Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 10:34 Rússar eru farnir að nota sífellt fleiri Shahed dróna og margar útgáfur af þeim. AP Photo/Efrem Lukatsky Rússar gerðu sína umfangsmestu drónaárás á Úkraínu í nótt. Ráðamenn í Úkraínu segja 188 dróna hafa verið notaða til árásarinnar en Rússar hafa aldrei áður notað svo marga dróna á einum degi. Árásin beindist að orkuvinnviðum í Úkraínu og ollu drónarnir skemmdum á íbúðarhúsum í nokkrum héruðum landsins. Auk dróna skutu Rússar fjórum Iskander-M skotflaugum. Herforingjaráð Úkraínu segir 76 dróna hafa verið skotna niður og aðra hafa týnst og þá líklega vegna rafrænna varna og truflunarsendinga Rússa. Þá segir herforingjaráðið að fimm drónar hafi flogið til Belarús. Flestir drónarnir eru sagðir hafa verið af gerðinni Shahed, sem Rússar fengu upprunalega frá Íran og framleiða nú í miklu magni sjálfir. Það eru sjálfsprengidrónar en Rússar eru einnig farnir að framleiða ódýrari dróna sem eiga að trufla loftvarnarkerfi Úkraínumanna með truflunarsendingum og öðrum leiðum og var einnig notast við slíka dróna í nótt. Engar fregnir hafa borist af mannfalli vegna árásarinnar. Árásin olli þó rafmagnsleysi í borginni Ternopil í vesturhluta Úkraínu og í mest öllu Ternopil-héraði. Reuters hefur eftir héraðsstjóra Ternopil að árásin hafi valdið töluverðum skaða og það muni taka langan tíma að laga skemmdirnar, með tilheyrandi truflunum fyrir íbúa héraðsins. Árásin er einnig sögð hafa valdið skemmdum á öðrum innviðum eins og heitu vatni og drykkjarvatni. Talið er að þær skemmdir verði þau auðveldara að laga. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á innviði og íbúðarhús í Úkraínu á undanförnum mánuðum með drónum, eldflaugum og kröftugum svifsprengjum. Auka framleiðslugetu á eldflaugum í Norður-Kóreu Rússar hafa fengið mikið magn hergagna frá Norður-Kóreu frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Meðal annars hafa þeir fengið mikið magn skotfæra fyrir stórskotalið og skammdrægar eldflaugar til árása í Úkraínu. Útlit er fyrir að í staðinn sé Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, að fá hernaðaraðstoð og hernaðartækni frá Rússlandi. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að miklar framkvæmdir eigi sér stað við eina af helstu eldflaugaverksmiðjum Norður-Kóreu. Þar eru svokallaðar KN-23 eldflaugar framleiddar og þær hafa Rússar notað til árása í Úkraínu. Frá hergagnasýningu í Pyongyang í Norður-Kóreu í síðustu viku.AP/KCNA Í frétt Reuters segir að umræddar myndir hafi verið teknar í október og eru þær sagðar sýna að unnið sé að aukinni framleiðslugetu í verksmiðjunni. Sérfræðingar hugveitunnar James Martin Center for Nonproliferation Studies telja að til standi að auka framleiðslugetu töluvert og benda á að verið sé að reisa nýtt verksmiðjuhúsnæði sem bæti allt að sjötíu prósentum við það svæði þar sem unnið sé í verksmiðjunni. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sýndu í fyrra myndir af Kim í verksmiðjunni og mátti sjá starfsfólk vinna að því að setja saman KN-23 eldflaugar. Þær eldflaugar eru hannaðar til að fljúga nærri jörðinni og eiga þannig að komast hjá loftvarnarkerfum. Þær voru fyrst teknar í notkun árið 2019. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09 Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Auk dróna skutu Rússar fjórum Iskander-M skotflaugum. Herforingjaráð Úkraínu segir 76 dróna hafa verið skotna niður og aðra hafa týnst og þá líklega vegna rafrænna varna og truflunarsendinga Rússa. Þá segir herforingjaráðið að fimm drónar hafi flogið til Belarús. Flestir drónarnir eru sagðir hafa verið af gerðinni Shahed, sem Rússar fengu upprunalega frá Íran og framleiða nú í miklu magni sjálfir. Það eru sjálfsprengidrónar en Rússar eru einnig farnir að framleiða ódýrari dróna sem eiga að trufla loftvarnarkerfi Úkraínumanna með truflunarsendingum og öðrum leiðum og var einnig notast við slíka dróna í nótt. Engar fregnir hafa borist af mannfalli vegna árásarinnar. Árásin olli þó rafmagnsleysi í borginni Ternopil í vesturhluta Úkraínu og í mest öllu Ternopil-héraði. Reuters hefur eftir héraðsstjóra Ternopil að árásin hafi valdið töluverðum skaða og það muni taka langan tíma að laga skemmdirnar, með tilheyrandi truflunum fyrir íbúa héraðsins. Árásin er einnig sögð hafa valdið skemmdum á öðrum innviðum eins og heitu vatni og drykkjarvatni. Talið er að þær skemmdir verði þau auðveldara að laga. Rússar hafa gert umfangsmiklar árásir á innviði og íbúðarhús í Úkraínu á undanförnum mánuðum með drónum, eldflaugum og kröftugum svifsprengjum. Auka framleiðslugetu á eldflaugum í Norður-Kóreu Rússar hafa fengið mikið magn hergagna frá Norður-Kóreu frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Meðal annars hafa þeir fengið mikið magn skotfæra fyrir stórskotalið og skammdrægar eldflaugar til árása í Úkraínu. Útlit er fyrir að í staðinn sé Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, að fá hernaðaraðstoð og hernaðartækni frá Rússlandi. Sjá einnig: Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sérfræðingar segja gervihnattamyndir benda til þess að miklar framkvæmdir eigi sér stað við eina af helstu eldflaugaverksmiðjum Norður-Kóreu. Þar eru svokallaðar KN-23 eldflaugar framleiddar og þær hafa Rússar notað til árása í Úkraínu. Frá hergagnasýningu í Pyongyang í Norður-Kóreu í síðustu viku.AP/KCNA Í frétt Reuters segir að umræddar myndir hafi verið teknar í október og eru þær sagðar sýna að unnið sé að aukinni framleiðslugetu í verksmiðjunni. Sérfræðingar hugveitunnar James Martin Center for Nonproliferation Studies telja að til standi að auka framleiðslugetu töluvert og benda á að verið sé að reisa nýtt verksmiðjuhúsnæði sem bæti allt að sjötíu prósentum við það svæði þar sem unnið sé í verksmiðjunni. Ríkismiðlar Norður-Kóreu sýndu í fyrra myndir af Kim í verksmiðjunni og mátti sjá starfsfólk vinna að því að setja saman KN-23 eldflaugar. Þær eldflaugar eru hannaðar til að fljúga nærri jörðinni og eiga þannig að komast hjá loftvarnarkerfum. Þær voru fyrst teknar í notkun árið 2019.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09 Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48 Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir hafa rekið Gennady Anashkin herforingja vegna rangra skýrslna sem hann mun hafa sent yfirmönnum sínum. Hann stýrði aðgerðum rússneska hersins í austurhluta Úkraínu. 24. nóvember 2024 16:09
Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir notkun Rússa á langdrægri eldflaug gegn Úkraínu fela í sér umtalsverða stigmögnun átaka. Hann kallar eftir fordæmingu og viðbrögðum alþjóðasamfélagsins. 22. nóvember 2024 06:48
Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Yfirvöld í Úkraínu segja Rússa hafa tekið að minnsta kosti tíu úkraínska stríðsfanga af lífi í Kúrsk-héraði á dögunum. Aftakan var fönguð á myndband með dróna en slíkum myndböndum af aftökum og myndböndum sem rússneskir hermenn hafa sjálfir tekið, hefur farið verulega fjölgandi á undanförnum vikum. 21. nóvember 2024 16:51
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38