ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 13:41 Það getur skipt öllu máli að leita sér þekkingar til að geta stutt við barn með ADHD. ADHD er ekki klippt og skorið og það getur svo sannarlega verið áskorun að eiga barn með ADHD. Setja skýr mörk en samt vera sveigjanlegur, geta sett sig í spor þeirra en á sama tíma gefið skýrt til kynna að það sért þú sem ræður. Mikilvægasta hlutverkið og jafnframt oft það erfiðasta sem foreldrar hafa er að styðja við og passa upp á sjálfsmynd barnsins að það læri á sjálft sig og kunni að byggja á styrkleikum sínum og vinna með veikleika sína. Ekkert barn hefur enga styrkleika en ef sjálfsmyndin er brotin er oft erfitt að setja fókusinn á styrkleika sína og meiri líkur á að barnið sýni óæskilega hegðun. Skilningur skiptir öllu og þá sérstaklega skilningur barnins á hvað það þýðir að vera með ADHD. Foreldrar, kennarar og aðrir sem móta umhverfi barnsins þurfa því að þekkja og skilja ADHD vel til þess að geta stutt við og frætt barnið. Þegar við höfum skilning á hlutunum eykst umburðarlyndi og vilji til að þjálfa færni sem nýtist í krefjandi aðstæðum. Kærleikur í kaos er foreldranámskeið sem er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 – 10 ára en nýtist öllum sem vilja læra betur inn á börn með ADHD. Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir, barn með ADHD, fjölskyldan, leik og grunnskóli, viðurkenning og forðastu neikvæða athygli. Hver og einn getur nýtt námskeiðið á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni. Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu ADHD samtakanna adhd.is Kærleikur í kaos eykur skilning og býður upp á úrræði sem hafa nýst fjölmörgum. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns. Hér er komið úrræði sem er einfalt í notkun og nýtist öllum sem eiga eða vinna með börnum með ADHD. Frábært skref í átt að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá barni sem hefur skilning á sínu ADHD. Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Kristín Gunnarsdóttir ADHD Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það getur skipt öllu máli að leita sér þekkingar til að geta stutt við barn með ADHD. ADHD er ekki klippt og skorið og það getur svo sannarlega verið áskorun að eiga barn með ADHD. Setja skýr mörk en samt vera sveigjanlegur, geta sett sig í spor þeirra en á sama tíma gefið skýrt til kynna að það sért þú sem ræður. Mikilvægasta hlutverkið og jafnframt oft það erfiðasta sem foreldrar hafa er að styðja við og passa upp á sjálfsmynd barnsins að það læri á sjálft sig og kunni að byggja á styrkleikum sínum og vinna með veikleika sína. Ekkert barn hefur enga styrkleika en ef sjálfsmyndin er brotin er oft erfitt að setja fókusinn á styrkleika sína og meiri líkur á að barnið sýni óæskilega hegðun. Skilningur skiptir öllu og þá sérstaklega skilningur barnins á hvað það þýðir að vera með ADHD. Foreldrar, kennarar og aðrir sem móta umhverfi barnsins þurfa því að þekkja og skilja ADHD vel til þess að geta stutt við og frætt barnið. Þegar við höfum skilning á hlutunum eykst umburðarlyndi og vilji til að þjálfa færni sem nýtist í krefjandi aðstæðum. Kærleikur í kaos er foreldranámskeið sem er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 – 10 ára en nýtist öllum sem vilja læra betur inn á börn með ADHD. Kærleikur í kaos foreldranámskeiðið fer alfarið fram á vefnum, byggt upp sem fimm gagnvirkir þættir, barn með ADHD, fjölskyldan, leik og grunnskóli, viðurkenning og forðastu neikvæða athygli. Hver og einn getur nýtt námskeiðið á sínum hraða, hvar sem er og hvenær sem er. Þú getur valið að fara í gegnum alla þættina eða einungis þann sem hentar þínum aðstæðum og tekur á þeim verkefnum sem barnið og fjölskyldan glímir við hverju sinni. Allar upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu ADHD samtakanna adhd.is Kærleikur í kaos eykur skilning og býður upp á úrræði sem hafa nýst fjölmörgum. Námskeiðið er vísindalega árangursmælt og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Niðurstaðan hefur leitt í ljós að foreldrar öðlast betri færni í uppeldi barna með ADHD, árekstrum fækkar og það bætir um leið samband foreldra og barns. Hér er komið úrræði sem er einfalt í notkun og nýtist öllum sem eiga eða vinna með börnum með ADHD. Frábært skref í átt að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá barni sem hefur skilning á sínu ADHD. Höfundur er grunnskólakennari og verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun