Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Þessir þrír hafa náð bestum árangri með karlalandsliðið í fótbolta á öldinni. Lars Lagerbäck, Åge Hareide og Heimir Hallgrímsson. Getty/Alex Grimm/James Gill Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira