Fréttastofa BBC greinir frá. Ýmsar eyjaþjóðir eiga í hættu að hverfa undir sjó vegna loftslagsbreytinga og hækkun sjávarmáls. Um 200 þjóðir reyna nú að komast að samkomulagi um fjárveitingu til þessara smáþjóða og annarra fátækri þjóða til að stemma stigu við áhrifum loftslagsbreytinga.
Í gær höfnuðu þessar þjóðir tilboði sem nam um 250 milljörðum bandaríkjadala á ári fyrir árið 2035. Blaðamaður BBC á vettvangi segir andrúmsloftið vera yfirfullt af spennu og mikil ringulreið hafi gripið um sig á ráðstefnunni. Enginn virðist vita hvað gerist næst.
Samtök minnst þróuðu landanna (the Least Developed Country group), sem eru hagsmunasamtök fátækustu þjóðanna, gengu út af fundi með forseta COP29 þar sem átti að ræða nýjasta tilboð ríkari þjóða sem nam um 300 milljörðum bandaríkjadala.
Samtökin telja tilboðið of lágt og krefjast þess að það verði hækkað í 500 milljarði bandaríkjadala. Einn fulltrúi sagði í samtali við BBC að ráðstefnunni gæti verið frestað eða aflýst.