Er bókstaflega skíthrædd Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 07:03 Unnur Elísabet opnar sig upp á gátt í söngleiknum hvers titillag er komið á streymisveitur. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir hefur gefið út nýtt lag, lagið Skíthrædd. Um er að ræða titillagið í væntanlegum söngleik hennar sem byggir á hennar eigin lífsreynslu. Unnur segist hafa þurft að kljást við mikla lífshræðslu í gegnum lífið og áhyggjurnar snúa meðal annars að öndunarveginum og meltingarfærunum. „Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“ Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
„Ég er með lamandi lífsótta með svo ótrúlega margt. Það tengist öndunarveginum sem dæmi, ég get ekki andað í vindi,“ segir Unnur Elísabet hlæjandi í samtali við Vísi en tekur þó fram að hún sé alls ekki að grínast þó hún hafi húmor fyrir öllu saman. „Þetta er náttúrulega fáránlegt, búandi á Íslandi en ég er alltaf með taktík, ég labba aftur á bak í vindi. Ef það er mikill vindur þá ofanda ég og skríð, ég bara get ekki andað.“ Hætt að reyna að vera fullkomin Unnur Elísabet hefur eytt undanförnu ári í að skrifa verkið sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í mars þó titillagið sé komið út. Hún segist hafa dílað við eigin hræðslu svo lengi að hún hafi verið tilbúin til þess að opna eigið hjarta upp á gátt fyrir alþjóð, þetta snúist ekki síst um að nenna ekki lengur að skammast sín. „Ég sé þetta fyrir mér í svona standöpp stíl þar sem ég segi sögur úr mínu eigin lífi og spila tónlist inn á milli, ég er búin að semja tólf lög fyrir verkið. Þetta eru allt mjög fyndnar sögur og fáránlegar af því að ég hef þurft að díla við þessa lífshræðslu allt mitt líf. En ég held ég sé tilbúin í þetta núna, að segja frá þessu enda hef ég þurft að díla við þetta svo lengi,“ útskýrir Unnur. Skíthrædd verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. „Þessi hræðsla er allskonar, það er öndunarvegurinn, svo er það líka bara það að geta kafnað á stórum munnbitum. Það skelfir mig hrottalega. Þetta lag er um að þora að segja það sem mér finnst. Þetta hefur fylgt mér frá því ég var lítil, ég hef viljað vera prúð og góð og ekki viljað styggja neinn, vera fullkomin. Það er eitthvað svo fáránleg pæling og ég nenni því ekki alls ekki lengur.“ Húmorinn ræður för Unnur Elísabet segist hafa mikinn húmor fyrir aðstæðum sínum. Það hafi hjálpað henni að takast á við þetta, að geta gert grín að sjálfri sér. Hræðslan sé margslungin og sögurnar í takti við það. „Margar þeirra tengjast meltingunni. Ég hef verið að díla við meltingarvandamál, þannig að í verkinu tala ég um skít. Bókstaflega. Enda skíthrædd,“ segir Unnur hlæjandi. Hún segir þessu oft fylgja mikil skömm sem hún hafi fengið nóg af. „Nú nenni ég þessu ekki lengur og segi því frá þessu. Vonandi næ ég að hjálpa einhverjum í leiðinni sem er að díla við þetta líka. Mig langar að gleðja fólk, lyfta því upp en á sama tíma er ég auðvitað að tala um mál sem geta stungið í hjartað.“
Leikhús Heilsa Menning Tónlist Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira