Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2024 11:46 Andri Steinn telur vert að taka skýrt fram að með því að strika Dag út en kjósa annan flokk sé sá hinn sami að gera kjörseðil sinn ógildan. vísir/vilhelm/facebook Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. „Það verður að koma þarna fram að það ógildi atkvæðið að fara eftir þessum fyrirmælum,“ segir Andri Steinn. Andri er að tala um grínaktuga frétt af orðahnippingum Dags B. Eggertssonar frambjóðanda Samfylkingarinnar og manns á Facebook sem spyr hvort hann kunni ekki að skammast sín? Dagur svarar snarlega og hvetur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Brandarar eru eins og að kryfja frosk, þú þarft að drepa hann til þess. En Dagur er þarna að hafa í flimtingum að ef einhver kýs tiltekinn flokk en strikar út frambjóðanda annars lista, þá er sá hinn sami að gera sitt atkvæði ógilt. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Andri Steinn. Hann telur ekki úr vegi að útskýra fyrir fólki hvað má og hvað ekki í þessu. Hann er þó ekki á því að það kveði rammt að þessu en hann hafi vissulega heyrt af slíkum tilvikum frá fólki úr talningunni. Og það hefur fréttastofan einnig gert. Til að mynda af manni sem fyrir löngu kaus í Kópavogi Samfylkinguna en lýsti því jafnframt hróðugur yfir að hann hefði strikað yfir Gunnar I. Birgisson oddvita Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Allur er varinn góður. Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Fleiri fréttir Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Sjá meira
„Það verður að koma þarna fram að það ógildi atkvæðið að fara eftir þessum fyrirmælum,“ segir Andri Steinn. Andri er að tala um grínaktuga frétt af orðahnippingum Dags B. Eggertssonar frambjóðanda Samfylkingarinnar og manns á Facebook sem spyr hvort hann kunni ekki að skammast sín? Dagur svarar snarlega og hvetur alla kjósendur Sjálfstæðisflokksins til að strika sig út. Brandarar eru eins og að kryfja frosk, þú þarft að drepa hann til þess. En Dagur er þarna að hafa í flimtingum að ef einhver kýs tiltekinn flokk en strikar út frambjóðanda annars lista, þá er sá hinn sami að gera sitt atkvæði ógilt. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit ekkert hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir Andri Steinn. Hann telur ekki úr vegi að útskýra fyrir fólki hvað má og hvað ekki í þessu. Hann er þó ekki á því að það kveði rammt að þessu en hann hafi vissulega heyrt af slíkum tilvikum frá fólki úr talningunni. Og það hefur fréttastofan einnig gert. Til að mynda af manni sem fyrir löngu kaus í Kópavogi Samfylkinguna en lýsti því jafnframt hróðugur yfir að hann hefði strikað yfir Gunnar I. Birgisson oddvita Sjálfstæðisflokksins þar í bæ. Allur er varinn góður.
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Innlent Börn hafi reynt að drepa önnur börn Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða Innlent Fleiri fréttir Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Sjá meira