Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2024 13:16 Eggert Þór Kristófersson er forstjóri First Water. First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur náð samkomulagi við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu First Water og sé með hefðbundnum fyrirvörum. Stefnt sé að því að stækka þessa fjármögnun síðar eftir því sem verkefninu vindur fram. First Water vinni að uppbygginu hágæða matvælaframleiðslu við Laxabraut í Þorlákshöfn. Krefjandi verkefni „Fjármögnun á verkefni af þessari stærðargráðu er eðlilega krefjandi ferli og við getum því ekki verið annað en sátt við þátttöku íslenskra banka í verkefninu. Við erum þakklát Arion banka og Landsbankanum fyrir það traust sem okkur er sýnt og erum spennt fyrir framtíðinni og þeim tækifærum sem vandað laxeldi á landi býður upp á. Þessi mikilvægi áfangi sýnir vel skuldbindingu félagsins til uppbyggingar fiskeldis í Þorlákshöfn með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það verði spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá First Water. Félagið bætist í góðan hóp fiskeldisfélaga sem Arion banki hafi lagt lið á undanförnum árum og myndi nú mikilvæga atvinnugrein, bæði fyrir fjölmörg byggðarlög landsins og íslenskt efnahagslíf. „Við erum ánægð með að geta stutt við spennandi og metnaðarfull áform First Water um sjálfbært landeldi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð eftirtektarverðum árangri og framtíðaráætlanir þess byggja á traustum og vönduðum undirbúningi. Við teljum allar forsendur til að First Water muni halda áfram að vaxa og dafna,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 300 störf og annað eins af afleiddum störfum Í tilkynningu segir að First Water sé að byggja 50.000 tonna landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn í sex fösum og rúmlega 300 manns muni starfa hjá fyrirtækinu árið 2029 en í dag séu starfsmenn um 80, þá muni starfsemi félagsins að auki skapa allt að 300 afleidd störf. Félagið muni einnig byggja fiskvinnsluhús og seiðaeldi á Laxabraut á næstu árum. Laxinn verði alinn í kerjum á landi við kjöraðstæður í hreinum jarðsjó sem er dælt upp í gegnum hraunlög. Allt að 66 prósent af jarðsjónum verði endurnýttur með tækni frá þekktum framleiðendum á borð við Linde og NP Innovation. Áður en jarðsjónum er skilað aftur til sjávar sé hann hreinsaður og félagið tryggi þannig sem best skilyrði fyrir vöxt og viðgang laxins með sjálfbærum hætti. „Þetta kerfi tryggir einstök gæði til að framleiða hágæða vöru og hefur félagið nú þegar selt um 1.500 tonn af hágæða laxi. Heildarfjárfesting félagsins í Þorlákshöfn er áætluð um 120 milljarðar íslenskra króna og árlega tekjur verði rúmlega 70 milljarðar íslenskra króna en langstærstur hluti framleiðslunnar verður seldur til Evrópu og Norður-Ameríku.“ Fiskeldi Ölfus Landeldi Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu First Water og sé með hefðbundnum fyrirvörum. Stefnt sé að því að stækka þessa fjármögnun síðar eftir því sem verkefninu vindur fram. First Water vinni að uppbygginu hágæða matvælaframleiðslu við Laxabraut í Þorlákshöfn. Krefjandi verkefni „Fjármögnun á verkefni af þessari stærðargráðu er eðlilega krefjandi ferli og við getum því ekki verið annað en sátt við þátttöku íslenskra banka í verkefninu. Við erum þakklát Arion banka og Landsbankanum fyrir það traust sem okkur er sýnt og erum spennt fyrir framtíðinni og þeim tækifærum sem vandað laxeldi á landi býður upp á. Þessi mikilvægi áfangi sýnir vel skuldbindingu félagsins til uppbyggingar fiskeldis í Þorlákshöfn með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það verði spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá First Water. Félagið bætist í góðan hóp fiskeldisfélaga sem Arion banki hafi lagt lið á undanförnum árum og myndi nú mikilvæga atvinnugrein, bæði fyrir fjölmörg byggðarlög landsins og íslenskt efnahagslíf. „Við erum ánægð með að geta stutt við spennandi og metnaðarfull áform First Water um sjálfbært landeldi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð eftirtektarverðum árangri og framtíðaráætlanir þess byggja á traustum og vönduðum undirbúningi. Við teljum allar forsendur til að First Water muni halda áfram að vaxa og dafna,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 300 störf og annað eins af afleiddum störfum Í tilkynningu segir að First Water sé að byggja 50.000 tonna landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn í sex fösum og rúmlega 300 manns muni starfa hjá fyrirtækinu árið 2029 en í dag séu starfsmenn um 80, þá muni starfsemi félagsins að auki skapa allt að 300 afleidd störf. Félagið muni einnig byggja fiskvinnsluhús og seiðaeldi á Laxabraut á næstu árum. Laxinn verði alinn í kerjum á landi við kjöraðstæður í hreinum jarðsjó sem er dælt upp í gegnum hraunlög. Allt að 66 prósent af jarðsjónum verði endurnýttur með tækni frá þekktum framleiðendum á borð við Linde og NP Innovation. Áður en jarðsjónum er skilað aftur til sjávar sé hann hreinsaður og félagið tryggi þannig sem best skilyrði fyrir vöxt og viðgang laxins með sjálfbærum hætti. „Þetta kerfi tryggir einstök gæði til að framleiða hágæða vöru og hefur félagið nú þegar selt um 1.500 tonn af hágæða laxi. Heildarfjárfesting félagsins í Þorlákshöfn er áætluð um 120 milljarðar íslenskra króna og árlega tekjur verði rúmlega 70 milljarðar íslenskra króna en langstærstur hluti framleiðslunnar verður seldur til Evrópu og Norður-Ameríku.“
Fiskeldi Ölfus Landeldi Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira