Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 07:32 Arne Slot með Mohamed Salah eftir 4-0 sigur Liverpool á Bayer 04 Leverkusen í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Getty/Crystal Pix Arna Slot var auðvitað spurður út í framtíð Mohamed Salah á blaðamannafundi sínum í gær. Liverpool tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar en Real Madrid er handhafi titilsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega en umræðan eftir síðasta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur að mestu snúist um framtíð Mohamed Salah sem er að renna út á samningi í sumar. Salah skoraði tvívegis í seinni hálfleik á móti Southampton um helgina og sá til þess öðrum fremur að liðið náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah kveikti í umræðunni með að lýsa yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann talaði þá um að hann væri meira úti en inni eins og hann orðaði það. Sá egypski taldi þannig meiri líkur á því að hann færi frá Liverpool en að hann skrifaði undir nýjan samning. Salah talar sjaldan við fjölmiðlamenn eftir leiki og var augljóslega með þessu að setja pressu á eigendur Liverpool. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti undirbúinn að blaðamannafund fyrir leikinn því hann vissi auðvitað að hann fengi þar spurningar um framtíð Salah. Slot ákvað að mæta með húmorinn eins og oft áður. Hann kom nefnilega vopnaður Salah brandara á fundinn. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um samningarmálin enda kæmi hann ekkert að þessu. Hann sagði síðan bara geta sagt eitt. „Þegar ég horfi á liðsuppstillinguna mína þá er Mo meira inni en úti,“ sagði Arne Slot og hló. Liverpool hefur unnið fjórtán af sextán fyrstu leikjum sínum undir stjórn Slot í ensku úrvalsdeildinni og og í Meistaradeildinni. Salah hefur spilað alla sextán leikina og er með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í þeim. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Liverpool tekur á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool er á toppi Meistaradeildarinnar en Real Madrid er handhafi titilsins. Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega en umræðan eftir síðasta sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni hefur að mestu snúist um framtíð Mohamed Salah sem er að renna út á samningi í sumar. Salah skoraði tvívegis í seinni hálfleik á móti Southampton um helgina og sá til þess öðrum fremur að liðið náði átta stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Salah kveikti í umræðunni með að lýsa yfir vonbrigðum sínum að hafa ekki fengið samningstilboð frá Liverpool. Hann talaði þá um að hann væri meira úti en inni eins og hann orðaði það. Sá egypski taldi þannig meiri líkur á því að hann færi frá Liverpool en að hann skrifaði undir nýjan samning. Salah talar sjaldan við fjölmiðlamenn eftir leiki og var augljóslega með þessu að setja pressu á eigendur Liverpool. Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, mætti undirbúinn að blaðamannafund fyrir leikinn því hann vissi auðvitað að hann fengi þar spurningar um framtíð Salah. Slot ákvað að mæta með húmorinn eins og oft áður. Hann kom nefnilega vopnaður Salah brandara á fundinn. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um samningarmálin enda kæmi hann ekkert að þessu. Hann sagði síðan bara geta sagt eitt. „Þegar ég horfi á liðsuppstillinguna mína þá er Mo meira inni en úti,“ sagði Arne Slot og hló. Liverpool hefur unnið fjórtán af sextán fyrstu leikjum sínum undir stjórn Slot í ensku úrvalsdeildinni og og í Meistaradeildinni. Salah hefur spilað alla sextán leikina og er með ellefu mörk og tíu stoðsendingar í þeim. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni