Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 10:02 Það reynir á stelpurnar okkar í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Það var létt yfir íslenska hópnum þegar hann æfði í keppnishöllinni í hádeginu í gær. Örlítill munur var á aðstæðum frá því deginum áður. Þá æfðu þær í næsta húsi í krúttlegum íþróttasal sem minnti helst á litla salinn í Gróttuheimilinu. Þetta er stórt, að liðið sé komið á þetta svið. Landsliðskonurnar hafa talað um heimsmeistaramótið í fyrra eins og ákveðinn bónus, enda vann Ísland sér ekki inn keppnisrétt þar heldur fékk úthlutað svokölluðu wild card sæti. Verkefni dagsins er ærið, gegn hollensku liði sem varð heimsmeistari fyrir fimm árum. Óhætt er að segja að liðið sé meðal þeirra fimm bestu í heimi en það hafnaði í fimmta sæti á bæði HM í fyrra og Ólympíuleikunum í París í sumar. Það skal ekki undra að Berglind Þorsteinsdóttir segi: „Úff, þetta verður erfitt,“ í viðtali fyrir leik. Munurinn á mótinu sem hefst í dag og því fyrir ári síðan er hins vegar sá að stelpurnar okkar unnu sér inn réttinn til að vera hér í gegnum undankeppni. Þær eiga heima á þessu sviði og þær sýndu það með frábærri, þó kaflaskiptri, frammistöðu þegar þær stigu (flestar) í fyrsta skipti á stóra sviðið í fyrra. Þar reyndu stelpurnar sig gegn öðru toppliði, Frakklandi, þar sem íslenska liðið mætti hreinlega ekki til leiks og var lent 7-0 undir snemma. Þeim óx þó ásmegin þegar leið á stóðust að endingu frönskukúrsinn þrátt fyrir tap. Mörk Frakka í byrjun þess leiks voru meira og minna úr hröðum upphlaupum og ef marka má landsliðsþjálfarann Arnar Pétursson má búast við Hollendingum sem keyra hraðann upp einnig. Reynslan af Frakkaleiknum þarf því að telja í dag og ljóst að ekki er í boði að mæta á hælunum til leiks. Stelpunum er tíðrætt um lærdóminn sem þær hafi dregið frá mótinu í Noregi og nú er að sýna það. Þær unnu sér inn sæti hér, þær eiga heima hér og ég hlakka til að sjá sönnun þess í verki síðar í dag. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Það var létt yfir íslenska hópnum þegar hann æfði í keppnishöllinni í hádeginu í gær. Örlítill munur var á aðstæðum frá því deginum áður. Þá æfðu þær í næsta húsi í krúttlegum íþróttasal sem minnti helst á litla salinn í Gróttuheimilinu. Þetta er stórt, að liðið sé komið á þetta svið. Landsliðskonurnar hafa talað um heimsmeistaramótið í fyrra eins og ákveðinn bónus, enda vann Ísland sér ekki inn keppnisrétt þar heldur fékk úthlutað svokölluðu wild card sæti. Verkefni dagsins er ærið, gegn hollensku liði sem varð heimsmeistari fyrir fimm árum. Óhætt er að segja að liðið sé meðal þeirra fimm bestu í heimi en það hafnaði í fimmta sæti á bæði HM í fyrra og Ólympíuleikunum í París í sumar. Það skal ekki undra að Berglind Þorsteinsdóttir segi: „Úff, þetta verður erfitt,“ í viðtali fyrir leik. Munurinn á mótinu sem hefst í dag og því fyrir ári síðan er hins vegar sá að stelpurnar okkar unnu sér inn réttinn til að vera hér í gegnum undankeppni. Þær eiga heima á þessu sviði og þær sýndu það með frábærri, þó kaflaskiptri, frammistöðu þegar þær stigu (flestar) í fyrsta skipti á stóra sviðið í fyrra. Þar reyndu stelpurnar sig gegn öðru toppliði, Frakklandi, þar sem íslenska liðið mætti hreinlega ekki til leiks og var lent 7-0 undir snemma. Þeim óx þó ásmegin þegar leið á stóðust að endingu frönskukúrsinn þrátt fyrir tap. Mörk Frakka í byrjun þess leiks voru meira og minna úr hröðum upphlaupum og ef marka má landsliðsþjálfarann Arnar Pétursson má búast við Hollendingum sem keyra hraðann upp einnig. Reynslan af Frakkaleiknum þarf því að telja í dag og ljóst að ekki er í boði að mæta á hælunum til leiks. Stelpunum er tíðrætt um lærdóminn sem þær hafi dregið frá mótinu í Noregi og nú er að sýna það. Þær unnu sér inn sæti hér, þær eiga heima hér og ég hlakka til að sjá sönnun þess í verki síðar í dag. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02
Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54
Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni