Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 14:27 Það voru líflegar leiðtogakappræður á Stöð 2 í gær. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnmálaflokkanna stóðu sig heilt yfir vel í leiðtogakappræðum í gær, en konurnar stóðu sig best að mati almannatengils. Formaður Miðflokksins kunni að hafa gert sér óleik með því að æsa aðra formenn upp á móti sér. Hann kallar eftir tíðari kappræðum í sjónvarpssal. Formenn allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum mættust í líflegum leiðtogakappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill fylgdist grannt með í gærkvöldi en hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins að vissu leyti hafa skorið sig úr. „Hann æsti svolítið upp hópinn og á tímabili upplifði maður eiginlega að hann var svolítið að sameina aðra flokksformenn í andstöðu við sig,“ segir Andrés. Hann segir erfitt að segja til um hvort þetta hafi verið klók nálgun hjá Sigmundi. „Þetta var alla veganna taktísk breyting frá því sem Sigmundur hefur áður gert í kosningabaráttunni. Hann hefur verið meira á léttu nótunum,“ segir Andrés. Til þessa hafi Sigmundur til að mynda gert meira af því að hrósa og jafnvel taka undir með pólitískum andstæðingum annað slagið, en annar tónn hafi verið í honum í gær. „Hann kom með allt aðra stillingu inn í þessar kappræður og lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu.“ „Ég held að hann hafi ekki gert sér neina greiða í stöðunni, nema hann telji að hann sé að ná til einhvers óánægju fylgis með því að vera svona upp á kant við alla og mikið við stjórnandann. Hann leit ekki út eins og hann væri að fara í stjórn með neinum í þessu pallborði,“ segir Andrés. Öll frekar góð, sérstaklega konurnar Annars telur hann að heilt yfir hafi formennirnir staðið sig vel. „Mér fannst þau öll frekar góð. Formið var skemmtilegt, flestir fengu að njóta sín, flestir náðu að prófílera sig eins og þeir vildu gagnvart sínum kjósendahópi. En maður sá líka að það er kannski ekki svo langt á milli flestra flokka nema þá kannski helst Miðflokksins og Lýðræðisflokksins, manni fannst þeir vera svolítið sér á parti,“ sagði Andrés. Kristrún, Inga og Sanna mættu galvaskar í kappræður í gær.Vísir/Vilhelm Þá hafi kvenkyns formennirnir átt gott mót. „Mér fannst konurnar eiginlega allar góðar,“ segir Andrés. „En mér fannst konurnar aðeins hverfa í seinni hlutanum þegar þessi æsingur fór að taka yfir.“ Miklar væntingar hafi til að mynda verið til Kristrúnar Frostadóttur og hún hafi staðið undir þeim. „Hún hefur ekki kannski fyrr en í gær, bæði hjá morgunblaðinu og síðan á Stöð 2, mér fannst hún virkilega sýna hvað í henni býr,“ segir Andrés. Þá hafi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verið „sterk, yfirveguð og með gott tempó“ nefnir hann sem dæmi. „Forsætisráðherrabragur“ á reynsluboltanum Aðrir leiðtogar hafi einnig staðið sig vel. „Mér fannst Þorgerður Katrín algjörlega, eins og hún hefur verið í kosningabaráttunni allri, vera forsætisráðherrabragur á henni. Maður finnur þetta mikla sjálfstraust sem geislar af henni og það var líka til staðar í gær. Hún virtist líka vera byrjuð í því hlutverki að rétta út hendur, hvort sem það er vegna væntanlegra ríkisstjórnarmyndunar eða hvort það er bara hennar háttur sem reyndasta manneskjan þarna í stjórnmálum,“ segir Andrés. Hún hafi til að mynda verið dugleg að hrósa. „Hún hrósaði eiginlega öllum, meira að segja aðeins hughreysti Sigmund Davíð þegar hann var orðinn mjög æstur á tímabili. Þannig mér fannst hún sýna góða takta.“ Alls voru mættir leiðtogar tíu stjórnmálaflokka í myndver.Vísir/Vilhelm „Það voru allir vel á pari,“ segir Andrés. Bjarni Benediktsson hafi náð að koma sínum áherslum vel á framfæri en hvorki hann né Sigurður Ingi Jóhannsson hafi átt neinn stjörnuleik. „Og Arnar Þór hann var alveg góður, fyrir sinn hatt,“ bætir Andrés við. Hann kallar eftir tíðari kappræðum í sjónvarpssal. „Ég held við ættum líka að vera með svona þætti oftar. Þetta var vel pródúserað og maður hefur séð þetta á norrænum stöðvum að þetta er oftar svona þættir, kannski tvisvar þrisvar á önn ætti að vera þáttur með svona skipulagi. Af því að þetta varð á tímabili bara mjög dínamísk og skemmtileg umræða og eiginleikar fólksins sáust vel, dínamíkin á milli þeirra og þetta var gott sjónvarp,“ segir Andrés. Kappræðurnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum mættust í líflegum leiðtogakappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill fylgdist grannt með í gærkvöldi en hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins að vissu leyti hafa skorið sig úr. „Hann æsti svolítið upp hópinn og á tímabili upplifði maður eiginlega að hann var svolítið að sameina aðra flokksformenn í andstöðu við sig,“ segir Andrés. Hann segir erfitt að segja til um hvort þetta hafi verið klók nálgun hjá Sigmundi. „Þetta var alla veganna taktísk breyting frá því sem Sigmundur hefur áður gert í kosningabaráttunni. Hann hefur verið meira á léttu nótunum,“ segir Andrés. Til þessa hafi Sigmundur til að mynda gert meira af því að hrósa og jafnvel taka undir með pólitískum andstæðingum annað slagið, en annar tónn hafi verið í honum í gær. „Hann kom með allt aðra stillingu inn í þessar kappræður og lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu.“ „Ég held að hann hafi ekki gert sér neina greiða í stöðunni, nema hann telji að hann sé að ná til einhvers óánægju fylgis með því að vera svona upp á kant við alla og mikið við stjórnandann. Hann leit ekki út eins og hann væri að fara í stjórn með neinum í þessu pallborði,“ segir Andrés. Öll frekar góð, sérstaklega konurnar Annars telur hann að heilt yfir hafi formennirnir staðið sig vel. „Mér fannst þau öll frekar góð. Formið var skemmtilegt, flestir fengu að njóta sín, flestir náðu að prófílera sig eins og þeir vildu gagnvart sínum kjósendahópi. En maður sá líka að það er kannski ekki svo langt á milli flestra flokka nema þá kannski helst Miðflokksins og Lýðræðisflokksins, manni fannst þeir vera svolítið sér á parti,“ sagði Andrés. Kristrún, Inga og Sanna mættu galvaskar í kappræður í gær.Vísir/Vilhelm Þá hafi kvenkyns formennirnir átt gott mót. „Mér fannst konurnar eiginlega allar góðar,“ segir Andrés. „En mér fannst konurnar aðeins hverfa í seinni hlutanum þegar þessi æsingur fór að taka yfir.“ Miklar væntingar hafi til að mynda verið til Kristrúnar Frostadóttur og hún hafi staðið undir þeim. „Hún hefur ekki kannski fyrr en í gær, bæði hjá morgunblaðinu og síðan á Stöð 2, mér fannst hún virkilega sýna hvað í henni býr,“ segir Andrés. Þá hafi Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verið „sterk, yfirveguð og með gott tempó“ nefnir hann sem dæmi. „Forsætisráðherrabragur“ á reynsluboltanum Aðrir leiðtogar hafi einnig staðið sig vel. „Mér fannst Þorgerður Katrín algjörlega, eins og hún hefur verið í kosningabaráttunni allri, vera forsætisráðherrabragur á henni. Maður finnur þetta mikla sjálfstraust sem geislar af henni og það var líka til staðar í gær. Hún virtist líka vera byrjuð í því hlutverki að rétta út hendur, hvort sem það er vegna væntanlegra ríkisstjórnarmyndunar eða hvort það er bara hennar háttur sem reyndasta manneskjan þarna í stjórnmálum,“ segir Andrés. Hún hafi til að mynda verið dugleg að hrósa. „Hún hrósaði eiginlega öllum, meira að segja aðeins hughreysti Sigmund Davíð þegar hann var orðinn mjög æstur á tímabili. Þannig mér fannst hún sýna góða takta.“ Alls voru mættir leiðtogar tíu stjórnmálaflokka í myndver.Vísir/Vilhelm „Það voru allir vel á pari,“ segir Andrés. Bjarni Benediktsson hafi náð að koma sínum áherslum vel á framfæri en hvorki hann né Sigurður Ingi Jóhannsson hafi átt neinn stjörnuleik. „Og Arnar Þór hann var alveg góður, fyrir sinn hatt,“ bætir Andrés við. Hann kallar eftir tíðari kappræðum í sjónvarpssal. „Ég held við ættum líka að vera með svona þætti oftar. Þetta var vel pródúserað og maður hefur séð þetta á norrænum stöðvum að þetta er oftar svona þættir, kannski tvisvar þrisvar á önn ætti að vera þáttur með svona skipulagi. Af því að þetta varð á tímabili bara mjög dínamísk og skemmtileg umræða og eiginleikar fólksins sáust vel, dínamíkin á milli þeirra og þetta var gott sjónvarp,“ segir Andrés. Kappræðurnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira