Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2024 07:25 Þráinn var nokkuð hress eftir fyrsta legg ferðalagsins en þegar þetta er ritað sólarhring síðar eru hann og liðsfélagar hans enn á ferð og flugi. Vísir/VPE Karlalið Hauka í handbolta er á ferð og flugi um álfuna vegna Evrópuverkefnis helgarinnar. Leikið verður í Mingachevir í Aserbaísjan og lögðu menn tímanlega af stað, klukkan fimm í gærmorgun. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“ Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Leik lokið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira