlæging meistaranna var svo fullkomnuð í uppbótartíma þegar varamaðurinn Brennan Johnson skoraði fjórða mark leiksins og sitt fimmta mark í deildinni. City hefu nú tapað síðustu fimm leikjum sínum, einum í Meistaradeildinni, einum í bikar á móti Tottenham og þremur í deildinni, en þetta er í fyrsta sinn á stjóraferli Pep Guardiola sem það gerist.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti