Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 08:02 Åge Hareide sést hér í síðasta leiknum sínum þegar Ísland tapaði á móti Wales i Þjóðadeildinni. Getty/James Gill Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. Hinn 71 árs gamli Hareide lýsti þessu yfir í hlaðvarpsþættinum „Bakrommet“ sem er þáttur á vegum norska ríkisútvarpsins. NRK sagði frá þessu á fréttasíðu sinni áður en þátturinn fór í loftið. „Ég hef ákveðið þetta. Það er kominn tími hjá mér að hætta. Ég er með slæmt hné. Ég verð að vera í toppformi ætli ég mér að sinna þessu,“ sagði Åge Hareide í hlaðvarpsþættinum. Frétt NRK um Åge Hareide og að hann sé hættur þjálfun.NRK Hareide var spurður af því hvernig tilfinning það væri að þjálfaraferlinum sé nú lokið. „Ég hugsa ekki mikið um það,“ sagði Hareide en verður hann ekki að hugsa um það núna? „Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki byrjað að hugsa um þetta ennþá. Mér líkar þetta ekki en svona er þetta bara. Það er vitjunartími á allt,“ sagði Hareide. Ståle Solbakken, þjálfari norska fótboltalandsliðsins, þekkir vel Hareide og hafði rætt við hann áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þetta kom honum því ekki á óvart. „Ég ræddi við Åge fyrir síðasta landsliðsglugga. Þar talaði hann um að þetta yrði raunin svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Solbakken við NRK. „Hann er mikill meistari í endurkomum svo það er nú ekki alveg öruggt að við sjáum hann ekki aftur,“ sagði Solbakken. Solbakken hrósar Hareide líka fyrir framlag hans til norska fótboltans sem hann telur afar mikilvægt og lítur hann á Hareide sem brautryðjanda meðal norskra þjálfara bæði heima í Noregi sem og erlendis. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
Hinn 71 árs gamli Hareide lýsti þessu yfir í hlaðvarpsþættinum „Bakrommet“ sem er þáttur á vegum norska ríkisútvarpsins. NRK sagði frá þessu á fréttasíðu sinni áður en þátturinn fór í loftið. „Ég hef ákveðið þetta. Það er kominn tími hjá mér að hætta. Ég er með slæmt hné. Ég verð að vera í toppformi ætli ég mér að sinna þessu,“ sagði Åge Hareide í hlaðvarpsþættinum. Frétt NRK um Åge Hareide og að hann sé hættur þjálfun.NRK Hareide var spurður af því hvernig tilfinning það væri að þjálfaraferlinum sé nú lokið. „Ég hugsa ekki mikið um það,“ sagði Hareide en verður hann ekki að hugsa um það núna? „Nei, ég veit það ekki. Ég hef ekki byrjað að hugsa um þetta ennþá. Mér líkar þetta ekki en svona er þetta bara. Það er vitjunartími á allt,“ sagði Hareide. Ståle Solbakken, þjálfari norska fótboltalandsliðsins, þekkir vel Hareide og hafði rætt við hann áður en ákvörðunin var gerð opinber. Þetta kom honum því ekki á óvart. „Ég ræddi við Åge fyrir síðasta landsliðsglugga. Þar talaði hann um að þetta yrði raunin svo þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Solbakken við NRK. „Hann er mikill meistari í endurkomum svo það er nú ekki alveg öruggt að við sjáum hann ekki aftur,“ sagði Solbakken. Solbakken hrósar Hareide líka fyrir framlag hans til norska fótboltans sem hann telur afar mikilvægt og lítur hann á Hareide sem brautryðjanda meðal norskra þjálfara bæði heima í Noregi sem og erlendis.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira