Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 07:00 Tölvuteiknuð loftmynd af hvernig fangelsissvæðið á Stóra-Hrauni gæti litið út þegar það verður tilbúið árið 2028. Framkvæmdasýslan ríkiseignir Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti nýtt öryggisfangelsi sem á að rísa í landi Stóra-Hrauns, steinsnar frá Litla-Hrauni, á fundi á Eyrarbakka á miðvikudag. Greint var frá því í fyrra að ekki svaraði kostnaði að gera endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni sem er talið úr sér gengið. Lýsti ráðherrann, sem er jafnframt þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fangelsið á að rísa, stöðunni í fangelsismálum þannig að ráðast þyrfti í tafarlausar aðgerðir til þess að leiðrétta hana. Íslensk stjórnvöld hefðu fengið margar athugasemdir, meðal annars um aðbúnað kvenfanga og húsakostinn að Litla-Hrauni. Nýja fangelsið verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða. Sagði Guðrún það forsendu umbóta á fullnustukerfi refsinga sem hefur sætt gagnrýni vegna langra biðlista eftir afplánun. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sagði á kynningarfundinum að boðunarlistar hefðu lengst og dómar fyrnst í hlutfalli við þá. Hægt að bæta við 28 rýmum Ríkisjörðin Stóra-Hraun varð fyrir valinu sem heppilegt svæði fyrir nýtt öryggisfangelsi. Þar eiga að rísa fangadeildir, vinnustaðir, skóli og enduhæfingarhús fyrir fanga. Áætlað er að í framtíðinni verði þörf fyrir 128 afplánunarrými í öryggisfangelsi svo hægt sé að stytta biðlista eftir aflplánun og sjá til þess að refsingar fyrnist ekki vegna þeirra. Fangelsið á að rísa á jörðinni Stóra-Hrauni sem sést hér innan brotalínu, rétt norðaustan við Litla-Hraun.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Áformin á Stóra-Hrauni gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hundrað afplánunarrými og plássi til þess að byggja síðar annan búsetukjarna með 28 rýmum til viðbótar. Allir innviðir og stoðrými á fangelsissvæðinu verða tilbúin til að taka við þeim 28 rýmum þegar og ef ákveðið verður að byggja þau. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2028 er gert ráð fyrir 12,6 milljörðum króna í byggingu fangelsis sem á að koma í staðinn fyrir Litla-Hraun. Í kynningunni í síðustu viku kom fram að kostnaður við framkvæmdina væri metinn 16,6 milljarðar króna á verðlagi í janúar á þessu ári. Núvirt nemur hann um sautján milljörðum króna. Ef ákveðið yrði að reisa strax 128 afplánunarrými næmi kostnaðurinn nítján milljörðum króna að núvirði. Miðað við núverandi byggingaráform næmi kostnaður á hvern fanga um 173 milljónum króna. Ef ráðist yrði strax í byggingu 128 rýma næmi kostnaður á haus um 157 milljónum króna. Sýnishorn af byggingum og rýmum í nýja öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni sem voru sýnd á kynningarfundi á Eyrarbakka í siíðustu viku.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Tilbúið til afhendingar síðla árs 2028 Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á Stóra-Hrauni hefjist strax næsta vor samkvæmt tímalínu sem Nína Baldursdóttir, fulltrúi Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna, kynnti á fundinum á Eyrarbakka. Fangelsið eigi svo að vera tilbúið til afhendingar á síðasta ársfjórðungi ársins 2028. Fyrir utan möguleikann á að byggja 28 rýma búsetukjarna á fangelsislóðinni sagði Nína að mögulegt væri að stækka fangelsið enn frekar um 112 rými. Ef ekki væri þörf á að bæta við afplánunarrýmum væri hægt að nýta það í tengda starfsemi eins og kvennafangelsi eða opið fangelsi þar sem möguleiki væri á að samnýta innviði og starfskrafta að einhverju leyti. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Tengdar fréttir Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti nýtt öryggisfangelsi sem á að rísa í landi Stóra-Hrauns, steinsnar frá Litla-Hrauni, á fundi á Eyrarbakka á miðvikudag. Greint var frá því í fyrra að ekki svaraði kostnaði að gera endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni sem er talið úr sér gengið. Lýsti ráðherrann, sem er jafnframt þingmaður Suðurkjördæmis þar sem fangelsið á að rísa, stöðunni í fangelsismálum þannig að ráðast þyrfti í tafarlausar aðgerðir til þess að leiðrétta hana. Íslensk stjórnvöld hefðu fengið margar athugasemdir, meðal annars um aðbúnað kvenfanga og húsakostinn að Litla-Hrauni. Nýja fangelsið verður að norrænni fyrirmynd með áherslu á endurhæfingu og öryggi fanga og fangavarða. Sagði Guðrún það forsendu umbóta á fullnustukerfi refsinga sem hefur sætt gagnrýni vegna langra biðlista eftir afplánun. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, sagði á kynningarfundinum að boðunarlistar hefðu lengst og dómar fyrnst í hlutfalli við þá. Hægt að bæta við 28 rýmum Ríkisjörðin Stóra-Hraun varð fyrir valinu sem heppilegt svæði fyrir nýtt öryggisfangelsi. Þar eiga að rísa fangadeildir, vinnustaðir, skóli og enduhæfingarhús fyrir fanga. Áætlað er að í framtíðinni verði þörf fyrir 128 afplánunarrými í öryggisfangelsi svo hægt sé að stytta biðlista eftir aflplánun og sjá til þess að refsingar fyrnist ekki vegna þeirra. Fangelsið á að rísa á jörðinni Stóra-Hrauni sem sést hér innan brotalínu, rétt norðaustan við Litla-Hraun.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Áformin á Stóra-Hrauni gera ráð fyrir aðstöðu fyrir hundrað afplánunarrými og plássi til þess að byggja síðar annan búsetukjarna með 28 rýmum til viðbótar. Allir innviðir og stoðrými á fangelsissvæðinu verða tilbúin til að taka við þeim 28 rýmum þegar og ef ákveðið verður að byggja þau. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2025 til 2028 er gert ráð fyrir 12,6 milljörðum króna í byggingu fangelsis sem á að koma í staðinn fyrir Litla-Hraun. Í kynningunni í síðustu viku kom fram að kostnaður við framkvæmdina væri metinn 16,6 milljarðar króna á verðlagi í janúar á þessu ári. Núvirt nemur hann um sautján milljörðum króna. Ef ákveðið yrði að reisa strax 128 afplánunarrými næmi kostnaðurinn nítján milljörðum króna að núvirði. Miðað við núverandi byggingaráform næmi kostnaður á hvern fanga um 173 milljónum króna. Ef ráðist yrði strax í byggingu 128 rýma næmi kostnaður á haus um 157 milljónum króna. Sýnishorn af byggingum og rýmum í nýja öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni sem voru sýnd á kynningarfundi á Eyrarbakka í siíðustu viku.Framkvæmdasýslan ríkiseignir Tilbúið til afhendingar síðla árs 2028 Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á Stóra-Hrauni hefjist strax næsta vor samkvæmt tímalínu sem Nína Baldursdóttir, fulltrúi Framkvæmdasýslunnar ríkiseigna, kynnti á fundinum á Eyrarbakka. Fangelsið eigi svo að vera tilbúið til afhendingar á síðasta ársfjórðungi ársins 2028. Fyrir utan möguleikann á að byggja 28 rýma búsetukjarna á fangelsislóðinni sagði Nína að mögulegt væri að stækka fangelsið enn frekar um 112 rými. Ef ekki væri þörf á að bæta við afplánunarrýmum væri hægt að nýta það í tengda starfsemi eins og kvennafangelsi eða opið fangelsi þar sem möguleiki væri á að samnýta innviði og starfskrafta að einhverju leyti.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Tengdar fréttir Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Nýtt öryggisfangelsi á Stóra-Hrauni mun valda straumhvörfum í fullnustumálum á Íslandi. Ég kynnti byggingu fangelsisins í vikunni en um er að ræða mikilvægt verkefni sem snertir okkur öll. 23. nóvember 2024 10:30