Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. nóvember 2024 18:01 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir Åge Hareide, fráfarandi landsliðsþjálfara karla hafa stigið til hliðar að eigin ósk. Hann skilji sáttur við og formaðurinn þakkar Hareide sömuleiðis fyrir vel unnin störf. „Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Ég átti samtal við Åge núna í dag, um tvöleytið. Þar áttum við gott samtal. Þar tjáði hann mér að hann teldi það best fyrir hann að stíga til hliðar og einbeita sér að sjálfum sér. Hann var ánægður með sitt starf en taldi þetta vera góðan tíma fyrir sig að stíga til hliðar og leyfa öðrum að taka við,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. Hareide hefur þegar farið í hnéskipti öðru megin en hefur verið þjáður vegna verkja í hinu hnénu síðustu misseri. Hnjáskiptaaðgerð er fram undan hjá Norðmanninum og það hafði sitt að segja um niðurstöðuna, að sögn Þorvaldar. Hareide hyggist huga að heilsunni. „Þetta er bara hans ákvörðun. Hann valdi þennan tímapunkt. Hann er að fara í hnéskiptaaðgerð og vildi bara fara að einbeita sér að því núna. Hann vildi eflaust vera lengur en taldi þetta góðan punkt og góða tímasetningu. Hann hefur skilað góðu verk fyrir okkur, það eru góðir drengir að koma í gegn og við lítum til framtíðar,“ segir Þorvaldur. Bæði KSÍ og Hareide höfðu tök á því að segja samningi Norðmannsins upp til 30. nóvember næst komandi. Mikil umræða hefur skapast um framhaldið síðustu vikur og hvort annar aðilinn myndi nýta það ákvæði. „Það er búið að tala lengi um þennan ágæta glugga, síðan ég byrjaði í starfi, báðir aðilar gátu skoðað það, hann hafði möguleika á því. Maður veit svo sem aldrei hver næstu skref eru. Þetta er staðan, þá er næsta skref að halda áfram. Það er alltaf sama í fótboltanum, maður vaknar á morgnana og heldur áfram,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hver nálgun stjórnenda KSÍ hafi verið áður en kom að ákvörðun Hareide segir Þorvaldur framtíð hans í starfi hafa verið rædda en aldrei hafi komið til þess að ákvörðun yrði tekin af hálfu KSÍ um framhald samstarfsins. „Stjórnin velti þessu fyrir sér og skoðaði málið. En það kom svo sem aldrei til þess. Åge tók þess ákvörðun og við skoðum okkar mál áfram. Núna er okkar verkefni að skoða næstu skref, það er að segja að leita að nýjum þjálfara. Gerum það vel, vöndum til verksins og ég efast ekki um að þegar þetta er komið út að margir þjálfarar bjóði sig fram,“ segir Þorvaldur. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að ofan.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira