Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 19:01 Bæli Diegós á pappírsstæðu við inngang verslunarinnar A4 í Skeifunni hefur verið tómt síðan hann var tekinn úr bælinu klukkan 18:41 í gær. Vísir/Bjarni Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kötturinn Diego ratar í fréttirnar en ríflega sextán þúsund manns eru í Facebook-hópnum Spottaði Diego þar sem fyrst var greint frá hvarfi hans í gærkvöldi. Diego hefur í nokkur ár verið fastagestur í völdum verslunum í Skeifunni þar sem hann á sitt eigið bæli. Tók leið 14 með Strætó og sagður fara út við Bíó Paradís Klukkan 18:41 í gær sást einstaklingur á öryggismyndavélum labba inn í A4 í Skeifunni, grípa köttinn Diego og hafa hann með sér á brott úr bæli sínu sem hann á í versluninni þar sem hann er tíður gestur „Við þekkjum hann bara mjög vel. Hann kemur hérna liggur við á hverjum degi, oftar en ekki bíður hann eftir okkur hérna, við opnum níu en hann er oft kominn hérna um átta þegar ég er að mæta og bíður eftir okkur,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni. Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni.Vísir/Bjarni Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag skoðaði starfsfólk verslunarinnar upptökur í öryggismyndavélum þar sem sjá má hvar Diego er numinn á brott. „Það kemur einstaklingur inn, klappar honum, tekur hann og labbar í burtu. Væntanlega sérstaklega til að nálgast köttinn vegna þess að hann kemur bara beint inn, að kettinum og út. Þetta er innan við ein mínúta. Þetta er innan við mínúta,“ segir Sigurborg sem biðlar til þess sem kann að hafa köttinn að koma honum aftur heim. Hún kveðst telja að karlmaður hafi verið að verki en það liggur þó ekki alveg ljóst fyrir. „Ef að þú ert sá einstaklingur sem ert með Diego þá bara vinsamlegast skila honum. Hans er sárt saknað, alls staðar,“ segir Sigurborg. Leitarráðum, kveðjum og kenningum um hugsanleg afdrif kattarins rignir inn á Facebook- hópinn Spottaði Diegó. Sjónarvottar segist hafa séð svartklæddan einstakling með rauða húfu og stór heyrnartól taka köttinn með sér í strætó, og haft eftir vagnstjóra að viðkomandi hafi farið úr vagninum með köttinn við Bíó Paradís. Síðan hefur ekkert til hans spurst eftir því sem fréttastofa kemst næst. Samtökin Dýrfinna og fjöldi sjálfboðaliða eru komin í málið en sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að lögreglan væri komin í málið. Bæli Diegos í Hagkaup.Vísir/Bjarni Skrítið að sjá bælið tómt Öryggismyndavélar Hagkaupa voru einnig skoðaðar í von um að myndir gætu varpað frekara ljósi á málið. Öryggisdeild fyrirtækisins var sett í það verkefni að rannsaka brotthvarf Diego og athuga hvort hann hafi verið sýnilegur nýlega í versluninni en það bar ekki árangur að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa. „Hann er með bælið sitt hér og er einn af okkur hér að heilsa kúnnum allan daginn. Þannig að það er svolítið skrítið að sjá bælið hans tómt núna en við vonum það allra besta og að þetta skýrist eins fljótt og hægt er,“ segir Sigurður. Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups.Vísir/Bjarni Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kötturinn Diego ratar í fréttirnar en ríflega sextán þúsund manns eru í Facebook-hópnum Spottaði Diego þar sem fyrst var greint frá hvarfi hans í gærkvöldi. Diego hefur í nokkur ár verið fastagestur í völdum verslunum í Skeifunni þar sem hann á sitt eigið bæli. Tók leið 14 með Strætó og sagður fara út við Bíó Paradís Klukkan 18:41 í gær sást einstaklingur á öryggismyndavélum labba inn í A4 í Skeifunni, grípa köttinn Diego og hafa hann með sér á brott úr bæli sínu sem hann á í versluninni þar sem hann er tíður gestur „Við þekkjum hann bara mjög vel. Hann kemur hérna liggur við á hverjum degi, oftar en ekki bíður hann eftir okkur hérna, við opnum níu en hann er oft kominn hérna um átta þegar ég er að mæta og bíður eftir okkur,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni. Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni.Vísir/Bjarni Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag skoðaði starfsfólk verslunarinnar upptökur í öryggismyndavélum þar sem sjá má hvar Diego er numinn á brott. „Það kemur einstaklingur inn, klappar honum, tekur hann og labbar í burtu. Væntanlega sérstaklega til að nálgast köttinn vegna þess að hann kemur bara beint inn, að kettinum og út. Þetta er innan við ein mínúta. Þetta er innan við mínúta,“ segir Sigurborg sem biðlar til þess sem kann að hafa köttinn að koma honum aftur heim. Hún kveðst telja að karlmaður hafi verið að verki en það liggur þó ekki alveg ljóst fyrir. „Ef að þú ert sá einstaklingur sem ert með Diego þá bara vinsamlegast skila honum. Hans er sárt saknað, alls staðar,“ segir Sigurborg. Leitarráðum, kveðjum og kenningum um hugsanleg afdrif kattarins rignir inn á Facebook- hópinn Spottaði Diegó. Sjónarvottar segist hafa séð svartklæddan einstakling með rauða húfu og stór heyrnartól taka köttinn með sér í strætó, og haft eftir vagnstjóra að viðkomandi hafi farið úr vagninum með köttinn við Bíó Paradís. Síðan hefur ekkert til hans spurst eftir því sem fréttastofa kemst næst. Samtökin Dýrfinna og fjöldi sjálfboðaliða eru komin í málið en sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að lögreglan væri komin í málið. Bæli Diegos í Hagkaup.Vísir/Bjarni Skrítið að sjá bælið tómt Öryggismyndavélar Hagkaupa voru einnig skoðaðar í von um að myndir gætu varpað frekara ljósi á málið. Öryggisdeild fyrirtækisins var sett í það verkefni að rannsaka brotthvarf Diego og athuga hvort hann hafi verið sýnilegur nýlega í versluninni en það bar ekki árangur að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa. „Hann er með bælið sitt hér og er einn af okkur hér að heilsa kúnnum allan daginn. Þannig að það er svolítið skrítið að sjá bælið hans tómt núna en við vonum það allra besta og að þetta skýrist eins fljótt og hægt er,“ segir Sigurður. Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups.Vísir/Bjarni
Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira