Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 10:34 Rússar eru farnir að nota sífellt fleiri Shahed dróna og margar útgáfur af þeim. AP Photo/Efrem Lukatsky Rússar gerðu sína umfangsmestu drónaárás á Úkraínu í nótt. Ráðamenn í Úkraínu segja 188 dróna hafa verið notaða til árásarinnar en Rússar hafa aldrei áður notað svo marga dróna á einum degi. Árásin beindist að orkuvinnviðum í Úkraínu og ollu drónarnir skemmdum á íbúðarhúsum í nokkrum héruðum landsins. Auk dróna skutu Rússar fjórum Iskander-M skotflaugum. Herforingjaráð Úkraínu segir 76 dróna hafa verið skotna niður og aðra hafa týnst og þá líklega vegna rafrænna varna og truflunarsendinga Rússa. Þá segir herforingjaráðið að fimm drónar hafi flogið til Belarús. Flestir drónarnir eru sagðir hafa verið af gerðinni Shahed, sem Rússar fengu upprunalega frá Íran og framleiða nú í miklu magni sjálfir. Það eru sjálfsprengidrónar en Rússar eru einnig farnir að framleiða ódýrari dróna sem eiga að trufla loftvarnarkerfi Úkraínumanna með truflunarsendingum og öðrum leiðum og var einnig notast við slíka dróna í nótt. Engar fregnir hafa borist af mannfalli vegna árásarinnar. Árásin olli þó rafmagnsleysi í borginni Ternopil í vesturhluta Úkraínu og í mest öllu Ternopil-héraði. Reuters hefur eftir héraðsstjóra Ternopil að árásin hafi valdið töluverðum skaða og það muni taka langan tíma að laga skemmdirnar, með tilheyrandi truflunum fyrir íbúa héraðsins. Árásin er einnig sögð hafa valdið skemmdum á öðrum innviðum eins og heitu vatni og drykkjarvatni. Talið er að þær skemmdir verði þau auðveldara að laga. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á innviði og íbúðarhús í Úkraínu á undanförnum mánuðum með drónum, eldflaugum og kröftugum svifsprengjum. Auka framleiðslugetu á eldflaugum í Norður-Kóreu Rússar hafa fengið mikið magn hergagna frá Norður-Kóreu frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Meðal annars hafa þeir fengið mikið magn skotfæra fyrir stórskotalið og skammdrægar eldflaugar til árása í Úkraínu. Útlit er fyrir að í staðinn sé Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, að fá hernaðaraðstoð og hernaðartækni frá Rússlandi. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að miklar framkvæmdir eigi sér stað við eina af helstu eldflaugaverksmiðjum Norður-Kóreu. Þar eru svokallaðar KN-23 eldflaugar framleiddar og þær hafa Rússar notað til árása í Úkraínu. Frá hergagnasýningu í Pyongyang í Norður-Kóreu í síðustu viku.AP/KCNA Í frétt Reuters segir að umræddar myndir hafi verið teknar í október og eru þær sagðar sýna að unnið sé að aukinni framleiðslugetu í verksmiðjunni. Sérfræðingar hugveitunnar James Martin Center for Nonproliferation Studies telja að til standi að auka framleiðslugetu töluvert og benda á að verið sé að reisa nýtt verksmiðjuhúsnæði sem bæti allt að sjötíu prósentum við það svæði þar sem unnið sé í verksmiðjunni. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sýndu í fyrra myndir af Kim í verksmiðjunni og mátti sjá starfsfólk vinna að því að setja saman KN-23 eldflaugar. Þær eldflaugar eru hannaðar til að fljúga nærri jörðinni og eiga þannig að komast hjá loftvarnarkerfum. Þær voru fyrst teknar í notkun árið 2019. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09 Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Auk dróna skutu Rússar fjórum Iskander-M skotflaugum. Herforingjaráð Úkraínu segir 76 dróna hafa verið skotna niður og aðra hafa týnst og þá líklega vegna rafrænna varna og truflunarsendinga Rússa. Þá segir herforingjaráðið að fimm drónar hafi flogið til Belarús. Flestir drónarnir eru sagðir hafa verið af gerðinni Shahed, sem Rússar fengu upprunalega frá Íran og framleiða nú í miklu magni sjálfir. Það eru sjálfsprengidrónar en Rússar eru einnig farnir að framleiða ódýrari dróna sem eiga að trufla loftvarnarkerfi Úkraínumanna með truflunarsendingum og öðrum leiðum og var einnig notast við slíka dróna í nótt. Engar fregnir hafa borist af mannfalli vegna árásarinnar. Árásin olli þó rafmagnsleysi í borginni Ternopil í vesturhluta Úkraínu og í mest öllu Ternopil-héraði. Reuters hefur eftir héraðsstjóra Ternopil að árásin hafi valdið töluverðum skaða og það muni taka langan tíma að laga skemmdirnar, með tilheyrandi truflunum fyrir íbúa héraðsins. Árásin er einnig sögð hafa valdið skemmdum á öðrum innviðum eins og heitu vatni og drykkjarvatni. Talið er að þær skemmdir verði þau auðveldara að laga. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á innviði og íbúðarhús í Úkraínu á undanförnum mánuðum með drónum, eldflaugum og kröftugum svifsprengjum. Auka framleiðslugetu á eldflaugum í Norður-Kóreu Rússar hafa fengið mikið magn hergagna frá Norður-Kóreu frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Meðal annars hafa þeir fengið mikið magn skotfæra fyrir stórskotalið og skammdrægar eldflaugar til árása í Úkraínu. Útlit er fyrir að í staðinn sé Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, að fá hernaðaraðstoð og hernaðartækni frá Rússlandi. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að miklar framkvæmdir eigi sér stað við eina af helstu eldflaugaverksmiðjum Norður-Kóreu. Þar eru svokallaðar KN-23 eldflaugar framleiddar og þær hafa Rússar notað til árása í Úkraínu. Frá hergagnasýningu í Pyongyang í Norður-Kóreu í síðustu viku.AP/KCNA Í frétt Reuters segir að umræddar myndir hafi verið teknar í október og eru þær sagðar sýna að unnið sé að aukinni framleiðslugetu í verksmiðjunni. Sérfræðingar hugveitunnar James Martin Center for Nonproliferation Studies telja að til standi að auka framleiðslugetu töluvert og benda á að verið sé að reisa nýtt verksmiðjuhúsnæði sem bæti allt að sjötíu prósentum við það svæði þar sem unnið sé í verksmiðjunni. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sýndu í fyrra myndir af Kim í verksmiðjunni og mátti sjá starfsfólk vinna að því að setja saman KN-23 eldflaugar. Þær eldflaugar eru hannaðar til að fljúga nærri jörðinni og eiga þannig að komast hjá loftvarnarkerfum. Þær voru fyrst teknar í notkun árið 2019.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09 Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09
Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48
Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38