Fór holu í höggi yfir húsið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 09:01 Bryson DeChambeau fagnaði því mjög vel þegar honum tókst loksins á sextánda degi að fara holu í högg. @brysondechambeau Bandaríski atvinnukylfingurinn Bryson DeChambeau hefur dundað sér við það síðustu tvær vikur að reyna að fara holu í höggi yfir húsið sitt. Þetta hljómar kannski frekar furðulega en er samt staðreynd og þessi eltingarleikur hans við draumahöggið í garðinum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Það sem meira er að DeChambeau náði þessu loksins á sextánda degi og það er óhætt að segja að kappinn hafi fagnað því vel. DeChambeau hefur oft slegið frábær högg á glæsilegum ferli en líklega aldrei fagnað eins mikið og þarna. DeChambeau er með golfholu út í garði fyrir aftan stórt einbýlishús sitt. Húsið er hið veglegasta og á tveimur hæðum. DeChambeau stillti upp fyrir framan húsið og sá því ekki holuna þegar hann sló. Hann ákvað að reyna á hverjum degi þar til að hann færi í holu höggi en höggafjöldinn myndi aukast um eitt högg á hverjum degi. Þannig á fyrsta degi fengi hann eitt högg, fjögur högg á fjórða degi og tíu högg á þeim tíunda. Oft munaði mjög litlu að hann hitti í holuna en loksins á sextánda degi gekk þetta upp. Það má sjá höggin hans á sextánda degi hér fyrir neðan og þar á meðal höggið sem fór rétta leið. DeChambeau er 31 árs gamall og er eins og er tíundi á heimslistanum í golfi. Hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum þar á meðal Opna bandaríska meistaramótið í ár. Hann hefur líka komist í fréttirnar fyrir mikinn stuðning sinn við Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau) Golf Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þetta hljómar kannski frekar furðulega en er samt staðreynd og þessi eltingarleikur hans við draumahöggið í garðinum hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum. Það sem meira er að DeChambeau náði þessu loksins á sextánda degi og það er óhætt að segja að kappinn hafi fagnað því vel. DeChambeau hefur oft slegið frábær högg á glæsilegum ferli en líklega aldrei fagnað eins mikið og þarna. DeChambeau er með golfholu út í garði fyrir aftan stórt einbýlishús sitt. Húsið er hið veglegasta og á tveimur hæðum. DeChambeau stillti upp fyrir framan húsið og sá því ekki holuna þegar hann sló. Hann ákvað að reyna á hverjum degi þar til að hann færi í holu höggi en höggafjöldinn myndi aukast um eitt högg á hverjum degi. Þannig á fyrsta degi fengi hann eitt högg, fjögur högg á fjórða degi og tíu högg á þeim tíunda. Oft munaði mjög litlu að hann hitti í holuna en loksins á sextánda degi gekk þetta upp. Það má sjá höggin hans á sextánda degi hér fyrir neðan og þar á meðal höggið sem fór rétta leið. DeChambeau er 31 árs gamall og er eins og er tíundi á heimslistanum í golfi. Hann hefur unnið tvö risamót á ferlinum þar á meðal Opna bandaríska meistaramótið í ár. Hann hefur líka komist í fréttirnar fyrir mikinn stuðning sinn við Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by Bryson DeChambeau (@brysondechambeau)
Golf Mest lesið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira