„Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 07:32 Mohamed Salah fagnar hér sigurmarki sínu í gær, marki sem færði Liverpool átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Getty/Michael Steele Mohamed Salah er að renna út á samningi í sumar en frábær frammistaða hans inn á vellinum er án efa ein aðalástæðan fyrir því að Liverpool er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Phil McNulty, blaðamaður á breska ríkisútvarpinu, skrifar pistil um framtíð Salah eftir enn eina frábæru frammistöðuna um helgina. Salah skoraði þá tvívegis í seinni hálfleiknum í 3-2 endurkomusigri á Southampton á St. Mary's leikvanginum. McNulty vísaði meðal annars til borða meðal stuðningsmanna Liverpool í stúkunni sem kölluðu eftir því að Liverpool borgi Salah það sem hann á skilið. „Eftir þessar nýjustu hetjudáðir Salah þá er þurfa eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, að svara einfaldri spurningu. Hvernig geta þeir leyft þessum heimsklassa og stórkostlega leikmanni að labba í burtu fyrir ekkert í lok tímabilsins, leikmanni sem breytir leikjum,“ skrifaði McNulty. Hvað vill hann fá í laun? „Það er auðvitað ekki á hreinu, að minnsta kosti opinberlega, hvað Salah vill fá í laun. Hann getur auðvitað tryggt sér stóra eingreiðslu við undirritun fari hann til annars liðs á frjálsri sölu,“ skrifaði McNulty og nefnir þá reglu eigenda Liverpool að láta ekki leikmenn yfir þrítugt fá langa og stóra samninga. „Þetta eru eflaust viðkvæmar viðræður en þær verða taka mark á því að þótt að Salah sé orðin 32 ára gamall þá hefur hann aldrei verið betri. Hann er í undraverðu líkamlegu formi eins og hann sýndi okkur þegar hann fór úr treyjunni eftir sigurmarkið,“ skrifaði McNulty. „Þetta er ekki súperstjarna að eldast. Þetta er leikmaður að viðhalda frábæru formi sínu, fullur af ástríðu og metnaði sem spilar eins vel og leikmenn á sínum bestu árum,“ skrifaði McNulty. Efst á verkefnalistanum „Framtíð Salah verður að vera efst á verkefnalista eigendanna. Hvernig hann sá til þess að Liverpool missteig sig ekki í þessum krefjandi aðstæðum sannaði enn virði hans. Það heyrist líka hærra og hærra í stuðningsmönnum Liverpool sem vilja sjá þá ganga frá þessu ekki síst þeir sem horfa á hann fara á kostum í hverri viku. Það er eins og hann sé á persónulegri vegferð í að ná sínum öðrum meistaratitli með félaginu,“ skrifaði McNulty. „Salah segir ekki mikið opinberlega en hann lætur verkin tala inn á vellinum. FSG veit að því lengur sem þeir draga þetta því hærra heyrist í óánægðum stuðningsmönnum. Hver leikur og allar tölur eru enn frekari sönnun fyrir því að Liverpool verður bara að ganga frá þessum nýja samningi við Salah. Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield,“ skrifaði McNulty. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira