Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum fyrir Sporting sem er í 2. sæti A-riðils með þrettán stig, þremur stigum minna en topplið Veszprém.
Bræðurnir Francisco og Martim Costa skoruðu átta mörk hvor fyrir Sporting sem hefur stimplað sig inn sem eitt af bestu liðum Evrópu í vetur. André Kristensen átti afar góðan leik í marki Sporting og varði sextán skot (41 prósent).
Haukur Þrastarson skoraði þrjú mörk fyrir Dinamo Búkarest en þurfti til þess átta skot. Portúgalska skyttan André Gomes var markahæstur hjá rúmenska liðinu með sex mörk.
Dinamo Búkarest er í 5. sæti A-riðils með tíu stig.