Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. nóvember 2024 15:03 Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun, sem var einn af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu. Starfsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hafa verið á ferðinni um landið með fundi þar sem yfirskriftin er; "Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni”. Einn slíkur fór fram í vikunni á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi. Fundurinn var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að staða íbúðabygginga sé mun betri á Suðurlandi heldur en annars staðar úti á landi. „Það er mikil uppbygging á Suðurlandi og hún er í rauninni í takti við íbúðaþörfina á þessu ári og á næsta ári þannig að það þarf bara að halda dampi og halda því áfram svo hún detti ekki niður. Á Suðurlandinu er Sveitarfélagið Árborg með um helming íbúða í byggingu þannig að þeir eru langstærstir á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. En er mikil og brýn þörf á nýbyggingum á Suðurlandi? „Já, það er talsverð þörf og eins og tölur um sölutíma og söluverð segir okkur þá er eftirspurnin gífurleg þó á vextir séu mjög háir, þá er húsnæðisþörfin það mikil að íbúðirnar seljast,” bætir Jón Örn við. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg var einnig með erindi á fundinum en hjá honum kom m.a. fram að nú eru 2.500 íbúðir samþykktar eða í deiliskipulagsferli í sveitarfélaginu og aðrar 2.000 á teikniborðinu. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg sagði frá mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu þegar um nýjar íbúðir er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eru íbúðir lengi að seljast á Suðurlandi? Ein af glærunum frá Braga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í sögulegu samhengi tekur það mjög stuttan tíma eða 50 daga að klára söluna alveg, þar að segja kaupsamninginn,” segir Jón Örn. Hvað með íbúðaverð á svæðinu, hvernig er það? „Íbúðaverðið hefur sömuleiðis farið mjög hratt upp undan farin ár en frá 2017 hefur íbúðaverð á Suðurlandi tvöfaldast á föstu verðlagi þannig að íbúðaverðið er einmitt á mikilli uppleið núna,” segir Jón Örn að lokum. Mætingin á fundinn var þokkaleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Starfsmenn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar hafa verið á ferðinni um landið með fundi þar sem yfirskriftin er; "Samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni”. Einn slíkur fór fram í vikunni á Selfossi þar sem farið var yfir stöðu íbúðauppbyggingar á Suðurlandi. Fundurinn var haldin í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Jón Örn Gunnarsson sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir að staða íbúðabygginga sé mun betri á Suðurlandi heldur en annars staðar úti á landi. „Það er mikil uppbygging á Suðurlandi og hún er í rauninni í takti við íbúðaþörfina á þessu ári og á næsta ári þannig að það þarf bara að halda dampi og halda því áfram svo hún detti ekki niður. Á Suðurlandinu er Sveitarfélagið Árborg með um helming íbúða í byggingu þannig að þeir eru langstærstir á Suðurlandinu,” segir Jón Örn. En er mikil og brýn þörf á nýbyggingum á Suðurlandi? „Já, það er talsverð þörf og eins og tölur um sölutíma og söluverð segir okkur þá er eftirspurnin gífurleg þó á vextir séu mjög háir, þá er húsnæðisþörfin það mikil að íbúðirnar seljast,” bætir Jón Örn við. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg var einnig með erindi á fundinum en hjá honum kom m.a. fram að nú eru 2.500 íbúðir samþykktar eða í deiliskipulagsferli í sveitarfélaginu og aðrar 2.000 á teikniborðinu. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg sagði frá mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu þegar um nýjar íbúðir er að ræða.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað eru íbúðir lengi að seljast á Suðurlandi? Ein af glærunum frá Braga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Í sögulegu samhengi tekur það mjög stuttan tíma eða 50 daga að klára söluna alveg, þar að segja kaupsamninginn,” segir Jón Örn. Hvað með íbúðaverð á svæðinu, hvernig er það? „Íbúðaverðið hefur sömuleiðis farið mjög hratt upp undan farin ár en frá 2017 hefur íbúðaverð á Suðurlandi tvöfaldast á föstu verðlagi þannig að íbúðaverðið er einmitt á mikilli uppleið núna,” segir Jón Örn að lokum. Mætingin á fundinn var þokkaleg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Ölfus Byggingariðnaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira