„Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 12:32 Arnar Pétursson segir spennu fyrir leik dagsins. Íslenska liðið geti búist við miklum hlaupum gegn hollensku liði sem keyrir hraðann upp. EPA-EFE/Beate Oma Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil. „Taugarnar eru fínar ennþá. Auðvitað finnur maður aðeins fyrir því að það er að styttast í þetta. Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum en það er bara gott, það er eðlilegt og þannig vill maður hafa það,“ sagði Arnar í samtali við fréttamann fyrir æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í Innsbruck í gær. Klippa: Finnur fyrir fiðrildum Ísland hélt utan af klakanum fyrir rúmri viku síðan og spilaði tvo æfingaleiki við Sviss ytra áður en stokkið var yfir til Austurríkis. Báðir leikirnir við Sviss töpuðust með eins marks mun en margt gott sem liðið tekur út úr þeim leikjum þrátt fyrir það. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Ég er auðvitað ekki sáttur við að tapa þessum leikjum í Sviss en heilt yfir fengum við helling út úr því. Undirbúningur hefur gengið vel og æfingar gengið vel. Hópurinn er góður, það fer vel um okkur og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Arnar. Arnar ræðir málin við Theu Imani Sturludóttur sem var í meðhöndlun á meðan íslenska liðið hitaði upp á æfingu gærdagsins.Vísir/VPE Holland er fyrsta verkefni íslenska liðsins. Þær hollensku eru á meðal sterkustu handboltaliða heims og lentu í fimmta sæti á HM í fyrra, sem og ég Ólympíuleikunum í París í sumar. Eftir því er von á erfiðum leik. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta er mjög sterkur andstæðingur og í raun búnar að ná mjög góðum úrslitum. Þær gerðu vel á Ólympíuleikunum í sumar. Okkur hlakkar bara til, þetta er verðugt verkefni og erfitt en á sama tíma viljum við vera í þessum sporum með þessum þjóðum og okkur hlakkar til að mæta þeim,“ segir Arnar. En hvað þarf að gera til að skáka þessu hollenska liði? „Við þurfum að hlaupa vel með þeim. Þær hlaupa gríðarlega og eru grimmar í hlaupunum upp völlinn. Við þurfum að vera tilbúnar að taka á móti þeim og verjast vel eins og alltaf, sem er lykillinn að öllum árangri,“ „Við þurfum að vera hugrakkar, að þora og vera beinskeyttar í öllum aðgerðum sem við förum í. Á sama tíma og við pössum vel upp á boltann og erum skynsamar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Taugarnar eru fínar ennþá. Auðvitað finnur maður aðeins fyrir því að það er að styttast í þetta. Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum en það er bara gott, það er eðlilegt og þannig vill maður hafa það,“ sagði Arnar í samtali við fréttamann fyrir æfingu íslenska liðsins í keppnishöllinni í Innsbruck í gær. Klippa: Finnur fyrir fiðrildum Ísland hélt utan af klakanum fyrir rúmri viku síðan og spilaði tvo æfingaleiki við Sviss ytra áður en stokkið var yfir til Austurríkis. Báðir leikirnir við Sviss töpuðust með eins marks mun en margt gott sem liðið tekur út úr þeim leikjum þrátt fyrir það. „Þetta er búið að ganga mjög vel. Ég er auðvitað ekki sáttur við að tapa þessum leikjum í Sviss en heilt yfir fengum við helling út úr því. Undirbúningur hefur gengið vel og æfingar gengið vel. Hópurinn er góður, það fer vel um okkur og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Arnar. Arnar ræðir málin við Theu Imani Sturludóttur sem var í meðhöndlun á meðan íslenska liðið hitaði upp á æfingu gærdagsins.Vísir/VPE Holland er fyrsta verkefni íslenska liðsins. Þær hollensku eru á meðal sterkustu handboltaliða heims og lentu í fimmta sæti á HM í fyrra, sem og ég Ólympíuleikunum í París í sumar. Eftir því er von á erfiðum leik. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta er mjög sterkur andstæðingur og í raun búnar að ná mjög góðum úrslitum. Þær gerðu vel á Ólympíuleikunum í sumar. Okkur hlakkar bara til, þetta er verðugt verkefni og erfitt en á sama tíma viljum við vera í þessum sporum með þessum þjóðum og okkur hlakkar til að mæta þeim,“ segir Arnar. En hvað þarf að gera til að skáka þessu hollenska liði? „Við þurfum að hlaupa vel með þeim. Þær hlaupa gríðarlega og eru grimmar í hlaupunum upp völlinn. Við þurfum að vera tilbúnar að taka á móti þeim og verjast vel eins og alltaf, sem er lykillinn að öllum árangri,“ „Við þurfum að vera hugrakkar, að þora og vera beinskeyttar í öllum aðgerðum sem við förum í. Á sama tíma og við pössum vel upp á boltann og erum skynsamar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54 „Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01 „Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17 Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02 Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Landsliðskonan Steinunn Björnsdóttir er mætt á sitt fyrsta stórmót í handbolta en Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á morgun. Frumraunin var hins vegar í hættu um tíma, af óvenjulegri ástæðu. 28. nóvember 2024 12:54
„Stolt af sjálfri mér“ Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. 29. nóvember 2024 08:01
„Þetta er mjög ljúft“ Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun. 28. nóvember 2024 23:17
Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, er mætt á sitt annað stórmót með landsliðinu eftir að hafa farið á HM í Noregi og Danmörku í fyrra. Hún er ásamt stórum hluta liðsins, reynslunni ríkari fyrir komandi átök á EM í Innsbruck. 28. nóvember 2024 16:02
Skrýtið en venst Finna má eftirvæntingu í íslenska landsliðshópnum sem hefur keppni á EM kvenna í handbolta á föstudaginn kemur. Liðið hefur komið sér vel fyrir í Ólympíubænum Innsbruck þar sem herlegheitin fara fram. 27. nóvember 2024 19:32
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn