Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2024 06:45 Til dæmis eru framkvæmdar tilraunir á Íslandi á sauðfé. Til dæmis í rannsóknum á bóluefni við riðu. Vísir/Vilhelm Síðustu fimm ár hafa verið veitt 99 leyfi til dýratilrauna á Íslandi í vísindaskyni. Átta umsóknum um leyfi til dýratilraunir hefur á sama tíma verið hafnað. Leyfin hafa verið veitt vegna tilrauna á ýmsum dýrategundum. Eitt fyrirtæki hefur fengið leyfi, 3Z. Þetta kemur fram í svari matvælaráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata, Andrésar Inga Jónssonar. Í svarinu kemur fram að leyfin hafi verið veitt vegna nagdýra, fiska, svína, hrossa, fugla, hvala, nautgripa og sauðfjár. Þá kemur fram að leyfin hafi verið veitt í vísindaskyni, svo sem til lyfjarannsókna, ræktunar tilraunadýra, þróunar á heilbrigðisvörum, þróunar og virkni bóluefna, atferlisrannsókna og vistfræðirannsókna, í menntunarskyni og til rannsókna á dýrasjúkdómum. Gera tilraunir á fiskum Aðeins er í fyrirspurninni spurt um fyrirtæki en ekki stofnanir en í svari ráðherra kemur fram að leyfi til dýratilrauna hafi verið gefin út á nafn fyrirtækisins 3Z ehf. Á vef fyrirtækisins kemur fram að Karl Æ. Karlsson og Haraldur Þorsteinsson séu stofnendur fyrirtækisins. Karl Ægir er jafnframt prófessor við Háskólann í Reykjavík. Karl Ægir og Haraldur eru eigendur fyrirtækisins auk einkafjárfesta og Háskólans í Reykjavík. Í stjórn fyrirtækisins sitja þeir Hákon Hákonarson, Sigþór Sigmarsson, Örn Viðar Skúlason, Hlynur Stefánsson og Hermann Kristjánsson. „Fyrirtækið 3Z er lyfjaþróunarfyrirtæki og við notum eingöngu fiska í tilraunum. Við höfum á síðustu árum aðallega verið að gera atferlisrannsóknir í tengslum við þróun á nýju lyfi við ADHD,“ segir Karl Ægir í samtali við fréttastofu. Karl Ægir hefur fengið leyfi til dýratilrauna en fyrirtæki hans vinnur að þróun nýs lyfs við ADHD.Aðsend Hann segir þessar rannsóknir hafa skilað þeim einkaleyfum á tilraunalyfi við þessari taugaröskun og núna sé unnið að því að vinna endurbætur á lyfjaforminu og gera samninga við erlend lyfjafyrirtæki um að hefja prófanir á mönnum á næsta ári. Nánar er fjallað um rannsóknir þeirra í tveimur fræðigreinum hér á vef Nature og á vef Med Archive. Rannsakaði heila úr hrefnu Hvað varðar önnur dýr sem eru gerðar tilraunir á samkvæmt svari ráðherra segir Karl líklegt að þær rannsóknir fari fram hjá háskólum, eða á rannsóknarstofnunum svo sem á Keldum. Þar sé verið að rannsaka dýrasjúkdóma, til dæmis við að rækta upp fjárstofna sem eru ekki næmir fyrir riðu.. „En ég hef líka tengst rannsóknum á hvölum. Það er ótengt lyfjaþróunarverkefnunum heldur var grunnvísindaverkefni. Þá fengum við afgangsheila úr hrefnuveiðum og notuðum heilan til að lýsa taugalíffærafræði hvala sem var ekki þekkt.“ Kunni að valda dýrinu sársauka Í svari ráðherra kemur fram að leyfin sem hafi verið veitt lúti að tilteknum verkefnum eins og áætlun um vinnu sem hefur skilgreint vísindalegt markmið og felur í sér eina eða fleiri tilraunir. Þá segir að með tilraun sé „átt við notkun á dýri, hvort sem er í tilraunaskyni eða öðrum vísindalegum tilgangi, eða í menntunarskyni, sem kann að valda dýrinu sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en það sem skapast af nálarstungu í samræmi við góðar starfsvenjur í dýralækningum. Þar með er talinn hver sá verknaður sem ætlast er til eða líklegt er að leiði til þess að við slíkar aðstæður fæðist eða ungist út dýr eða til verði erfðabreyttir dýrastofnar sem er viðhaldið, að undanskilinni aflífun dýra í þeim tilgangi einum að nýta úr þeim líffæri eða vefi. Með vísan til framangreinds eru öll leyfi því veitt í vísindaskyni.“ Þá kemur fram að Matvælastofnun beri ábyrgð á framkvæmd reglugerðar og hafi eftirlit með því að ákvæðum hennar sé framfylgt í samræmi við lög um velferð dýra. Þá segir að eftirlit með dýratilraunum og tilraunastarfsstöðvum sé að öllu jöfnu sinnt af umdæmisskrifstofum Matvælastofnunar undir stjórn og ábyrgð héraðsdýralækna. Eftirlitið snýr að starfsstöðvunum sem halda dýr sem notuð eru til dýratilrauna, en auk þess eru gögn rýnd. Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vísindaskáldskapurinn raungerist: CRISPR og gullöld erfðavísinda Þúsundir erfðabreyttra smáfiska svamla um í tilraunastofu undir Háskólanum í Reykjavík. Vísindamenn nota einstaka og byltingarkennda tækni til að framkalla mennska sjúkdóma í fiskunum og þar með grundvöll fyrir tilraunir á nýjum lyfjum. 26. febrúar 2017 19:00 CRISPR og framtíð erfðavísindanna: „Við berum öll ábyrgð“ Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og nefndarmaður í Vísindasiðanefnd segir ekki nóg að stóla á siðferði vísindamanna þegar notkun hinnar byltingarkenndu CRISPR-erfðabreytingatækni er annars vegar. Tæknin feli sér í miklu víðtækari áhrif en fólk geri sér grein fyrir. 6. mars 2017 10:30 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Í svarinu kemur fram að leyfin hafi verið veitt vegna nagdýra, fiska, svína, hrossa, fugla, hvala, nautgripa og sauðfjár. Þá kemur fram að leyfin hafi verið veitt í vísindaskyni, svo sem til lyfjarannsókna, ræktunar tilraunadýra, þróunar á heilbrigðisvörum, þróunar og virkni bóluefna, atferlisrannsókna og vistfræðirannsókna, í menntunarskyni og til rannsókna á dýrasjúkdómum. Gera tilraunir á fiskum Aðeins er í fyrirspurninni spurt um fyrirtæki en ekki stofnanir en í svari ráðherra kemur fram að leyfi til dýratilrauna hafi verið gefin út á nafn fyrirtækisins 3Z ehf. Á vef fyrirtækisins kemur fram að Karl Æ. Karlsson og Haraldur Þorsteinsson séu stofnendur fyrirtækisins. Karl Ægir er jafnframt prófessor við Háskólann í Reykjavík. Karl Ægir og Haraldur eru eigendur fyrirtækisins auk einkafjárfesta og Háskólans í Reykjavík. Í stjórn fyrirtækisins sitja þeir Hákon Hákonarson, Sigþór Sigmarsson, Örn Viðar Skúlason, Hlynur Stefánsson og Hermann Kristjánsson. „Fyrirtækið 3Z er lyfjaþróunarfyrirtæki og við notum eingöngu fiska í tilraunum. Við höfum á síðustu árum aðallega verið að gera atferlisrannsóknir í tengslum við þróun á nýju lyfi við ADHD,“ segir Karl Ægir í samtali við fréttastofu. Karl Ægir hefur fengið leyfi til dýratilrauna en fyrirtæki hans vinnur að þróun nýs lyfs við ADHD.Aðsend Hann segir þessar rannsóknir hafa skilað þeim einkaleyfum á tilraunalyfi við þessari taugaröskun og núna sé unnið að því að vinna endurbætur á lyfjaforminu og gera samninga við erlend lyfjafyrirtæki um að hefja prófanir á mönnum á næsta ári. Nánar er fjallað um rannsóknir þeirra í tveimur fræðigreinum hér á vef Nature og á vef Med Archive. Rannsakaði heila úr hrefnu Hvað varðar önnur dýr sem eru gerðar tilraunir á samkvæmt svari ráðherra segir Karl líklegt að þær rannsóknir fari fram hjá háskólum, eða á rannsóknarstofnunum svo sem á Keldum. Þar sé verið að rannsaka dýrasjúkdóma, til dæmis við að rækta upp fjárstofna sem eru ekki næmir fyrir riðu.. „En ég hef líka tengst rannsóknum á hvölum. Það er ótengt lyfjaþróunarverkefnunum heldur var grunnvísindaverkefni. Þá fengum við afgangsheila úr hrefnuveiðum og notuðum heilan til að lýsa taugalíffærafræði hvala sem var ekki þekkt.“ Kunni að valda dýrinu sársauka Í svari ráðherra kemur fram að leyfin sem hafi verið veitt lúti að tilteknum verkefnum eins og áætlun um vinnu sem hefur skilgreint vísindalegt markmið og felur í sér eina eða fleiri tilraunir. Þá segir að með tilraun sé „átt við notkun á dýri, hvort sem er í tilraunaskyni eða öðrum vísindalegum tilgangi, eða í menntunarskyni, sem kann að valda dýrinu sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en það sem skapast af nálarstungu í samræmi við góðar starfsvenjur í dýralækningum. Þar með er talinn hver sá verknaður sem ætlast er til eða líklegt er að leiði til þess að við slíkar aðstæður fæðist eða ungist út dýr eða til verði erfðabreyttir dýrastofnar sem er viðhaldið, að undanskilinni aflífun dýra í þeim tilgangi einum að nýta úr þeim líffæri eða vefi. Með vísan til framangreinds eru öll leyfi því veitt í vísindaskyni.“ Þá kemur fram að Matvælastofnun beri ábyrgð á framkvæmd reglugerðar og hafi eftirlit með því að ákvæðum hennar sé framfylgt í samræmi við lög um velferð dýra. Þá segir að eftirlit með dýratilraunum og tilraunastarfsstöðvum sé að öllu jöfnu sinnt af umdæmisskrifstofum Matvælastofnunar undir stjórn og ábyrgð héraðsdýralækna. Eftirlitið snýr að starfsstöðvunum sem halda dýr sem notuð eru til dýratilrauna, en auk þess eru gögn rýnd.
Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vísindaskáldskapurinn raungerist: CRISPR og gullöld erfðavísinda Þúsundir erfðabreyttra smáfiska svamla um í tilraunastofu undir Háskólanum í Reykjavík. Vísindamenn nota einstaka og byltingarkennda tækni til að framkalla mennska sjúkdóma í fiskunum og þar með grundvöll fyrir tilraunir á nýjum lyfjum. 26. febrúar 2017 19:00 CRISPR og framtíð erfðavísindanna: „Við berum öll ábyrgð“ Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og nefndarmaður í Vísindasiðanefnd segir ekki nóg að stóla á siðferði vísindamanna þegar notkun hinnar byltingarkenndu CRISPR-erfðabreytingatækni er annars vegar. Tæknin feli sér í miklu víðtækari áhrif en fólk geri sér grein fyrir. 6. mars 2017 10:30 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Vísindaskáldskapurinn raungerist: CRISPR og gullöld erfðavísinda Þúsundir erfðabreyttra smáfiska svamla um í tilraunastofu undir Háskólanum í Reykjavík. Vísindamenn nota einstaka og byltingarkennda tækni til að framkalla mennska sjúkdóma í fiskunum og þar með grundvöll fyrir tilraunir á nýjum lyfjum. 26. febrúar 2017 19:00
CRISPR og framtíð erfðavísindanna: „Við berum öll ábyrgð“ Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og nefndarmaður í Vísindasiðanefnd segir ekki nóg að stóla á siðferði vísindamanna þegar notkun hinnar byltingarkenndu CRISPR-erfðabreytingatækni er annars vegar. Tæknin feli sér í miklu víðtækari áhrif en fólk geri sér grein fyrir. 6. mars 2017 10:30