Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 07:46 Ruud van Nistelrooy fagnar hér einu marka Manchester United á móti Leicester City en hann er nú að taka við Leicester. Getty/Carl Recine Breskir og hollenskir miðlar segja frá því að Ruud Van Nistelrooy verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. BBC, Guardian og De Telegraaf segja frá þessu alveg eins skúbbarinn frægi Fabrizio Romano. Van Nistelrooy stýrði Manchester United í fjórum leikjum á dögunum eftir að Erik ten Hag var rekinn. United vann þrjá af þessum leikjum og tapaði engum. Ruben Amorim var síðan ráðinn knattspyrnustjóri United og Portúgalinn vildi ekki halda Van Nistelrooy hjá United þrátt fyrir að Hollendingurinn hefði sóst eftir því. Vann Leicester tvisvar á dögunum Tveir af sigurleikjum United í þessari stuttu knattspyrnustjóratíð Van Nistelrooy voru einmitt á móti Leicester. United vann 5-2 í deildabikarleik liðanna og svo 3-0 sigur í deildinni. Leicester rak Steve Cooper eftir 2-1 tap á móti Chelsea um síðustu helgi. Liðið situr í sextánda sæti en er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Cooper entist stutt í starfi því hann tók við í sumar þegar Enzo Maresca hætti til að taka við Chelsea. Maresca hafði komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeidina. Aðeins tveir sigrar á leiktíðinni Leicester tókst aðeins að vinna tvo sigurleiki undir stjórn Cooper. Það er því ljóst að Van Nistelrooy bíður afar krefjandi starf ætli liðið að fara ekki beint niður aftur. Þetta verður annað aðalstjórastarf Van Nistelrooy fyrir utan Manchester United. Hann stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og gerði liðið meðal annars að hollenskum bikarmeisturum. Næsti leikur Leicester er útileikur á móti Brentford á laugardaginn en það er ekki vitað hvort Van Nistelrooy stýrði liðinu þar. Ben Dawson mun líklega taka að sér þann leik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira
BBC, Guardian og De Telegraaf segja frá þessu alveg eins skúbbarinn frægi Fabrizio Romano. Van Nistelrooy stýrði Manchester United í fjórum leikjum á dögunum eftir að Erik ten Hag var rekinn. United vann þrjá af þessum leikjum og tapaði engum. Ruben Amorim var síðan ráðinn knattspyrnustjóri United og Portúgalinn vildi ekki halda Van Nistelrooy hjá United þrátt fyrir að Hollendingurinn hefði sóst eftir því. Vann Leicester tvisvar á dögunum Tveir af sigurleikjum United í þessari stuttu knattspyrnustjóratíð Van Nistelrooy voru einmitt á móti Leicester. United vann 5-2 í deildabikarleik liðanna og svo 3-0 sigur í deildinni. Leicester rak Steve Cooper eftir 2-1 tap á móti Chelsea um síðustu helgi. Liðið situr í sextánda sæti en er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Cooper entist stutt í starfi því hann tók við í sumar þegar Enzo Maresca hætti til að taka við Chelsea. Maresca hafði komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeidina. Aðeins tveir sigrar á leiktíðinni Leicester tókst aðeins að vinna tvo sigurleiki undir stjórn Cooper. Það er því ljóst að Van Nistelrooy bíður afar krefjandi starf ætli liðið að fara ekki beint niður aftur. Þetta verður annað aðalstjórastarf Van Nistelrooy fyrir utan Manchester United. Hann stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og gerði liðið meðal annars að hollenskum bikarmeisturum. Næsti leikur Leicester er útileikur á móti Brentford á laugardaginn en það er ekki vitað hvort Van Nistelrooy stýrði liðinu þar. Ben Dawson mun líklega taka að sér þann leik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Sjá meira