Steyptu fyrsta gullmolann Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 09:55 Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, heldur stoltur á fyrsta gullinu sem félagið steypti í Nalunaq. Amaroq Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“ Amaroq Minerals Grænland Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Í tilkynningunni segir að þann 26. nóvember 2024 hafi Amaroq fengið endanlegt leyfi frá stjórnvöldum í Grænlandi fyrir gangsetningu á fyrsta áfanga vinnslustöðvar félagsins, sem hafi síðan starfað á fullum afköstum. Fyrsta steypun á gulli hafi átt sér stað í gær, þegar framleidd hafi verið 1,2 kílógrömm af gulli, 39 troy-únsur, eftir að vinnsla hefði staðið yfir í tíu klukkustundir. Hér má sjá afrakstur tíu klukkustunda vinnu.Amaroq Félagið muni halda áfram að stilla af og besta framleiðsluferla í vinnslustöðinni í kjölfar gangsetningar og stefni á vikulega steypun á gulli. Ætla að vinna allt að 300 tonn á dag Áætlað sé að ljúka öðrum áfanga vinnslustöðvarinnar, uppsetningu á flotrás á öðrum ársfjórðungi 2025. Félagið stefni á að auka framleiðslu upp í stöðug, full afköst á lokaársfjórðungi 2025, þar sem unnin verði 260 til 300 tonn á dag af efni með áætluðum 12 til 16 g/t af gullstyrkleika. Birting á uppfærðu auðlindamati fyrir Nalunaq sé áætluð á fyrsta ársfjórðungi 2025. Stór áfangi „Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og teyminu á staðnum, sem unnið hefur sleitulaust við uppbyggingu og nú gangsetningu til að skila fyrsta gulli á réttum tíma, samhliða því að viðhalda góðum árangri í öryggismálum. Þetta er mikið afrek fyrir Amaroq og samstarfsaðila okkar,“ er haft eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra Amaroq. Eldur er ánægður.Amaroq Fyrsta framleiðsla á gulli í Nalunaq sé stór áfangi í vegferð Amaroq, sér í lagi þar sem náman muni nú hefja tekjumyndun. Eftir því sem náman færist úr fjárfestingarfasa yfir í rekstur muni áherslur félagsins snúa að því að auka við gullmagn og þar með líftíma námunnar, sem og áframhaldandi rannsóknir til að raungera enn frekar virði eignasafns þess í Grænlandi. „Í gegnum þetta ferli höfum við lagt áherslu á að framkvæma verkefnið á sjálfbæran máta í nánu samstarfi við innlent samfélag, og viljum sérstaklega þakka grænlenskum stjórnvöldum, nærsamfélaginu og hluthöfum okkar fyrir áframhaldandi stuðning.“
Amaroq Minerals Grænland Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira