Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sindri Sverrisson skrifar 23. nóvember 2024 11:02 Ian Holloway tók nýverið við sem knattspyrnustjóri Swindon Town og óttast að það sé reimt á æfingasvæði liðsins. Getty/George Wood Knattspyrnustjórinn Ian Holloway, sem tók við Swindon Town á Englandi í október, telur að slæmt gengi liðsins gæti verið vegna þess að reimt sé á æfingavelli liðsins. Holloway segir að sér sé fúlasta alvara og að hann ætli að fá eiginkonu sína til að mæta á svæðið og reyna að semja við draugana, svo að friður fáist. „Ég flutti fyrstu liðsræðuna mína hérna og dyrnar opnuðust allt í einu upp á gátt. Ef þið skoðið hurðina þá sjáið þið að það hefði enginn getað opnað svona,“ sagði Holloway þegar hann fékk blaðamann New York Times í heimsókn. Holloway greindi fyrst frá þessum meinta draugagangi í viðtali við BBC, og telur eitthvað undarlegt á seyði eftir að fyrirliði Swindon, Ollie Clarke, sleit liðband í ökkla á æfingu í síðustu viku. Lið Swindon rambar á barmi falls úr ensku deildakeppninni en liðið er í 22. sæti D-deildarinnar, stigi frá fallsæti. Holloway vonast til þess að með því að sætta hina framliðnu verði gengi Swindon betra. „Ég er algjörlega miður mín svo ég ætla að reyna að „hreinsa“ æfingasvæðið hérna, því fólk er að segja mér að það séu draugar hérna,“ sagði Holloway. "Oh, that’s the ghost saying hello, Gaffer."There's something weird and it doesn't look good at Swindon Town's training ground.@RobTannerLCFC paid a visit to find out what's going on - and spoke to manager Ian Holloway, whose wife is 'cleansing' the site with sage.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2024 „Það er grafreitur einhvers staðar hérna nálægt. Í alvöru, ég er ekki að grínast,“ sagði Holloway. „Ég held að æfingasvæðið okkar sé mjög nálægt gömlum grafreit svo ég ætla að fá konuna mína til að koma hingað og biðja allt þetta fólk afsökunar, og vonandi fer lukkan þá að verða með okkur í liði.“ Treystir á salvíu frekar en piss Swindon hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu tíu leikjum en liðið náði þó í sitt fyrsta stig undir stjórn Holloway um síðustu helgi, með því að ná 2-2 jafntefli við Accrington eftir að hafa lent undir. Holloway ætlar ekki að ganga eins langt og Barry Fry, þáverandi stjóri Birmingham, gerði árið 1994 þegar hann pissaði í öll hornin á St Andrew‘s vellinum, í von um að losna við hundrað ára bölvun sem sögð var hvíla á leikvanginum. Birmingham vann í kjölfarið sjö af næstu tíu leikjum sínum, en féll þó á endanum niður um deild. „Ég vil ekki gera það sem hann gerði, með því að pissa í hornin á vellinum, en ég ætla að fá konuna mína til að koma hérna með salvíubúntið sitt,“ sagði Holloway, tilbúinn að prófa ýmislegt til þess að aflétta hinni meintu bölvun og koma sínu liði á réttan kjöl. Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Holloway segir að sér sé fúlasta alvara og að hann ætli að fá eiginkonu sína til að mæta á svæðið og reyna að semja við draugana, svo að friður fáist. „Ég flutti fyrstu liðsræðuna mína hérna og dyrnar opnuðust allt í einu upp á gátt. Ef þið skoðið hurðina þá sjáið þið að það hefði enginn getað opnað svona,“ sagði Holloway þegar hann fékk blaðamann New York Times í heimsókn. Holloway greindi fyrst frá þessum meinta draugagangi í viðtali við BBC, og telur eitthvað undarlegt á seyði eftir að fyrirliði Swindon, Ollie Clarke, sleit liðband í ökkla á æfingu í síðustu viku. Lið Swindon rambar á barmi falls úr ensku deildakeppninni en liðið er í 22. sæti D-deildarinnar, stigi frá fallsæti. Holloway vonast til þess að með því að sætta hina framliðnu verði gengi Swindon betra. „Ég er algjörlega miður mín svo ég ætla að reyna að „hreinsa“ æfingasvæðið hérna, því fólk er að segja mér að það séu draugar hérna,“ sagði Holloway. "Oh, that’s the ghost saying hello, Gaffer."There's something weird and it doesn't look good at Swindon Town's training ground.@RobTannerLCFC paid a visit to find out what's going on - and spoke to manager Ian Holloway, whose wife is 'cleansing' the site with sage.— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 23, 2024 „Það er grafreitur einhvers staðar hérna nálægt. Í alvöru, ég er ekki að grínast,“ sagði Holloway. „Ég held að æfingasvæðið okkar sé mjög nálægt gömlum grafreit svo ég ætla að fá konuna mína til að koma hingað og biðja allt þetta fólk afsökunar, og vonandi fer lukkan þá að verða með okkur í liði.“ Treystir á salvíu frekar en piss Swindon hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu tíu leikjum en liðið náði þó í sitt fyrsta stig undir stjórn Holloway um síðustu helgi, með því að ná 2-2 jafntefli við Accrington eftir að hafa lent undir. Holloway ætlar ekki að ganga eins langt og Barry Fry, þáverandi stjóri Birmingham, gerði árið 1994 þegar hann pissaði í öll hornin á St Andrew‘s vellinum, í von um að losna við hundrað ára bölvun sem sögð var hvíla á leikvanginum. Birmingham vann í kjölfarið sjö af næstu tíu leikjum sínum, en féll þó á endanum niður um deild. „Ég vil ekki gera það sem hann gerði, með því að pissa í hornin á vellinum, en ég ætla að fá konuna mína til að koma hérna með salvíubúntið sitt,“ sagði Holloway, tilbúinn að prófa ýmislegt til þess að aflétta hinni meintu bölvun og koma sínu liði á réttan kjöl.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira