Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Arne Slot með Mohamed Salah eftir 4-0 sigur Liverpool á Bayer 04 Leverkusen í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/Crystal Pix Arna Slot var auðvitað spurður út í framtíð Mohamed Salah á blaðamannafundi sínum í gær. Liverpool tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar en Real Madrid er handhafi titilsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega en umræðan eftir síðasta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur að mestu snúist um framtíð Mohamed Salah sem er að renna út á samningi í sumar. Salah skoraði tvívegis í seinni hálfleik á móti Southampton um helgina og sá til þess öðrum fremur að liðið náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah kveikti í umræðunni með að lýsa yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann talaði þá um að hann væri meira úti en inni eins og hann orðaði það. Sá egypski taldi þannig meiri líkur á því að hann færi frá Liverpool en að hann skrifaði undir nýjan samning. Salah talar sjaldan við fjölmiðlamenn eftir leiki og var augljóslega með þessu að setja pressu á eigendur Liverpool. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti undirbúinn að blaðamannafund fyrir leikinn því hann vissi auðvitað að hann fengi þar spurningar um framtíð Salah. Slot ákvað að mæta með húmorinn eins og oft áður. Hann kom nefnilega vopnaður Salah brandara á fundinn. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um samningarmálin enda kæmi hann ekkert að þessu. Hann sagði síðan bara geta sagt eitt. „Þegar ég horfi á liðsuppstillinguna mína þá er Mo meira inni en úti,“ sagði Arne Slot og hló. Liverpool hefur unnið fjórtán af sextán fyrstu leikjum sínum undir stjórn Slot í ensku úrvalsdeildinni og og í Meistaradeildinni. Salah hefur spilað alla sextán leikina og er með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í þeim. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Liverpool tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar en Real Madrid er handhafi titilsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega en umræðan eftir síðasta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur að mestu snúist um framtíð Mohamed Salah sem er að renna út á samningi í sumar. Salah skoraði tvívegis í seinni hálfleik á móti Southampton um helgina og sá til þess öðrum fremur að liðið náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah kveikti í umræðunni með að lýsa yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann talaði þá um að hann væri meira úti en inni eins og hann orðaði það. Sá egypski taldi þannig meiri líkur á því að hann færi frá Liverpool en að hann skrifaði undir nýjan samning. Salah talar sjaldan við fjölmiðlamenn eftir leiki og var augljóslega með þessu að setja pressu á eigendur Liverpool. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti undirbúinn að blaðamannafund fyrir leikinn því hann vissi auðvitað að hann fengi þar spurningar um framtíð Salah. Slot ákvað að mæta með húmorinn eins og oft áður. Hann kom nefnilega vopnaður Salah brandara á fundinn. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um samningarmálin enda kæmi hann ekkert að þessu. Hann sagði síðan bara geta sagt eitt. „Þegar ég horfi á liðsuppstillinguna mína þá er Mo meira inni en úti,“ sagði Arne Slot og hló. Liverpool hefur unnið fjórtán af sextán fyrstu leikjum sínum undir stjórn Slot í ensku úrvalsdeildinni og og í Meistaradeildinni. Salah hefur spilað alla sextán leikina og er með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í þeim. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira