Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar 28. nóvember 2024 16:31 Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun