Hummels kom Rómverjum til bjargar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2024 22:00 Gianluca Mancini og Mats Hummels fagna marki þess síðarnefnda fyrir Roma gegn Tottenham. getty/Richard Heathcote Þýski reynsluboltinn Mats Hummels tryggði Roma stig gegn Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld. Lokatölur 2-2. Tottenham komst tvisvar yfir í leiknum en Roma jafnaði í bæði skiptin. Jöfnunarmark Hummels leit dagsins ljós þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Spurs náði forystunni strax á 5. mínútu þegar fyrirliðinn Son Heung-min skoraði úr vítaspyrnu. Evan Ndicka jafnaði á 20. mínútu en Brennan Johnson kom heimamönnum aftur yfir fjórtán mínútum síðar. Staðan var 2-1 allt fram í uppbótartíma þegar Hummels skoraði af stuttu færi eftir fasta fyrirgjöf Angelinos. Tottenham er í 9. sæti Evrópudeildarinnar með tíu stig en Roma í 21. sæti með sex stig. Evrópudeild UEFA
Þýski reynsluboltinn Mats Hummels tryggði Roma stig gegn Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld. Lokatölur 2-2. Tottenham komst tvisvar yfir í leiknum en Roma jafnaði í bæði skiptin. Jöfnunarmark Hummels leit dagsins ljós þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Spurs náði forystunni strax á 5. mínútu þegar fyrirliðinn Son Heung-min skoraði úr vítaspyrnu. Evan Ndicka jafnaði á 20. mínútu en Brennan Johnson kom heimamönnum aftur yfir fjórtán mínútum síðar. Staðan var 2-1 allt fram í uppbótartíma þegar Hummels skoraði af stuttu færi eftir fasta fyrirgjöf Angelinos. Tottenham er í 9. sæti Evrópudeildarinnar með tíu stig en Roma í 21. sæti með sex stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti