Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 10:17 Albert Guðmundsson er núna leikmaður Fiorentina en er tilnefndur vegna afreka sinna með Genoa á síðustu leiktíð. Getty/Giuseppe Maffia Hvað eiga Cristiano Ronaldo, Andrea Pirlo, Zlatan Ibrahimovic og Albert Guðmundsson sameiginlegt? Að minnsta kosti það að hafa allir verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ítölsku A-deildinni í fótbolta. Hinir þrír hafa reyndar allir hlotið verðlaunin, sem veitt eru af Samtökum fótboltamanna á Ítalíu, en Albert er nú tilnefndur fyrstur Íslendinga. Hann er í hópi 23 leikmanna sem tilnefndir eru að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á galahátíð mánudagskvöldið 2. desember, í beinni útsendingu á Sky á Ítalíu. Um er að ræða verðlaun vegna frammistöðu á tímabilinu 2023-24. Albert, sem nú er leikmaður Fiorentina, átti þá stórkostlegt tímabil með þáverandi nýliðum Genoa. Hann endaði á að skora fjórtán mörk og varð í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar. Bara tilnefndur sem besti leikmaður Seria A 🤷🏼♂️ pic.twitter.com/NcvzmpGvCH— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 22, 2024 Albert hefur svo fylgt þessu eftir með því að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Fiorentina, en misst af stærstum hluta tímabilsins til þessa vegna meiðsla. Eins og fyrr segir er Albert einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem leikmaður ársins. Úr þessum hópi verður valið 11 manna úrvalslið og svo sá besti. Albert er þannig einn af sex sóknarmönnum sem eru tilnefndir. Í fyrra var Nígeríumaðurinn Victor Osimhen valinn bestur, vegna leiktíðarinnar 2022-23. Tilnefningarnar í ár: Markmenn: Di Gregorio, Maignan, Sommer. Varnarmenn: Bastoni, Bellanova, Bremer, Buongiorno, Calafiori, Dimarco, Dumfries, Theo Hernández. Miðjumenn: Barella, Çalhanoğlu, Dybala, Koopmeiners, Mkhitaryan, Rabiot. Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Lautaro Martínez, Leão, Lookman, Thuram, Zirkzee. Ítalski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Hinir þrír hafa reyndar allir hlotið verðlaunin, sem veitt eru af Samtökum fótboltamanna á Ítalíu, en Albert er nú tilnefndur fyrstur Íslendinga. Hann er í hópi 23 leikmanna sem tilnefndir eru að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á galahátíð mánudagskvöldið 2. desember, í beinni útsendingu á Sky á Ítalíu. Um er að ræða verðlaun vegna frammistöðu á tímabilinu 2023-24. Albert, sem nú er leikmaður Fiorentina, átti þá stórkostlegt tímabil með þáverandi nýliðum Genoa. Hann endaði á að skora fjórtán mörk og varð í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn A-deildarinnar. Bara tilnefndur sem besti leikmaður Seria A 🤷🏼♂️ pic.twitter.com/NcvzmpGvCH— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) November 22, 2024 Albert hefur svo fylgt þessu eftir með því að skora þrjú mörk í fjórum leikjum fyrir Fiorentina, en misst af stærstum hluta tímabilsins til þessa vegna meiðsla. Eins og fyrr segir er Albert einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem leikmaður ársins. Úr þessum hópi verður valið 11 manna úrvalslið og svo sá besti. Albert er þannig einn af sex sóknarmönnum sem eru tilnefndir. Í fyrra var Nígeríumaðurinn Victor Osimhen valinn bestur, vegna leiktíðarinnar 2022-23. Tilnefningarnar í ár: Markmenn: Di Gregorio, Maignan, Sommer. Varnarmenn: Bastoni, Bellanova, Bremer, Buongiorno, Calafiori, Dimarco, Dumfries, Theo Hernández. Miðjumenn: Barella, Çalhanoğlu, Dybala, Koopmeiners, Mkhitaryan, Rabiot. Sóknarmenn: Albert Guðmundsson, Lautaro Martínez, Leão, Lookman, Thuram, Zirkzee.
Ítalski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira