Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Jón Þór Stefánsson skrifar 28. nóvember 2024 17:48 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Finnur Ingi Einarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu eiginkonu sinnar. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað hann. Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Málið varðar atburði sem áttu sér stað á árshátíð fyrirtækis í Reykjavík árið 2022, nánar tiltekið á salerni. Finni Inga var gefið að sök að stinga typpi sínu í munn konunnar, og notfært sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Konan sagði að um kvöldið hafi hún verið að dansa, verið töluvert ölvuð og farið á salernið. Hún hafi setið á bás þegar eiginmaður samstarfskonu hennar kom. Sá hafi dregið fram typpið og stungið því upp í munninn á henni. Hún hefði spurt hvað hann væri að gera, nefnt samstarfkonuna og spurt hvort hann væri ekki eiginmaður hennar. Þar á eftir hafi hún kúgast og svo kastað upp. Ælan hafi farið á sokkabuxur og skó sem hún var í. Síðan hafi hún reynt að þrífa upp æluna, ráfað fram á gang, hitt konu og svo hringt í lögreglu. Maðurinn var handtekinn seinna um nóttina. Misræmi í framburði Að mati Landsréttar var misræmi í framburði mannsins. Í fyrstu lögregluskýrslu sagðist hann ekki vita hver konan væri, en í seinni skýrslutöku sagði hann að hún hefði verið á salerni og sagst þurfa að kasta upp. Fyrir dómi sagði hann að hann hefði fyrst vitað að það væri umrædd kona sem sakaði hann um kynferðisbrot þegar lögregluþjónn sagði honum frá því. Landsréttur mat framburð hans ótrúverðugan. Í dómi Landsréttar segir að gloppur hafi verið í framburði konnunar, en hann þó verið stöðugur og skýr frá upphafi málsins. Hún var því metin trúverðug. Sýni úr konunni á typpi mannsins Á meðal ganga málsins voru niðurstöður DNA-rannsóknar um að lífsýni úr konunni hefðu fundist á typpi mannsins og innanverðum nærbuxum hans. Hann gaf þá skýringu að hann hefði snert höku konunnar og því ekki hægt að útiloka að snertismit hefði borist með þeim hætti að húðfrumur hafi færst á milli þegar hann pissaði og hélt um typpið skömmu seinna. Dómnum þótti þessar skýringar ósennilegar. Braut gegn kynfrelsi konunnar Landsréttur sló því föstu að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar, og nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar. Líkt og áður segir hlaut Finnur Ingi tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða áfrýjunar- og sakarkostnað málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum